Allar fréttir

Fimmtudagur, 7. apríl 2022

Páskasýningin í Húsinu á Eyrarbakka þetta árið ber heitið Með mold á hnjánum og er samstarfsverkefni Héraðsskjalasafns Árnesinga og Byggðasafns Árnesinga. Sýningaropnun verður laugardaginn 9. apríl kl. 13.00 þegar Byggðasafnið opna dyr sínar fyrir gestum.

Með mold á hnjánum
Mánudagur, 4. apríl 2022

Uppfull bjartsýni stefnir ritstjóri Gauksins að útgáfu næsta tölublaðs snemma að þessu sinni, eða mánudaginn 11. apríl. 

Auglýsingar, pistlar og fleira þyrfti því að berast í netfangið hronn@skeidgnup.is fyrir föstudaginn 8. apríl.

 

Við lagningu ljósleiðara
Sunnudagur, 3. apríl 2022

Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps

í Árnesi  5 apríl, 2022 klukkan 14.30.

Dagskrá

Mál til umræðu:

1. Loftslagsstefna staðan og næstu skref

2. Umsókn um leikskóladvöl utan lögheimilissveitarfélags

3. Bugðugerði 6

4. Húsnæðismál

5. Brautarholt notkun félagsheimilis

6. Gámasvæði

Gamall og góður
Föstudagur, 1. apríl 2022

Ráðstefnan Maturinn jörðin og við verður haldin 7. og 8. apríl nk. á Hótel Selfoss. Er hún haldin af félaginu Auður Norðursins í samstarfi við Byggðastofnun og Samtök sunnlenskra sveitarfélaga.

Sandá
Mánudagur, 28. March 2022

FUNDARBOÐ

Aðalfundur Ungmennafélags Gnúpverja  

verður haldinn þriðjudaginn 29.mars 2022 kl.20:00

í fundarherbergi skrifstofu Skeiða- og Gnúpverjahrepps í Árnesi

Dagskrá aðalfundar:

Ungmennafélag Gnúpverja
Fimmtudagur, 24. March 2022

Reglulega sendir Þjóðskrá Íslands okkur svokallaðar lykiltölur um sveitarfélagið. Í þessari skýrslu eru ýmsar forvitnilegar upplýsingar um aldur íbúa, fjölda íbúða, algengustu nöfnin og margt fleira. Fyrir þá sem hafa áhuga á að glugga í tölfræði um Skeiða-og Gnúpverjahrepp geta skoðað skýrsluna hér.

Háifoss og Granni
Mánudagur, 21. March 2022

Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps

í Árnesi  23. mars, 2022 klukkan 14:00.

 

Dagskrá

1. Umsókn um rekstur fjallaskála

2. Úthlutun beitarstykkja í Gnúpverjahrepp

3. Fjárhagsáætlun 2022. Staða rekstrar

4. Sundlaugar sveitarfélagsins

Reyniviður
Fimmtudagur, 17. March 2022

Þá er kominn út Gaukur, bústinn af fréttum, fróðleik, pistlum og auglýsingum. Blaðið má sækja hér

Gnúpverjahreppur
Mánudagur, 14. March 2022

Skrifstofa sveitarfélagsins verður lokuð í dag, mánudaginn 14. mars vegna veikinda starfsfólks. Reynt verður að svara tölvupóstum eins og hægt er.

Foss í Rauðá í Gjánni
Fimmtudagur, 10. March 2022

Hrunamannahreppur f.h. sex sveitarfélaga í samstarfi um seyruverkefni í Uppsveitum og nágrenni leita að jákvæðum og áhugasömum einstaklingi til starfa í afleysingum fyrir sveitarfélögin sem þjónustufulltrúi seyruverkefnis sveitarfélaganna.

Dreifing seyru

Pages