Allar fréttir

Miðvikudagur, 4. desember 2019

Vakin er sérstök athygli á að næsti fundur sveitarstjórnar sem er nr 33. í röðinni, verður haldinn miðvikudaginn 11. desember kl 16:00.

Erindi fyrir fund þurfa að berast föstudag 6. desember.

Sveitarstjóri 

Sunnudagur, 1. desember 2019

Það var ljúf stemningin á aðventusamkomu í félagsheimilinu Árnesi þann 1. desember. Sr.Óskar sóknarprestur stýrði samkomunni af röggsemi. Sr Kristján Björnsson vísglusbiskup í Skálholti var ræðumaður, nemendur í Þjórsárskóla fluttu helgileik. Tilvonandi fermingarbörn fluttu einnig atriði. Kirkjukór Ólafsvalla- og Stóra-Núpssókna sungu nokkra jólasálma. Sóknarnefndir buðu öllum viðstöddum upp á myndarlegt veislukaffi að dagskrá lokinni. Samkoman var fjölmenn, nánast húsfylli. 

Svona eiga aðventusamokmur að vera. Gleðilega aðventu

Miðvikudagur, 27. nóvember 2019

Bláskógabyggð, Grímsnes-og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi,
Skeiða-og Gnúpverjahreppi, Flóahreppi og Ásahreppi
Aðalskipulagsmál.
Samkvæmt  1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynnt lýsing að eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu:

Gjáin Þjórsárdal.
Sunnudagur, 24. nóvember 2019

Það er tilefni til að gleðjast yfir því að íbúðum er fjölga í sveitarfélaginu. Þessa helgina voru sperrur reistar á þriggja íbúða raðhúsi við Bugðugerði 9 í Árneshverfi. Það er fyrirtæki Þrándarholtsbræðranna Arnórs og Ingvars, Þrándarholt sf sem stendur fyrir verkefninu. Tvær íbúðanna eru 100 fermetrar og ein 70 fermetrar.

 

Miðvikudagur, 20. nóvember 2019

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, og Kristófer Tómasson, sveitarstjóri skrifuðu þann 18. nóvember sl. undir viljayfirlýsingu um aðkomu stjórnvalda að húsnæðisuppbyggingu í Árnes- og Brautarholtshverfum. Með því verður unnið að fjölgun leiguíbúða í sveitarfélaginu en leiguhúsnæði skortir mjög í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Miðvikudagur, 20. nóvember 2019

Auglýst eftir umsóknum í húsafriðunarsjóð
Minjastofnun Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsafriðunarsjóði fyrir árið 2020.

Miðvikudagur, 20. nóvember 2019
Skrifstofustjóri ber ábyrgð á rekstri og stjórnun skrifstofu embættisins sem staðsett er á Laugarvatni. Skrifstofustjóri starfar sjálfstætt að því að leysa störf sín farsællega og af nákvæmni. Skrifstofustjóri er andlit embættisins gagnvart þeim sem leita eftir upplýsingum eða þjónustu og ber ábyrgð gagnvart stjórn UTU í öllum störfum sínum og ákvörðunum.
 
Starfslýsing
• Umsjón með útsendingu og móttöku reikninga
• Gerð uppgjörs í samvinnu við umsjónarsveitarfélagið
Uppsveitir Árnessýslu. Hekla í baksýn.
Sunnudagur, 17. nóvember 2019

32. sveitarstjórnarfundur

Fundarboð

Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps

í Árnesi  20 nóvember, 2019 klukkan 08:30.

 

Dagskrá

Mál til umfjöllunar og afgreiðslu

1. Rauðikambur samkomulag

2. Gjaldskrá Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2020

Þriðjudagur, 12. nóvember 2019

Þessa dagana er verið er að leggja síðustu hönd á nýjan veg að Hjálparfossi. Vegurinn er hinn glæsilegasti, rammlega upp byggður, breiður og lagður bundnu slitlagi. Hið mesta prýði. Afleggjarinn tengist Þjórsárdalsvegi nokkru vestar en sá gamli. Auk þess hefur verið sett upp salerni við bílastæðið hjá fossinum. Það kemst í gagnið innan tíðar.  Fossinn og umhverfi hans skartar sínu fegursta í haustblíðunni, eins og þeir vita sem til þekkja

Mánudagur, 4. nóvember 2019

Árnesi, 4 nóvember, 2019

31. sveitarstjórnarfundur

Fundarboð

Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps

í Árnesi  6. nóvember, 2019 klukkan 09:00.

 

Dagskrá

Mál til umfjöllunar og samþykktar

1. Búsetuúrræði

Pages