Allar fréttir

Fimmtudagur, 7. March 2019

 Í Áneshverfi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi eru lausar til umsóknar
eftirtaldar einbýlishúsalóðir:
Hamragerði 3 stærð 1.173 m2.
Hamragerði 4 stærð 1.031 m2.
Hamragerði 5 stærð 1.165 m2.
Hamragerði 9 stærð 1.088 m2.
Hamragerði 10 stærð 1.66 m2
Hamragerði 12 stærð 1.074 m2.
Hamragerði 14 stærð 1.156 m2.

Gatan var malbikuð síðastliðið sumar og verður gengið frá gangstígum á komandi vori. Hitaveita er á staðnum sem og ljósleiðari.

Árneshverfið - grunnskólinn t.h.
Fimmtudagur, 7. March 2019

Skeiða- og Gnúpverjahreppur auglýsir starfs forstöðumanns þjónustustöðvar laust til umsóknar. Verkefni forstöðumanns

  • Umsjón og eftirlit með eignum sveitarfélagsins. Þar eru meðtaldar fasteignir,gatna- og veitukerfi auk landssvæða.
  • Umsjón framkvæmda
  • Umsjón Sorpþjónustu
  • Rekstur áhaldahúss
  • Umsjón vinnuskóla
  • Samskipti við verktaka
  • Önnur tilfallandi verkefni í samráði við sveitarstjóra

Menntunar – og hæfniskröfur

Úr Þjórsárdal
Laugardagur, 2. March 2019

Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi miðvikudaginn 6. mars 2019  kl. 09:00. Dagskrá:

             Mál til umfjöllunar og afgreiðslu :

1.     Samþykkt um Skeiða- og Gnúpverjahrepp grein.40. Breyting. Seinni umræða.

2.     Húsnæðisáætlun Skeiða- og Gnúpverjahrepps. 2019-2025.

3.     Fjárfestingaáætlun 2019. Viðauki- húsnæðiskaup.

4.     Úthlutun lóðar í Brautarholti.

5.     Samþykkt um búfjárhald- dýravelferð.

6.     Samþykkt um meðhöndlun úrgangs.

Malbikunarframkvæmdir í Hamragerði í Árneshverfi
Mánudagur, 11. febrúar 2019

Fréttabréfið er komið á vefinn LESA HÉR . Fréttir, auglýsingar og fleira.

Árnes
Mánudagur, 11. febrúar 2019

Laus staða kennara í  Þjórsárskóla. 100% staða í afleysingum frá 18. mars til loka skólaársins. Kennslugreinar eru stærðfræði, náttúrufræði, samfélagsfræði,umsjón, heimilisfræði og útinám.

 Umsóknarfrestur til 25. febrúar 2019. Nánari upplýsingar veitir Bolette Höeg Koch skólastjóri sími 895 9660 netfang : bolette@thjorsarskoli.is

Þjórsárskóli
Fimmtudagur, 7. febrúar 2019

Við hjá Íþrótta og Ólympíusambandi Íslands ( ÍSÍ) viljum vekja athygli ykkar á að skráning er hafin í Lífshlaupið, heilsu og hvatningarverkefni sem ræst verður í 12. sinn miðvikudaginn 6. febrúar næstkomandi.

Hitað upp fyrir hlaup
Fimmtudagur, 7. febrúar 2019

Sjóðurinn hefur það hlutverk að veita verkefnastyrki á sviði nýsköpunar og menningar á Suðurlandi. Markmið Uppbyggingarsjóðs Suðurlands:

Að styðja við verkefni sem efla fjölbreytileika atvinnulífs og jákvæða samfélagsþróun á Suðurlandi

Að efla menningarstarfsemi og listsköpun á Suðurlandi

Að styðja við atvinnuskapandi og/eða framleiðniaukandi verkefni á Suðurlandi

Uppbygginarsjóður Suðurlands
Sunnudagur, 3. febrúar 2019

             Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi miðvikudaginn 6.febrúar 2019  kl. 09:00.

Dagskrá:   Mál til umfjöllunar og afgreiðslu :

1.     Beislun vindorku. Stefán K. Sveinbjörnsson verkefnisstjóri hjá Landsvirkjun mætir til fundar.

2.     Sultartangastöð aflaukning. Beiðni um umsögn.

3.     Þóknanir til sveitarstjórnarfulltrúa. Framhald frá fundi nr. 13.

Miðvikudagur, 23. janúar 2019

Sveitarfélög á Suðurlandi áforma að senda sorp frá svæðinu utan til brennslu í evrópskum sorpbrennslustöðvum í framhaldi af þeirri ákvörðun SORPU að hætta að taka við sunnlensku sorpi til urðunar í Álfsnesi. Samhliða þessu eru aðgerðir hafnar til að auka flokkun úrgangs á upprunastað til að tryggja að auðlindir í úrganginum nýtist sem best.

Þrettándabrenna á Selfossi 2019
Miðvikudagur, 23. janúar 2019

Bugðugerði 7a í Árneshverfi er til langtíma leigu. Lesa hér Um er að ræða snyrtilega 2ja herbergja íbúð í viðarklæddu parhúsi. Íbúðin er staðsett í Árnesi og er laus til langtímaleigu.

Bugðugerði 7a er staðsett hér

Pages