Allar fréttir

Föstudagur, 1. september 2017

Vinna við aðalskipulag sveitarfélagsins stendur nú yfir og  hefur verið kynnt á í búafundi.  Hægt er að nálgast nýjustu gögnin  til skoðunar HÉR  Sveitarstjórn hvetur fólk til þess að koma með uppástungur og hugmyndir um þessa vinnu. 

Í Gjánni í Þjórsárdal
Fimmtudagur, 31. ágúst 2017

Bláskógabyggð, Grímsnes-og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi, Flóahreppi og Ásahreppi.  Aðalskipulagsmál.  Samkvæmt 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu áður en hún verður lögð fram til afgreiðslu í sveitarstjórn: 

1.Breyting á aðalskipulagi Flóahrepps í fyrrum Hraungerðishreppi 2003-2015 á spildu úr landi Langholts 1.

Mánudagur, 28. ágúst 2017

Þau mistök urðu við útgáfu bæklings sem Tæknisvið Uppsveita gaf út að þar er tilgreint að tæma ætti allar rotþrær í Skeiða-og Gnúpverjahreppi  árið 2017.  Það er því miður ekki rétt og hér er skipulag þessara mála til tveggja ára. En rotþrær eru tæmdar á þriggja ára fresti og beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Árið 2017 verða rotþrær hreinsaðar frá Skarðsbæjum og endað á Austurhlíð, Steinsholtsbæjum og Skaftholti.-  Árið 2018 eru það allar þrær á Skeiðum, Sandlækjarbæjum og endað á Gunnbjarnarholti.

Fallegir haustlitir við Stöng í Þjórsárdal
Fimmtudagur, 24. ágúst 2017

Íbúafundur verður haldinn í Félagsheimilinu Árnesi þriðjudaginn 29.ágúst 2017 kl. 20:00 þar sem kynnt verður vinna vegna endurskoðunar á aðalskipulagi Skeiða-og Gnúpverjahrepps. Húsið opnar hins vegar kl. 19:00 fyrir áhugasama til kynna sér gögn og ræða við skipulagsráðgjafa. Fulltrúar Rauðakambs ehf munu kynna á fundinum hugmyndir sínar um skipulag við Þjórsárdalslaug.

Sveitarstjórn.

Við Félagsheimilið Árnes
Mánudagur, 21. ágúst 2017

            Boðað er til fundar í sveitarstjórn

            Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi 23. ágúst 2017     kl. 14:00.   Mál til umfjöllunar og afgreiðslu :                                                                                                                                                                                 

              1.     Íþróttamál ungmenna- samstarf ungmennafélaga í uppsveitum.

Félagsheimilið Árnes
Fimmtudagur, 17. ágúst 2017

Þeir sem ætla að sækja um leit á Gnúpverjaafrétti í haust hafi samband við Lilju í síma 847-8162  fyrir 20. ágúst n.k. Afréttarmálanefnd.

             

 

                           

 

Fjallsafn við Bringu 2009
Fimmtudagur, 17. ágúst 2017

Fréttabréf ágústmánaðar  er komið  út  LESA  HÉR.  Fundargerðir sveitarstjórnar eru komnar aftur og munu verða áfram birtar í Fréttabréfinu. Ýmislegt annað skemmtilegt efni  og auglýsingar og tilkynningar eru í Fréttabréfinu okkar núna.

Blómin frá Ellisif Bjarnadóttur skarta sínu fegursta
Þriðjudagur, 15. ágúst 2017

Skeiða- og Gnúpverjahreppur/Þjórsárskóli auglýsir eftir starfskrafti í skólamötuneyti og gæslu við íþróttakennslu. Starfshlutfall getur verið umsemjanlegt frá 40 – 60 %. Vinnutími er frá ca 11:00 -14.00 í mötuneyti mánudaga til fimmtudga ( mögulega þriðjudaga til fimmtudaga) og í gæslu vegna íþróttakennslu á miðvikudögum frá kl 8:25 með hléum til kl 14:30 og fimmtudögum frá kl 8:25-9:25. Laun samkvæmt kjarasamningum. Viðkomandi þarf helst að geta byrjað sem fyrst. Umsóknarfrestur er til 23.

Árnes
Föstudagur, 11. ágúst 2017

 Skrifað var  undir verksamning  11. ágúst 2017 milli Skeiða- og Gnúpverjahrepps  og  verktakafyrirtækisins  Neseyjar ehf.  Um er að ræða verkið   "Árnes, Brautarholt, gatnagerð og fráveita 2017."  Verkið felur í sér malbikun á götum í Árnesi og Brautarholti, gerð gangstétta og steyptra kantsteina. Einnig þarf að setja sandföng og regnvatnsniðurföll sem tengja þarf við núverandi regnvatnslög og jarðvegsskipta þarf hluta vegsniðs. Samningsupphæð samkv. tilboði verktaka er  kr. 126.712.760,-  og verkinu skal lokið 1. október 2018.

Við undirskrift samningsins 2017
Fimmtudagur, 10. ágúst 2017

Ákveðið hefur verið að nemendur Þjórsárskóla þurfi ekki að greiða fyrir hin hefðbundnu námsgögn eins og stílabækur blýanta og annað það er nota þarf við námið komandi vetur.

Þjórsárskóli er grænfánaskóli

Pages