Nýja brúin yfir Þjórsá nú líka opin ríðandi umferð

Opnað hefur verið fyrir umferð hestafólks um brú yfir Þjórsá ofan Þjófafoss. Þar með er síðasta áfanga við byggingu brúarinnar lokið. Nýbyggð brú yfir Þjórsá tengir saman Landsveit og útivistarsvæði í Búrfellsskógi við rætur Búrfells. Með henni opnast gott aðgengi að Búrfellsskógi og er nú einungis um 500m löng leið af nýju bílastæði á austurbakka Þjórsár yfir að Búrfellsskógi.

Gleði Gaukur upp í sveit

Þá er kominn út júní Gaukur, með dagskrá sumarhátíðarinnar Upp í sveit   sem framundan er dagana 17. - 19. júní. Þar má líka finna göngudagskrá sumarsins, smá um kirkjur, smá um hestamennsku og svo auðvitað eitthvað smá um ruslið eins og venjulega og margt fleira. Vegna hátíðarinnar verður Gauknum dreift á pappírsformi á öll heimili að þessu sinni svo allir geti smellt dagskrá Upp Í Sveit á ísskápinn hjá sér. Gauknum er svo auðvitað dreift um alla heimsbyggðina hér á internetinu og hann má finna hér.

1. sveitarstjórnarfundur

Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps

í Árnesi  1 júní, 2022 klukkan 16:00.

Dagskrá

Mál til umræðu: