Allar fréttir

Þriðjudagur, 22. nóvember 2016

Hópurinn Gjálp sem stóð að hugmyndasmiðju sem haldin var í Þjórsárskóla á dögunum   um atvinnutækifæri  í sveitarfélaginu  hefur nú skilað skýrslu, lesa hér.    Hópurinn samastendur að ungu öflugu fólki sem á rætur sínar hér í sveitarfélaginu, og er þetta frábært framtak til þess að efla atvinnustarfsemi hér og gera enn fjölbreyttari.

Kjálkaversfoss í Þjórsá
Föstudagur, 11. nóvember 2016

Nóvember Fréttabréfið er komið  út  Lesa hér  Stútfullt af hinum ýmsu fréttum og aulgýsingum. Kveðjuhóf til heiðurs læknunum Gylfa og Pétri, augl. bls.4  - 35. fundargerð sveitarstjórnar bls. 18 og pistill sveitarstjóra bls. 28.  svo eitthvað sé nefnt.

Heimsókn í Slakka í sept. 2016
Fimmtudagur, 10. nóvember 2016

 Myndband um lífið í Skeiða- og Gnúpverjahreppi var gert á dögunum sem hægt er að spila hér.   Og nú er það í fullum gæðum. Sjón er sögu ríkari.  Verið velkomin til búsetu hjá okkur.

Leikskólinn Leikholt er gjaldfrjáls
Miðvikudagur, 9. nóvember 2016

Langar þig að leggja þitt að mörkum til atvinnuuppbyggingar í Skeiða- og Gnúpverjahreppi?Langar þig, eða einhver sem þú þekkir, að búa til atvinnutækifæri sem gera þér og þínum kleift að búa í sveitinni? Sérð þú ónýtt atvinnutækifæri í kringum þig sem þú vilt koma á framfæri? Gengur þú jafnvel með viðskiptahugmynd í maganum?

Ef svarið er já við einhverjum af þessum spurningum og jafnvel fleiri en einni skaltu koma á hugmyndasmiðju sem verður haldin í Þjórsárskóla laugardaginn 12. nóvember kl. 13 – 18.

Þjórsárskóli
Þriðjudagur, 8. nóvember 2016

Fjölsóttasta ferðamannasvæði landsins - þróun á tímum örra breytinga. Málþing um ferðaþjónustu í Uppsveitum Árnessýslu, verður haldið í Golfskálanum á Efra-Seli, Hrunamannahreppi (Flúðum)
fimmtudaginn 17. nóvember kl. 13:00-16:00.

Frummælendur verða  
Einar Á.E. Sæmundsen fræðslufulltrúi Þjóðgarðsins á Þingvöllum
og Ásborg Arnþórsdóttir ferðamálafulltrúi Uppsveita Árnessýslu.
Einnig verða sagðar reynslusögur fyrirtækja á svæðinu
og almennar umræður.

Garðagróður
Mánudagur, 7. nóvember 2016
Foreldradagur Heimilis og skóla verður haldinn í sjötta sinn miðvikudaginn 9. nóvember nk. í samstarfi við Félag grunnskólakennara og Samband íslenskra sveitarfélaga. Í boði verður morgunverðarfundur fyrir foreldra, kennara og aðra áhugsama á Grand Hótel kl.8:15-10. Skráning er með pósti á heimiliogskoli@heimiliogskoli.is fyrir mánudaginn 7. nóvember en aðgangseyrir er 2000 kr. sem greiðist á staðnum-morgunverður innifalinn.
Reyniviðartré í blóma í Skeiða - og Gnúpverjahreppi
Mánudagur, 7. nóvember 2016

Skeiða- og Gnúpverjahreppur bauð út sorpþjónustu fyrir árin 2016-2020 fyrir skömmu. Tveir aðilar sendu inn tilboð í verkefnið. Gámaþjónustan og Íslenska gámafélagið. Síðarnefndi aðilinn bauð lægra verð eða rétt liðlega 93 milljónir króna. Kostnaðaráætlun var um þremur milljónum hærri. Gámaþjónustan bauð ríflega 4 milljónum hærra en kostnaðaráætlun hljóðaði upp á.  Gengið var til samninga við Íslenska Gámafélagið. En félagið hefur annast sorpþjónustu fyrir sveitarfélagið síðan 2009.  Mikil áhersla hefur verið lögð á flokkun sorps í sveitarfélaginu síðustu árin.

Fimmtudagur, 3. nóvember 2016

Leikskólinn Leikholt óskar eftir að ráða starfsmann í 57% stöðu í afleysingar. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi.  Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem er tilbúinn til að taka þátt og leiða áfram gott faglegt starf í skólanum.

Menntun og hæfniskröfur:

Heimsókn í Slakka
Fimmtudagur, 3. nóvember 2016

Mánudaginn 14. nóvember næstkomandi kl 16:30 verður haldinn fundur um forvarnir í umferðaröryggismálum í félagsheimilinu Árnesi. Sérstök áhersla verður lögð á bílbeltanotkun

Framsögu hafa:

Gísli Níls Einarsson sérfræðingur í forvörnum hjá

VÍS- Vátryggingafélagi Íslands

Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Suðurlandi

Efni fundarins höfðar til allra. Sérstaklega þó til skólabarna, foreldra og skólabílstjóra.

Allir velkomnir.

Þjórsárskóli- Flúðaskóli- Skeiða- og Gnúpverjahreppur- Hrunamannahreppur.

Félagsheimilið Árnes
Mánudagur, 31. október 2016

 Myndband um lífið í Skeiða- og Gnúpverjahreppi var gert á dögunum sem hægt er að spila hér.   Og nú er það í fullum gæðum. Sjón er sögu ríkari.  Verið velkomin til búsetu hjá okkur.

Rjúpan íslenskur fugl

Pages