Nýja brúin yfir Þjórsá nú líka opin ríðandi umferð
Opnað hefur verið fyrir umferð hestafólks um brú yfir Þjórsá ofan Þjófafoss. Þar með er síðasta áfanga við byggingu brúarinnar lokið. Nýbyggð brú yfir Þjórsá tengir saman Landsveit og útivistarsvæði í Búrfellsskógi við rætur Búrfells. Með henni opnast gott aðgengi að Búrfellsskógi og er nú einungis um 500m löng leið af nýju bílastæði á austurbakka Þjórsár yfir að Búrfellsskógi.