Allar fréttir

Fimmtudagur, 7. apríl 2016
 Umhverfisdagur fór fram í Árnesi 9. apríl s.l. og þar var boðið upp á ýmislegt í sambandi við umhverfi okkar.
 
 Kl. 13:00 setti Anna María Flygenring, formaður umhverfisnefndar samkomuna en nefndin undibjó dagskrána.
 
Félagsheimilið Árnes
Mánudagur, 21. March 2016

Í þéttbýliskjörnunum við Brautarholt og Árnes í Skeiða- og Gnúpverjahreppi eru lausar lóðir.  Í Árneshverfi eru níu rúmgóðar einbýlishúsalóðir tvær parhúsalóðir og tvær raðhúsalóðir lausar til umsóknar. Þær eru staðsettar við Hamragerði, Heiðargerði og Bugðugerði. Möguleiki er einnig á iðnaðarlóðum við jaðar hverfisins.

Árnes og nágrenni
Þriðjudagur, 15. March 2016

Umhverfisdagur verður haldinn í Árnesi þann 9. apríl n.k. og verður fjölbreytt dagskrá sem hefst  kl. 13:00. þ.a.m. Sýnt verður myndband frá börnunum í Leikholti og einnig munu veggspjöld frá þeim prýða veggina.  Atriði frá Þjórsárskólanemendum. Fyrirlestur um  matarsóun haldinn af Dóru Svavarsdóttur. Erindi frá Landvernd sem Guðundur I. Guðbrandsson heldur. Fuglalíf við Þjórsá haldið af Tómasi G. Gunnarssyni. Kynning á starfi Landbótafélags Gnúpverja. kaffihlé verður  kl. 15:00.

Haust í Gjánni í Þjórsárdal. Stangarfell í baksýn.
Mánudagur, 14. March 2016

Árshátíð Þjórsárskóla var  haldin  föstudagskvöldið 11. mars,  í Félagsheimilinu Árnesi, kl. 20:00.  Halla Guðmundsdóttir leikkona samdi og leikstýrði verki sem helgað var  indíánum og  landnemum í Vesturheimi og  skyggnst  var inn í líf þeirra.

Dæturnar sjö og saga þeirra -  er ein af þjóðsögum "Sjöstirnisins sem við sjáum á himni.
Miðvikudagur, 9. March 2016

Fréttabréf mars 2016 er komið úr lesið hér.  Framundan er  árshátíð Þjórsarskóla, hjónaball, Í Brautarholti,  umhverfisþing Í Árnesi ,námskeið í Skálholti, fundir og fleira skemmtilegt.

Bangsadagur í Þjórsárskóla
Þriðjudagur, 8. March 2016

Sorphirðudagatalið var eitthvað á reiki  en hér birtist nýjasta útgáfan.

Sorphirðudagatal 2016 

Útsýni inn að Hofsjökli úr Tjarnarveri  sumarið 2015
Miðvikudagur, 2. March 2016

Munið að skila skal efni fyrir 5. mars  n.k. í Fréttabréfið okkar og minni á að páskarnir eru á framundan, og svo vorið.

Ritsjóri. 

Gjáin í Þjórsárdal
Sunnudagur, 28. febrúar 2016

Árnesi 28.febrúar. 2016

Fundarboð

Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi miðvikudaginn 02 mars 2016  kl. 14:00.

Dagskrá:

Mál til umfjöllunar og afgreiðslu

1.     Reykholtslaug Þjórsárdal. Áform um uppbyggingu. Framhald frá fundi 24.

2.     Gjáin, hugmyndir um friðlýsingu

Í Þjórsárdalsskógi
Fimmtudagur, 25. febrúar 2016

Aðalskipulagsmál

Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing fyrir eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu: 

1.     Breyting á aðalskipulagi Hraungerðishrepps 2003-2015, Flóahreppi, á svæði úr landi Laugardæla. Golfvöllur í stað íbúðarsvæðis.

Miðvikudagur, 17. febrúar 2016

 

Breyting verður á fyrirkomulagi á innheimtu fasteignagjalda árið 2016 af fasteignum í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Ekki verða sendir út greiðsluseðlar, né álagningarseðlar nema þess sé sérstaklega óskað. Álagningarseðla er að finna á www.island.is. undir ,,mínar síður"

Gjalddagar verða 10 á árinu. Sá fyrsti í febrúar og sá síðasti í nóvember. Heildarfasteignagjöld greiðanda að 20.000 kr verða innheimt í einni greiðslu.

Gjaldaflokkar fasteignagjalda munu ekki taka breytingum frá fyrra ári.

Pages