Allar fréttir

Miðvikudagur, 23. febrúar 2022

Hætt verður að boða í Covid 19 bólusetningar, en boðið verður upp á bólusetningar reglulega í opnu húsi.  Einstaklingar eru beðnir um að fylgjast sjálfir með því hvenær tími er kominn á skammt nr. 2 ( eftir 3-5 vikur) eða skammt nr. 3 í örvunarbólusetningu og mæta í opið hús í  Félagsheimilinu Þingborg í Flóahreppi - Næsta opna hús er auglýst inni á hsu.is undir appelsínugula covid-flipanum

Örvunarbólusetning (bólusetning nr.3):

Allt á kafi í snjó
Mánudagur, 21. febrúar 2022

Enn ein lægðin að koma yfir okkur í kvöld, mánudag 21.02. og  frameftir degi á morgun, þriðjudag 22.2. Við biðlum til íbúa að huga vel að sínu og athuga með að bílar séu eins vel staðsettir og  aðgengilegir eins og kostur er í stöðunni!  Sjá veðurspá hér neðar: 

Veðurspáin:

Vindaspáin 21.-22.2 2022
Mánudagur, 21. febrúar 2022

Another depression to come over us tonight, Monday  21.02. and before noon tomorrow, Tuesday 22.2.
We ask residents to take good care of themselves and check that cars are as well located and accessible

The "Weather"
Mánudagur, 21. febrúar 2022

Eftir óvenju langa fæðingu er loksins kominn fyrsti Gaukur ársins, með fréttir, fróðleik og fundarboð. Hann má finna hér (en öll útgefin fréttabréf má finna undir sveitarfélagið-útgefið efni - fréttabréfið)

Hekla
Mánudagur, 14. febrúar 2022

75. sveitarstjórnarfundur

Fundarboð

Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps

í Árnesi  16. febrúar, 2022 klukkan 14:00.

 

Dagskrá

Mál til umræðu:

1. Umsókn um skólavist utan sveitarfélagsins

Grænihryggur
Miðvikudagur, 9. febrúar 2022

Eftirfarandi er skipulagsauglýsing sem birtist í dag, 9. febrúar 2022 í Dagskránni, Fréttablaðinu og Lögbirtingarblaðinu. Auglýsinguna í heild sinni og fylgigögn með hverju máli fyrir sig er að finna á heimasíðu Umhverfis- og Tæknisviðs Uppsveitanna:  https://www.utu.is/skipulagsauglysing-sem-birtist-9-februar-2022/

 

 

Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur eftirfarandi deiliskipulagsáætlana:

Teikning og skipulag
Miðvikudagur, 9. febrúar 2022

Af óviðráðanlegum orsökum verður skrifstofa Skeiða- og Gnúpverjahrepps í Árnesi, lokuð fyrir hádegi fimmtudaginn 10. febrúar. Eftir ófærð og óveður síðustu daga eru starfsstúlkur sveitarfélagsins orðnar nokkuð sjóaðar í fjarvinnu, síminn er opinn og við reynum eftir fremsta megni að svara bæði símtölum og tölvupóstum eins fljótt og vel og hægt er. Skrifstofan verður svo opin eftir hádegi eins og venjulega. 

Skógarskýlið í Þjórsárdal í sumarblíðu
Sunnudagur, 6. febrúar 2022

 

Í ljósi slæmrar veðurspár fyrir morgundaginn, mánudaginn 7. febrúar, fellur niður kennsla í Þjórsárskóla, Leikskólinn Leikholt verður lokaður og ekki er gert ráð fyrir að opið verði á skrifstofu sveitarfélagsins. 

Við biðlum til fólks að huga að lausamunum og öðru sem fokið getur.

Úr eftirsafni 2020
Laugardagur, 5. febrúar 2022

Gámasvæðinu í Árnesi var lokað rétt í þessu vegna veðurs og verður lokað í Brautarholti seinnipartinn líka.

Föstudagur, 4. febrúar 2022

Hrunamannahreppur óskar eftir starfsmanni í 100% starf í áhaldahúsi Hrunamannahrepps. Meginstarfið felst í akstri og umsjón hreinsibifreiðar auk tengdra verkefna vegna hreinsunar á seyru í Uppsveitum og síðan almenn störf á vegum áhaldahússins. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi meirapróf og hafi reynslu vegna skráningar upplýsinga í tölvukerfi og meðferð vinnutækja.  Laun og ráðningarkjör eru skv. kjarasamningum Félags opinberra starfsmanna og nánara samkomulagi. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Dreifing seyru

Pages