- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Í dag var fyrsta skóflustungan tekin að Fjallaböðunum í Þjórsárdal. Það voru þau Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Grímur Sæmundsen forstjóri Bláa Lónsins, Haraldur Þór Jónsson sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Magnús Orri Marínarson Schram framkvæmdarstjóri Fjallabaðanna sem tóku saman skóflustunguna.
Vegna fyrstu skóflustungunnar við Fjallaböðin í Þjórsárdal, verður skrifstofa Skeiða-og Gnúpverjahrepps lokuð eftir hádegi, fimmtudaginn 3. nóvember
Fimmtudaginn 3. nóvember verður tekin fyrsta skóflustungan að Fjallaböðunum í Þjórsárdal sem áætlað er að opni árið 2025.
Um er að ræða baðstað og hótel þar sem samspil náttúru og hönnunar á sér engan líkan í ægifögru umhverfi Þjórsárdals.
Einnig verða kynnt áform um frekari uppbyggingu þjónustu á svæðinu sem koma til með að styðja enn frekar við upplifun gesta. Þar má nefna gestastofu, veitingaaðstöðu, fjölbreytta gistimöguleika, sýningarhald og upplýsingamiðstöð.