Allar fréttir

Fimmtudagur, 6. ágúst 2015

Nú lítur dagsins ljós nýr vefur sveitarfélagsins. www.skeidgnup.is Markmiðið með honum er að gefa notendum greinargóðar upplýsingar um starfsemi sveitarfélagsins og ýmsan fróðleik.

Gjáin  í Þjórsárdal
Miðvikudagur, 5. ágúst 2015

 

 17. fundur í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi  -  Fundargerð 

Dagskrá:

Mál til umfjöllunar :

  1. Hvammsvirkjun. Umhverfismat-framkvæmdaleyfi.

  2. Fasteignamat á vindmyllum

  3. Framkvæmdir við Bugðugerði / Hamragerði

  4. Ferli við kosningu um nafn sveitarfélagsins.

  5. Framtíð Reykholtslaugar í Þjórsárdal. Núverandi samningur við Þjórsárdalslaug ehf . Skipulagsmál.

Skrifstofa
Sunnudagur, 2. ágúst 2015

Svona rétt til að minna okkur á,  þá nær Íslenska gámafélagið  í rúlluplastið í efri hluta sveitarfélagsins - Gnúpverjahrepp, þann 6. ágúst og neðri hlutann, Skeiðin þann 13. ágúst n.k. Gott er ef um mikið magn er að ræða ef bændur hefðu  tiltæk tæki til þess að aðstoða bílstjórann við að koma því á bílinn.

Mánudagur, 27. júlí 2015

Álagningarskrá einstaklinga  um opinber gjöld  2015 mun liggja frammi á skrifstofu sveitarfélgasins þegar opnað verður eftir sumarfrí þann 04. ágúst n.k.  og er hún til skoðunar á skrifstofunni til 07. ágúst lögum samkvæmt. Álagningar og innheimtuseðlar eru aðgengilegir á þjónustuvef ríkisskattstjóra  rsk.is og skattur.is

Tjaldsvæði í Árnesi
Föstudagur, 10. júlí 2015

Afrétturinn opnar 10. júlí til upprekstrar. Æskilegt er að flutningur fjárins fari fram  á fleiri en færri dögum svo það nái að dreifa sér um afréttinn en bunkist ekki á lítið svæði fyrstu dagana. Heilmikið hefur gerst í gróðurfarinu síðustu daga. Gróður er orðinn prýðilegur í Skúmstungum og á fremsta hluta afréttarins. Er hærra dregur er gróður mun minni og er t.d. Starkaðsverið rétt að byrja að taka við sér.

Skeiðasafnið
Sunnudagur, 5. júlí 2015

Skrifstofa sveitarfélagsins verður lokuð vegna sumarleyfa frá og með 6. júlí  og vinna hefst aftur þriðjudaginn 4. ágúst n.k.

Víkingar berjast
Fimmtudagur, 25. júní 2015

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL

Bláskógabyggð, Grímsnes-og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi, Flóahreppi og Ásahreppi

Stafkirkja við Þjóðveldisbæ
Miðvikudagur, 24. júní 2015

Dagana 19. - 21. júní var efnt til hátíðar í Árnesi til þess minnast landnámsmanna okkar sem námu setturst hér að í Skeiða og Gnúpverjahreppi og má þar nefna Ólaf tvennumbrúna er nam Skeiðin, Þránd hinn  mjögsiglandi Bjarnason er bjó  í Þrándarholti, Skafta Þormóðsson í Skaftholti og Þorbjörn laxakarl í Haga að ógleymdum Gauki Trandilssyni er bjó að Stöng í Þjórsárdal og er frægastur þeirra.

Dansað við Neslaug
Mánudagur, 22. júní 2015

Hér má lesa  tillögu að matsáætlun Búrfellslundar.

Vindmylla á Hafinu

Pages