Allar fréttir

Miðvikudagur, 17. apríl 2019

Aðalfundur Afréttarmálafélags Flóa og Skeiða verður haldinn þriðjudaginn 23. apríl nk í Þingborg.

Fundurinn hefst kl 20:30.

Hefðbundin aðalfundarstörf

 

Stjórnin

Sunnudagur, 14. apríl 2019

  

Fundarboð

Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps

í Árnesi  17 apríl, 2019 klukkan 09:00

Dagskrá

Mál til umfjöllunar og afgreiðslu:

1. Aðalskipulag 2017-2029 Viðbrögð við Skipulagsstofnun

2. Tilboð til sveitarfélagsins í lóðir

3. Fjárhagsmál- viðauki við fjárhagsáætlun.

Þriðjudagur, 9. apríl 2019

Út er komin skýrsla afmælisnefndar aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands þar sem m.a. má finna upplýsingar um framkvæmd afmælisársins og yfirlit yfir öll verkefni sem skráð voru á dagskrá afmælisársins.

Helstu niðurstöður:

Gjáin í Þjórsárdal
Þriðjudagur, 9. apríl 2019

Um þessar mundir er verið að senda út til sumarhúsaeigenda í Skeiða- og Gnúpverjahreppi,  sorpkort og flokkunarhandbók ásamt ýmsum upplýsingum um sorpmál og flokkun  í sveitarfélaginu. Meðal annars  í bréfinu er  sumarhúsaeigendum gefinn kostur á að kaupa sér svonefndan "Hörputurn" til afsetningar á lífrænum úrgangi. Kostar hann 20.000,- með niðursetningu sem starfsmenn sveitarfélgasins myndu sjá um að gera. Hægt er að hafa hann í námunda við sumarhúsið og eykur þessi aðferð til muna  flokkun og er afar þægileg en allt of mikið er um að matarúrgangi sé hent í almennt sorp.

Haustlitir í  Sámstaðamúlanum  fyrir ofan Stafkirkju við Þjóðveldisbæinn
Miðvikudagur, 3. apríl 2019

Í Brautarholti, þann 8. apríl kl. 20:30 býður Landgræðslan  til kynningar - og samráðsfundar um verkefnið GróLind, mat og vöktun á gróður- og jarðvegsauðlindum Íslands. Á fundinum verður fjallað um aðferðafræði verkerfnisins m.a. ástandsmat, þróun sjálfbærnivísa fyrir landnýtingu, kortlagningu beitilanda, beitaratferli suðfjár ( GPSkindur) og samstarf við landnotendur.

Landgræðslan hvetur fólk til að mæta og taka virkan þátt í þróun verkefnisins.

Mánudagur, 1. apríl 2019

Boðað er til 18. fundar í sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps í Árnesi  3. apríl, 2019 klukkan 09:00  Dagskrá:

Mál til umfjöllunar og afgreiðslu:

1. Velferðarþjónusta Árnesþings. Sigrún Símonardóttir mætir til fundarins

2. Reykholt - Umsögn - umhverfismat

3. Aðalskipulag Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2029. Viðbrögð við bréfi Skipulagsstofnunar

4.  Nýtt vegstæði að Hjálparfossi

5. Færsla á Sultartangabrú og veglagning

Miðvikudagur, 27. March 2019

Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða- og Gnúpverjahreppi, Flóahreppi og Ásahreppi

Aðalskipulagsmál Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynntar skipulagslýsingar fyrir eftirfarandi aðalskipulagsbreytingar: 

  1. Breyting á aðalskipulagi Ásahrepps 2010-2022, Miðmundarholt 1-6. 

   Kynnt er skipulagslýsing vegna fyrirhugaðrar breytingar á aðalskipulagi Ásahrepps 2010-2022.

Úr Skeiða- og Gnúpverjahreppi
Föstudagur, 22. March 2019

Matreiðslumann vantar í 100% starfshlutfall frá og með næsta skólaári. Starfið felst í:

  • Daglegri matreiðslu á hollum og fjölbreyttum mat fyrir grunnskóla, leikskóla og eldri borgara
  • Pöntun og innkaupum frá birgjum
  • Ábyrgð á birgðahaldi
  • Gerð fjárhagsáætlunar í samvinnu við skólastjóra
  • Önnur störf sem falla til í eldhúsi.

 

Umsóknarfrestur er til 5. apríl.

Flúðaskóli
Miðvikudagur, 20. March 2019

Sveitarfélagið hyggst festa kaup á allt að tveimur nýjum íbúðum í þéttbýliskjörnunum við Árnes og í Brautarholti. Afhending fari fram fyrir árslok 2019. Eigi síðar en í byrjun árs 2020. Auglýst er hér með eftir tilboðum. Tilgreina þarf eftirfarandi í tilboði.

Verð og stærð íbúða.

Val á byggingarefni.

Reynsla og réttindi viðkomandi í byggingariðnaði.

Staðfesting um full skil á opinberum gjöldum og öðrum vörslugjöldum

Árneshverfið
Sunnudagur, 17. March 2019

            Í félagsheimilinu Árnesi er leikverkið Nanna systir eftir Kjartan Ragnarsson og  Einar Kárason í leikstjórn Arnar Árnasonar sýnt um þessar mundir við góðar undirtektir.

Stórskemmtileg sýning sem enginn ætti að missa af. Valinn einstaklingur er í hverju hlutverki. Frammistaða leikaranna er afbragðsgóð. Það er Leikdeils Ungmennafélags Gnúpverja sem stnedur fyrir sýningunni. Deidin setur upp leikrit annan hvern vetur af miklum myndarskap.

Leikendur og yngsti leikhúsgesturinn ( viku gömul stúlka)

Pages