Allar fréttir

Þriðjudagur, 18. ágúst 2015

Brúnn graðhestur 2- 4 vetra gamall ómerktur og ómarkaður var handsamaður 1 ágúst sl í Steinsholti. Hrossið er í vörslu Björns Jónssonar að Vorsabæ 2. Þeir sem kannast við lýsinguna á hrossinu, er bent á að hafa samband við Björn í síma 861-9634 eða sveitarstjóra í síma 486-6113.

Rauðjarpt mertrippi 2-3 vetra gamalt ómerkt og ómarkað fannst 16. júlí sl. í Þjórsárdal. Hrossið er í vörslu Bjarna Mássonar í Háholti.

Þeir sem kannast við lýsinguna á hrossinu, er bent á að hafa samband við  Bjarna í síma 862-4917 eða sveitarstjóra í síma 486-6113

Jarpa hryssan sem fannst 16. júlí
Miðvikudagur, 12. ágúst 2015

Nú hefur Fréttabréf ágústmánaðar  litið dagsins ljós eftir sumarfríið og heilmikið að LESA HÉR    Á bls. 2 eru auglýsingar frá Afréttarmálafélögunum,  bls. 6 Nýja heimasíðan, bls.7 Framkvæmd kosninga um nýtt nafn bls.8  Frá umhverfisnefnd bls. 9 Hrunaprestakall, messuplan  bls. 12 & 13 aðsendar greinar bls.14. 17. fundargerð sveitarsjórnar og margt fleira.

Reyniviður
Þriðjudagur, 11. ágúst 2015

Auglýst er eftir umsjónarmanni Skólasels Flúðaskóla Vinnutími er eftir að skóla lýkur til kl 16:15 frá mánudegi til fimmtudags.

Viðkomandi þarf að: · Vera jákvæður    ·vera sjálfstæður í vinnubrögðum    ·hafa gaman af því að starfa með börnum.

Starfshlutfall 30 – 60 % eftir samkomulagi. Íslenskukunnátta áskilin.

Laun samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og Foss.

Upplýsingar gefur Guðrún Pétursdóttir, skólastjóri í síma 480 6610 eða í tölvupósti gudrunp@fludaskoli.is.

Sólarupprás
Sunnudagur, 9. ágúst 2015

Uppsveitahringurinn verður haldinn í Reykholti laugardaginn 15. ágúst. Þátttakendur verða ræstir sem hér segir: Kl. 10.00 - 46 km keppnishjólreiðahópur leggur af stað og endar í Reykholti Kl. 10:30 - 10 km keppnishlauparar leggja af stað frá Flúðum og enda í Reykholti Kl. 10:30 - 10 km hjólreiðahópur leggur af stað frá Flúðum og endar í Reykholti Kl. 13:00 - Krakkahlaup á íþróttavellinum 400 metrar Kl. 13:30—Verðlaunaafhending og frábær skemmtidagskrá—Tvær úr Tungunum.

Glaðir þátttakendur
Fimmtudagur, 6. ágúst 2015

Nú lítur dagsins ljós nýr vefur sveitarfélagsins. www.skeidgnup.is Markmiðið með honum er að gefa notendum greinargóðar upplýsingar um starfsemi sveitarfélagsins og ýmsan fróðleik.

Gjáin  í Þjórsárdal
Miðvikudagur, 5. ágúst 2015

 

 17. fundur í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi  -  Fundargerð 

Dagskrá:

Mál til umfjöllunar :

  1. Hvammsvirkjun. Umhverfismat-framkvæmdaleyfi.

  2. Fasteignamat á vindmyllum

  3. Framkvæmdir við Bugðugerði / Hamragerði

  4. Ferli við kosningu um nafn sveitarfélagsins.

  5. Framtíð Reykholtslaugar í Þjórsárdal. Núverandi samningur við Þjórsárdalslaug ehf . Skipulagsmál.

Skrifstofa
Sunnudagur, 2. ágúst 2015

Svona rétt til að minna okkur á,  þá nær Íslenska gámafélagið  í rúlluplastið í efri hluta sveitarfélagsins - Gnúpverjahrepp, þann 6. ágúst og neðri hlutann, Skeiðin þann 13. ágúst n.k. Gott er ef um mikið magn er að ræða ef bændur hefðu  tiltæk tæki til þess að aðstoða bílstjórann við að koma því á bílinn.

Mánudagur, 27. júlí 2015

Álagningarskrá einstaklinga  um opinber gjöld  2015 mun liggja frammi á skrifstofu sveitarfélgasins þegar opnað verður eftir sumarfrí þann 04. ágúst n.k.  og er hún til skoðunar á skrifstofunni til 07. ágúst lögum samkvæmt. Álagningar og innheimtuseðlar eru aðgengilegir á þjónustuvef ríkisskattstjóra  rsk.is og skattur.is

Tjaldsvæði í Árnesi
Föstudagur, 10. júlí 2015

Afrétturinn opnar 10. júlí til upprekstrar. Æskilegt er að flutningur fjárins fari fram  á fleiri en færri dögum svo það nái að dreifa sér um afréttinn en bunkist ekki á lítið svæði fyrstu dagana. Heilmikið hefur gerst í gróðurfarinu síðustu daga. Gróður er orðinn prýðilegur í Skúmstungum og á fremsta hluta afréttarins. Er hærra dregur er gróður mun minni og er t.d. Starkaðsverið rétt að byrja að taka við sér.

Skeiðasafnið

Pages