Allar fréttir

Miðvikudagur, 19. október 2016

Hér gefur að líta myndband um lífið í Skeiða- og Gnúpverjahreppi  spila hér.   Og nú er það í fullum gæðum. Sjón er sögu ríkari.  Verið velkomin til búsetu hjá okkur.  Í Árnesi eru 12 einbýlishúsalóðir lausar og þrjár parhúsalóðir og þrjár parhúsalóðir eru  lausar á  Brautarholti. Góðir skólar eru í sveitarfélaginu, grunnskóli upp í 7. bekk og gjaldfrjáls leikskóli,  tvær sundlaugar, blómlegt mannlíf og mikil náttúrufegurð.

Gamli leitarmannakofinn í Hólaskógi
Mánudagur, 17. október 2016

Bláskógabyggð, Grímsnes-og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi, Flóahreppi og Ásahreppi

Aðalskipulagsmál

Samkvæmt 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu: 

1.     Breyting á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjarhrepps 2004-2016 við þéttbýlið Árnes, sunnan þjóðvegar.

Gjáin í Þjórsárdal
Mánudagur, 17. október 2016

Kjörfundur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi  vegna Alþingiskosninga þann 29. október 2016, fer fram í Þjórsárskóla. Kjörfundur hefst  kl 10.00 og stendur til kl 21.00 Kjósendur eru minntir á að hafa persónuskilríki með mynd meðferðis, til að gera grein fyrir sér þegar þeir greiða  atkvæði.

Þjórsárskóli
Miðvikudagur, 12. október 2016

Fréttabréfið er komið út og það má lesa hér  Stútfullt af fréttum og auglýsingum ásamt uppskriftum og greinum.

 

Heimagrafreitur í Skáldabúðum. Þar hvíla feðgar.
Fimmtudagur, 29. september 2016

Kjörfundur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi  vegna Alþingiskosninga þann 29. október 2016, fer fram í Þjórsárskóla. Kjörfundur hefst  kl 10.00 og og stendur til kl 21.00 Kjósendur eru minntir á að hafa persónuskilríki með mynd meðferðis, til að gera grein fyrir sér þegar þeir greiða  atkvæði.

          __________       ___________     ____________

Úr Gjánni
Miðvikudagur, 21. september 2016

Brúnstjörnóttur, spakur, fullorðinn hestur  í óskilum í Borgarkoti á Skeiðum síðan um réttahelgina eða 17. september. Flóabændur  líti yfir stóð sín þar sem þeir fóru margir ríðandi framhjá þann dag.  Eigandi er beðinn um að sækja hann. Hafið samband við Ann í síma 486-5558 eða 861-7458.

Brúnstjörnóttur hestur í óskilum í Borgarkoti á Skeiðum
Fimmtudagur, 15. september 2016

Skrifstofan verður því miður  lokuð fimmtudaginn 22. sept og föstudaginn 23. sept vegna fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna í Reykjavík og  starfsmenn skrifstofunnar sækja þá ráðstefnu.

Síminn hjá Ara Einarssyni í Áhaldahúsinu er 893-4426. Ef erindi eru brýn má reyna að hafa samband við sveitarstjórann í síma 861-7150 –   eða senda tölvupóst á netfangið kristofer@skeidgnup.is

Hjálparfoss í Þjórsárdal
Þriðjudagur, 13. september 2016

Fyrsta skóflustungan að iðnaðarhúsnæði við Árneshverfi Síðastliðinn föstudagur, 9 september var viðburðaríkur í Skeiða – og Gnúpverjahreppi Þá var tekin fyrsta skóflustungan að nýju húsnæði við Tvísteinabraut við Árneshverfi. Það er Búnaðarfélag Gnúpverja sem stendur fyrir byggingunni. Um er að ræða veglegt og vandað iðnaðarhúsnæði um 500 fermetrar að stærð. Stálgrindarhús á steyptum sökklum, klætt með samlokueiningum. Brunavarnir Árnessýslu hafa þegar gengið frá kaupum á hluta af húsnæðinu undir nýja slökkvistöð. Skeiða – og Gnúpverjahreppur verður með eitt bil undir áhaldahús hreppsins.

Mánudagur, 12. september 2016
Hádegissúpufundir með kynningu á Uppbyggingarsjóði Suðurlands og handleiðslu um umsóknarformið verða haldnir á eftirtöldum stöðum dagana 9. til og með 16. september nk.
  • Kirkjubæjarstofu, Klaustri, mánudaginn 12. september kl. 11:30-12:30
  • Fjölheimum, Selfossi, mánudaginn 12. september kl. 12:00-13:00
  • Þekkingarsetri Vestmannaeyja, fundarsal 1. h, mánudaginn 12. spetember kl. 12:00-13:00
Búðasvæði við Búrfellsvikjun 2016
Föstudagur, 9. september 2016

Fréttabréf september er komið út og hægt að lesa hé Skemmtilegar greinar, og fréttir, uppsrkriftirnar á sínum stað  og margt fleira. Minni á umsóknarfrestinn í Uppbyggingarsjóð  Suðurlands  sem er til og með 27. september, bls. 17   og kynningarfundur á  Flúðum um Uppbyggingarsjóðinn og handleiðsla um umsóknarformið...  bls. 25

Horft yfir byggingarsvæði  nýrrar Búrfellsvirkjunar

Pages