Allar fréttir

Sunnudagur, 11. apríl 2021

59. fundur 14. apríl 2021

Fundarboð

Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps

í Árnesi  14 apríl, 2021 klukkan 16:00.

 

Dagskrá

Mál til umfjöllunar og afgreiðslu:

1. Ársreikningur 2020 fyrri umræða. Auðunn Guðjónsson endurskoðandi KPMG

Föstudagur, 9. apríl 2021

Auglýsing eftir umsjónarmanni vinnuskóla:

Skeiða- og Gnúpverjahreppur óskar eftir umsjónarmanni með vinnuskóla sveitarfélagsins og önnur tilfallandi verkefni. Ráðningartími er frá og með 1 júní til og með 20. ágúst 2021.

Helstu verkefni:

Umsjón og verkstjórn í vinnuskóla ungmenna.

Tilfallandi verkefni í áhaldahúsi og á sorpgámasvæði.

Hæfniskröfur:

Lipurð í samskiptum

Stundvísi

Hreint sakavottorð

Ökuréttindi BE sem veitir réttindi til að stjórna ökutæki með kerru allt að 3.500 kg

Brautarholt
Fimmtudagur, 8. apríl 2021

Héraðsnefnd Árnesinga bs. Óskar eftir tilboðum í verkið: Héraðsskjalasafn Árnesinga – húsnæði. Verkið felst í útvegun á framtíðarhúsnæði fyrir Héraðsskjalasafn Árnesinga. Um er að ræða um það bil 700m2 húsnæði miðsvæðis á Selfossi, nýtt eða notað sem þarf að henta sérstaklega þörfum héraðsskjalsafnsins samkvæmt nánari útlistun í útboðsgögnum.  Verklok eru á haustmánuðum árið 2022. Útboðsgögn verða afhent á rafrænu formi frá og með fimmtudeginum 8. apríl 2021.

Héraðsskjalasafn Árnesinga
Fimmtudagur, 8. apríl 2021

Ákveðið hefur verið að hætta að taka gjald fyrir járnarusl sem komið er með á gámasvæðin í Árnesi og Brautarholti. Ástæðan fyrir því að gjald hefur verið tekið hingað til er að í samningum við Íslenska Gámafélagið er lagt gjald á þessa þjónustu þeirra þ.e. að sækja járn hingað. Nú hefur hinsvegar verið samið við Furu ehf í Hafnarfirði um að sækja járnið á gámasvæðin endurgjaldslaust. 

Flugeldar til að fagna
Miðvikudagur, 7. apríl 2021

Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem er tilbúinn til að taka þátt og leiða áfram gott faglegt starf í skólanum.

 

Menntun og hæfniskröfur:

  • Leikskólakennararéttindi áskilin.
  • Sýni jákvæðni, frumkvæði og samstarfsvilja.
  • Góð færni í mannlegum samskiptum.
  • Áhugi og hæfni í starfi með börnum.
  • Góðir skipulagshæfileikar og stundvísi.
  • Færni til að tjá sig í ræðu og riti.

Meginverkefni:

Svipmynd úr starfi Leikholts
Miðvikudagur, 7. apríl 2021

Vegna viðgerða verður lokað fyrir kaldavatnið á Árnessvæði frá kl 21:00 í kvöld 7 apríl til 6:30 í fyrramálið.

Gert er ráð fyrir að loka þurfi aftur fyrir vatnið kl 8:30 í fyrramálið og eitthvað fram eftir degi.

Beðist er velvirðingar á óþægindum sem af þessu geta hlotist.

Nánari upplýsingar veitir Björn Guðbjörnsson í áhaldahúsi. 893-4426 bjorn@skeidgnup.is

 

Árnes í vetrarbúning
Þriðjudagur, 6. apríl 2021

Deiliskipulagsmál

Samkvæmt 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga eftirfarandi deiliskipulagsáætlana:

Teikning
Laugardagur, 3. apríl 2021

Rafmagnsbilun er í gangi í Skeið og Gnúpverjahrepp, hluta af Hrunamannahrepp, verið er að leita að bilun. Ef þú hefur einhverjar upplýsingar sem gætu hjálpað við bilanaleit hafðu þá vinsamlega samband við Svæðisvakt RARIK Suðurlandi í síma 528 9890 Kort af svæði sem talið er vera um að ræða má sjá á www.rarik.is/rof

 

Fimmtudagur, 1. apríl 2021
Staða um hádegi á föstudaginn langa
 
Vatni hefur nú verið hleypt á vatsnveituna að nýju. Þrýstingur er á kerfinu, en einhver leki er enn til staðar. Áfram verður haldið að leita að lekanum.
Þriðjudagur, 30. March 2021

Á 58. fundi Sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps þann 24. mars sl. var lögð fram tillaga að breyttri gjaldskrá Hitaveitu Brautarholts. Gjaldskráin sem áður var í gildi hefur verið óbreytt frá árinu 2010. Breytingin, sem samþykkt var á fundinum, tekur mið af breytingu á vísitölu frá árinu 2010 og verðskrám annarra hitaveitna og tekur gildi þann 1. maí nk.

Hekla

Pages