Allar fréttir

Mánudagur, 11. júní 2018

            Boðað er til 1. fundar í sveitarstjórn  Skeiða -og Gnúpverjahrepps

í Árnesi miðvikudaginn 14. júní kl.14:00 2018
Dagskrá:  Mál til umfjöllunar og afgreiðslu:

Þjórsárstofa.
Föstudagur, 1. júní 2018

Áfangastaðaáætlun Suðurlands er unnin með því markmiði að sameina hagaðila í ferðaþjónustu, móta framtíðarsýn fyrir svæðið í heild sinni og stefnu til að ná henni. Áfangastaðaáætlun er tækifæri fyrir sveitarfélög, ferðamálasamtök, ferðaþjónustufyrirtæki og aðra hagaðila í ferðaþjónustu til að fara fram sameiginlega og í samstarfi til næstu ára og byggja þannig ofan á þá vinnu sem þegar hefur átt sér stað við gerð áfangastaðaáætlunar. 

Hjálparfoss
Föstudagur, 1. júní 2018

Því miður verður kaldavatnslaust frá Árnesveitu kl. 10 í dag  og eitthvað fram eftir degi. Unnið er við tengingar á stofnæð og beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda, en þessi aðgerð er óhjákvæmileg og tekur  vonandi fljótt af.

 

Viðgerð á vatnsveitu
Fimmtudagur, 31. maí 2018

Þjórsárskóla var slitið í dag 31 maí í félagsheimilinu Árnesi. Í ræðu skólastjóra Bolette Hoeg Koch kom fram að skólastarfið hefur gengið vel á skólaárinu, en 47 nemendur hafa stundað nám við skólann í vetur og verða að öllum líkindum jafnmargir næsta vetur. Kennsla fer fram í 1-7 bekk í skólanum. Nemendum hefur heldur fjölgað á síðustu árum. Við skólaslitin söng allur nemendahópurinn nokkur lög undir stjórn Guðmundar Pálssonar tónlistarkennara.

Þriðjudagur, 29. maí 2018

Skeiða- og Gnúpverjahreppur óskar eftir íbúðarhúsnæði til leigu fyrir starfsmann veturinn 2018-2019. Frá 20. ágúst til 1.  júní 2019.

Nánari upplýsingar veitir sveitarstjóri í síma 486-6100 netfang kristofer(hja)skeidgnup.is

 

 

 

Í Þjórsárstofu
Þriðjudagur, 29. maí 2018

Laus staða kennara í  Þjórsárskóla.
100% staða í afleysingum til eins árs.
Kennslugreinar eru stærðfræði, náttúrufræði, enska og danska í 6.-7. Bekkur í samkennslu.
Umsóknarfrestur til 12. júní 2018.

Nánari upplýsingar veitir Bolette Höeg Koch skólastjóri sími 895 9660 netfang : bolette@thjorsarskoli.is

Þjórsárskóli
Sunnudagur, 27. maí 2018

Úrslit sveitarstjórnarkosninga í Skeiða- og Gnúpverjahreppi liggja fyrir.

A – Listi Afls til uppbyggingar, 103 atkvæði. Einn maður kjörinn.

G- Listi Grósku, 77 atkvæði. Einn maður kjörinn.

O- Listi – Okkar sveitar, 156 atkvæði. Þrír menn kjörnir.

Eftirtaldir einstaklingar eru réttkjörnir fulltrúar í sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps til næstu fjögurra ára :

Fyrir A – Lista : Ingvar Hjálmarsson, bóndi Fjalli.

Fyrir G – Lista : Anna Sigríður Valdimarsdóttir náttúrufræðingur, Stóra-Núpi.

Föstudagur, 25. maí 2018

Sveitarstjórnarkosningar í Skeiða- og Gnúpverjahreppi fara fram laugardaginn 26. maí 2018.
Kosið verður í Félagsheimilinu Árnesi. Kjörfundur hefst kl. 10.00 og lýkur kl. 22.00.
Kjósendur eru minntir á að hafa meðferðis persónuskilríki með mynd ogframvísa ef óskað er.
Atkvæði verða talin á sama stað, strax að kjörfundi loknum.

Kjörstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Félagsheimilið Árnes.  Kjörstaður 2018
Föstudagur, 25. maí 2018

Have an effect on your local community by voting in the municipal elections on 26 May.
We are fortunate to be able to vote - let’s use our voting rights.
Remember to vote in the municipal elections on 26 May in Árnes. 

Pólska

Miej wpływ na swoją lokalną społeczność i weź udział w wyborach samorządowych dnia 26 maja br.

Doceńmy prawo wyborcze i nie lekceważmy go.

Pamiętaj, aby oddać głos w wyborach samorządowych dnia 26 maja br. In Árnes.

 

Hekla
Þriðjudagur, 22. maí 2018

Borað verður fyrir turnum fyrir lífrænan úrgang  á næstu dögum. Góðfúslega látið  vita hér á skrifstofunni ef  þessa þjónustu vantar. Annað hvort í síma 486-6100  eða á kidda@skeidgnup.is

Turn fyrir lífrænan úrgang.

Pages