Allar fréttir

Miðvikudagur, 20. júní 2018

Fréttabréfið lítur nú dagsins ljós  LESA HÉR  og kemur þann 13. júní í póstkassana hjá okkur. Vekjum athygli á auglýsingum um  hátíðarhöldin 17. júní i Árnesi og Uppstepttuhátíðina um næstu helgi ásamt opnu húsi í Búrfellsstöð  og íþróttaæfingum ( bls. 3) og margt annað ber á góma hjá okkur.

Vorhátíð foreldrafélags Þjórsárskóla
Laugardagur, 16. júní 2018

Bláskógabyggð, Grímsnes-og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi, Flóahreppi og Ásahreppi Deiliskipulagsmál
Samkvæmt 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar lýsingar fyrir eftirfarandi deiliskipulagsverkefni:

Brautarholt
Laugardagur, 16. júní 2018

Hátíðarhöld í Árnesi á þjóðhátíðardaginn 17. Júní
Kl. 14:00 Skrúðganga
Sprell og leikir
Hefðbundinn koddaslagur í sundlauginni
Þátttakendum er bent á að hafa með sér aukaföt.

Kl. 15:30 Hátíðardagskrá í félagsheimilinu Árnesi.
Sr. Óskar H. Óskarsson flytur hugvekju.
Ávarp fjallkonu.
Hátíðarræða.
Hátíðarkaffi í boði sveitarfélagsins

Fimmtudagur, 14. júní 2018

15. júní.   Myndasýning frá Héraðsskjalasafni Árnesinga: Gömlum ljósmyndum úr byggðarlaginu varpað upp á stóra tjaldið í Árnesi. Starfsmaður leiðir sýningargesti í gegn um

sýninguna og leitast verður við að nafngreina fólk og staði.

17:00 Brokk og skokk Skafholtsréttum—Hestar og menn etja
kappi í bráðskemmtlegri keppni. Skráning á facebook.

Uppsprettugleði í Árnesi 2018
Mánudagur, 11. júní 2018

            Boðað er til 1. fundar í sveitarstjórn  Skeiða -og Gnúpverjahrepps

í Árnesi miðvikudaginn 14. júní kl.14:00 2018
Dagskrá:  Mál til umfjöllunar og afgreiðslu:

Þjórsárstofa.
Föstudagur, 1. júní 2018

Áfangastaðaáætlun Suðurlands er unnin með því markmiði að sameina hagaðila í ferðaþjónustu, móta framtíðarsýn fyrir svæðið í heild sinni og stefnu til að ná henni. Áfangastaðaáætlun er tækifæri fyrir sveitarfélög, ferðamálasamtök, ferðaþjónustufyrirtæki og aðra hagaðila í ferðaþjónustu til að fara fram sameiginlega og í samstarfi til næstu ára og byggja þannig ofan á þá vinnu sem þegar hefur átt sér stað við gerð áfangastaðaáætlunar. 

Hjálparfoss
Föstudagur, 1. júní 2018

Því miður verður kaldavatnslaust frá Árnesveitu kl. 10 í dag  og eitthvað fram eftir degi. Unnið er við tengingar á stofnæð og beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda, en þessi aðgerð er óhjákvæmileg og tekur  vonandi fljótt af.

 

Viðgerð á vatnsveitu
Fimmtudagur, 31. maí 2018

Þjórsárskóla var slitið í dag 31 maí í félagsheimilinu Árnesi. Í ræðu skólastjóra Bolette Hoeg Koch kom fram að skólastarfið hefur gengið vel á skólaárinu, en 47 nemendur hafa stundað nám við skólann í vetur og verða að öllum líkindum jafnmargir næsta vetur. Kennsla fer fram í 1-7 bekk í skólanum. Nemendum hefur heldur fjölgað á síðustu árum. Við skólaslitin söng allur nemendahópurinn nokkur lög undir stjórn Guðmundar Pálssonar tónlistarkennara.

Þriðjudagur, 29. maí 2018

Skeiða- og Gnúpverjahreppur óskar eftir íbúðarhúsnæði til leigu fyrir starfsmann veturinn 2018-2019. Frá 20. ágúst til 1.  júní 2019.

Nánari upplýsingar veitir sveitarstjóri í síma 486-6100 netfang kristofer(hja)skeidgnup.is

 

 

 

Í Þjórsárstofu
Þriðjudagur, 29. maí 2018

Laus staða kennara í  Þjórsárskóla.
100% staða í afleysingum til eins árs.
Kennslugreinar eru stærðfræði, náttúrufræði, enska og danska í 6.-7. Bekkur í samkennslu.
Umsóknarfrestur til 12. júní 2018.

Nánari upplýsingar veitir Bolette Höeg Koch skólastjóri sími 895 9660 netfang : bolette@thjorsarskoli.is

Þjórsárskóli

Pages