Allar fréttir

Fimmtudagur, 11. júní 2020

Því miður fellur sundnámskeiðið niður í dag, miðvikudaginn  10. júní, sem vera átti í Skeiðalaug. 

Brautarholt
Miðvikudagur, 10. júní 2020

Nú er komið að því að vera upp í  sveit dagana 12. -14. júni í Skeiða og Gnúpuverjahreppi. Bæklingumr með dagskránni og margs konar upplýsingum um hátíðina HÉR Einnig eru í þessum bæklingi upplýsingar um hreinsunarátakið í sveitarfélgainu í þessari viku þ.e. viku 24.  nú í júní. 

Hekla
Miðvikudagur, 10. júní 2020

Í nótt, aðfaranótt miðvikudags 10.júní frá kl. 01:00 - ca 02:30/45 kannski skemur, verður ef til vill netlaust hjá viðskiptavinum Símans. Verið er að skipta út búnaði hér í Árnesi og á Brautarholti. En þeir sögðust verða snöggir að þessu. Þá bendum við íbúum í Brautarholti á að viðgerð stendur yfir á heitavatnsdælunni og ekki er vitað hvenær henni lýkur en þangað til verður heitavatnslaust!

Gamall öðlingur á bílasýningu í Svíþjóð í fyrra. Ljósm. khg
Þriðjudagur, 9. júní 2020

Lokaður vegur á milli Húsatófta og Brúnavalla á Skeiðum í dag þann 9. júní. 2020 vegna vegaframkvæmda. Hjáleið opin um Álfstaðaveg.

Gæsir í oddaflugi
Þriðjudagur, 2. júní 2020

Laus eru til umsóknar staða grunnskólakennara í hlutastarf, í íþróttum (ekki sundi).í Þjórsarskóla  Kenndar eru 7 kennslustundir á viku í 1.-7. bekk, á miðvikudögum og fimmtudögum. Leitum að metnaðarfullum, sjálfstæðum og áhugasömum starfsmanni með þekkingu á skólastarfi og góð hæfni í mannlegum samskiptum er nauðsynleg. Umsóknarfrestur er til 16.06.2020. Upplýsingar gefur Bolette í síma 895-9660 eða sendið fyrirspurnir á bolette@thjorsarskoli.is

Þjórsárskóli
Föstudagur, 29. maí 2020

Komnar eru í gagnið tvær nýjar rafhleðslustöðvar við Félgasheimilin Árnes og Brautaholt  í Skeiða og Gnúpverjahreppi.  Þetta eru  tvær 22kw stöðvar sem ætlaðar eru fyrir allar gerðir rafbíla ( m.a. teslur). Fyrst um sinn eru þær gjaldfrjálsar þar sem þetta er liður í aðgerðum stjórnvalda og sveitarfélagsins  í loftslagsmálum og uppbyggingu innviða vegna orkuskipta í samgöngum. Íbúar og aðrir gjörið svo vel og nýtið ykkur þetta.  Það tekur um 3 klst að fullhlaða bifreiðna á meðf. mynd. 

Hleðslustöðin í Árnesi
Föstudagur, 29. maí 2020

Við leitum að áhugasömum námsmanni 18 ára eða eldri í sumarstarf í Uppsveitum Árnessýslu,
til að vinna að verkefnum tengdum heilsueflandi samfélagi og ferðaþjónustu.

Viðkomandi þarf að hafa áhuga á útivist, vera félagslyndur, sjálfstæður og lipur í samskiptum. 
Hafa færni í stafrænni miðlun og notkun samfélagsmiðla, þekking á svæðinu er kostur.
Í starfinu felst skemmtileg verkefnavinna, miðlun og kynning.
Sérstaklega áhugavert fyrir námsmenn í lýðheilsu-, íþrótta-  frístunda-,  ferðamála-, markaðsfræðum, menningarmiðlun eða öðrum skyldum greinum.

Í Gjánni í þjórsárdal
Þriðjudagur, 26. maí 2020

              Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi miðvikudaginn 27.maí  2020  kl. 16:00.

Dagskrá:

             Mál til umfjöllunar og afgreiðslu :

Leikskólinn Leikholt _ Mynd ekki tengd frétt
Mánudagur, 18. maí 2020

Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita bs. leitar eftir áhugasömum námsmanni, 18 ára og eldri, í verkefni við skönnun og skráningu á gögnum fyrir skipulags- og byggingarsvið. Starfið er hluti af atvinnuátaki sveitarfélaganna í samvinnu við Vinnumálastofnun, ætlað námsmönnum sem eru 18 ára og eldri sem eru á milli anna í námi, þ.e. er að koma úr námi og er skráður í nám að hausti.

Ráðningartíminn er a.m.k. tveir mánuðir og fellur innan tímabilsins 01. júní til 31. ágúst 2020. Skrifstofa embættisins er að Dalbraut 12 á Laugarvatni

Helstu verkefni:

Suðurland úr lofti séð
Föstudagur, 15. maí 2020
Nú er sveitarfélagið að fara af stað með verkefnið Heilsueflandi samfélag í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, og leitar nú til íbúa um að koma með tillögur að verkefnum sem tengjast hreyfingu og útiveru.
Gjáin í Þjórsárdal

Pages