Fréttir

Velferðarþjónustan óskar eftir starfsmanni við stuðningsþjónustu og félagslega heimaþjónustu

 Velferðarþjónusta Árnesþings í Laugarási óskar eftir starfsmanni við stuðningsþjónustu / félagslega heimaþjónustu.

Um er að ræða allt að 80 % stöðu, viðkomandi þarf að geta byrjað sem fyrst.
Greitt er samkvæmt kjarasamningi Félags opinbera starfsmanna á suðurlandi.

Helstu verkefni og ábyrgðarsvið:

Sundleikfimi eldri borgara

Sundleikfimi eldriborgara í Skeiða og Gnúpverjahreppi hefjast núna í september.

Kennt verður í sex skipti í Skeiðalaug, á fimmtudögum kl.16:30-17:10.

Kennari verður Árni Þór Hilmarsson frá Flúðum.

Fyrsti tíminn er 22.september, og síðasti tíminn 27.október.

Skemmtileg vinna í boði við liðveislu - frábær fyrir skólafólk

Velferðarþjónusta Árnesings leitar að  ábyrgum einstaklingum til þess að vera liðveitendur

Hvað gera liðveitendur?
Félagsleg liðveisla er fyrir einstaklinga með fötlun sem þurfa persónulegan

Skrifstofan lokuð föstudaginn 9. september

Skrifstofa sveitarfélagsins verður lokuð föstudaginn 9. september vegna rétta og öðru því tengdu - ef einhver brýn erindi koma upp má hafa samband við sveitarstjórann beint í síma 779-3333

Við óskum íbúum og gestum þeirra gleðilegrar réttarhelgar - en minnum alla á að fara varlega í umferðinni nú þegar tekið er að skyggja á kvöldin og margir á ferli bæði gangandi og ríðandi - svo allir komist nú heilir heim.

Boðað er til 5. sveitarstjórnarfundar

Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps

í Árnesi  7 september, 2022 klukkan 09:00.

Dagskrá

1. Forsendur fjárhagsáætlana 2023-2026

Lausar kennarastöður í Leikholti

Leikskólinn Leikholt í Brautarholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi leitar að drífandi kennurum. Leikskólinn er staðsettur í um 20 mínútna fjarlægð frá Selfossi.

Skipulagsauglýsing

Samkvæmt 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar niðurstaða sveitarstjórnar vegna óverulegrar breytingar á aðalskipulagi.

Strengur veiðihús L166685; Skarð 1 og 2 við Stóru-Laxá (svæði AF4); Aðalskipulagsbreyting – 2206009

Fjallskil á Gnúpverjaafrétti 2022

Lagt verður upp í Sandleit miðvikudaginn 31. ágúst. og í eftirsafn  miðvikudaginn. 14. september.

Guðmundur Árnason mun mun stjórna smalamennskum þetta haustið, bæði sem fjallkóngur í fjallsafni og foringi í eftirsafni. Fjallskilasjóður sér fyrir mat og heyi í allar leitir.

Skaftholtsréttir eru föstudaginn 9. september og verður safnið rekið inn kl. 11.00.

Íbúafundur um framtíðarsýn Skeiðalaugar

Þriðjudaginn 23. ágúst kl. 20:00 verður haldinn fundur í Skeiðalaug þar sem rætt verður hvernig við viljum sjá Skeiðalaug til framtíðar og hvaða möguleika við höfum til að efla þjónustu í Brautarholti tengt sundlauginni. Við munum skoða húsnæðið og aðstöðuna sem er til staðar og velta upp ýmsum hugmyndum um hvernig við getum breytt starfseminni.

Boðað er til 4. sveitarstjórnarfundar

4. Sveitarstjórnarfundur

Fundarboð

Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps

í Árnesi  17 ágúst, 2022 klukkan 09:00.