Tímabundin kennsla við Flúðaskóla - enska

Flúðaskóli auglýsir eftir enskukennara í 50 % starf í 6 vikur frá og með 19. október 2015. Um er að ræða 10 kennslustundir í ensku á yngsta – og miðstigi og 3 kennslustundir stuðningskennsla. Nánari upplýsingar veitir Guðrún Pétursdóttir skólastjóri í síma 480 6610 eða í tölvupósti gudrunp@fludaskoli.is

Leikskólakennara vantar í Leikholt frá og með 1. nóv. 2015

Leikskólinn Leikholt óskar eftir að ráða leikskólakennara frá og með 1. nóvember 2015. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem er tilbúinn til að taka þátt og leiða áfram gott faglegt starf í skólanum.

Menntun og hæfniskröfur:

Kaldavatnsveitan í Árnesi komin í lag, að hluta

Kaldavatnslaust var í Árnesveitu vegna bilunar í dælu en er nú komið að mestu aftur.

Viðgerð  er lokið  í bili og   beðist er velvirðingar á þeim óþægindum  er af þessu hlutust en einhverjir mega þó enn búa við lélegan þrýsting  en vonandi verður það þó ekki mjög lengi en gæti orðið fram á morgundaginn. 

Leikskólakennara vantar í Leikholt frá og með 1. nóv. 2015

Leikskólinn Leikholt óskar eftir að ráða leikskólakennara frá og með 1. nóvember 2015. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem er tilbúinn til að taka þátt og leiða áfram gott faglegt starf í skólanum.

Menntun og hæfniskröfur:

Meginverkefni:

Frekari upplýsingar veitir Elín Anna Lárusdóttir, sími 486-5586/895-2995 og áhugasamir geta sent umsóknir á netfangið leikskoli@skeidgnup.is.

Skrifstofan lokuð 24. og 25. september

Skrifstofa sveitarfélagsins í Árnesi  verður lokuð dagana 24. -25 september  n.k. ( fimmtudag og föstudag.) vegna fjármálaráðstefnu sveitarfélganna sem haldin er í Reykjavík. Starfsfólk skrifstofunnar sækir þá ráðstefnu. Sími í Áhaldahúsinu er 893-4426  eða 486-6118.  Ef erindi eru brýn er hægt að senda tölvupóst á kristofer@skeidgnup.is eða hringja í síma 861-7150. Einnig geymir heimasíðan www.skeidgnup.is upplýsingar um sveitarfélagið.

Almennur smaladagur 26. september 2015

Almennur smaladagur þann 26. september  og skilare´tt í Skaftholtsréttum 27. sept. kl. 10:00

Landeigendur eru minntir á 40. grein fjallskilasamþykktar sem áður var grein 41 í eldri samþykktinni,  þar segir m.a.“Hverjum bónda ber að hreinsa vel heimalönd sín af öllum óskilum við hverja almenningssmölun og halda öllu fé annarra sem best til skila”.  Sjá má fjallskilareglugerð í markaskrá, og eru landeigendur hvattir til að kynna sér hana.

Tafir á umferð fimmtudag, föstudag og laugardag

Dagana 10., 11. september verða óhjákvæmilegar tafir á umferð á vegi nr. 32  Þjórsárdalsvegi og  12. sept.  á vegi nr. 30  Skeiðavegi.  Fimmtudaginn 10. sept.  frá kl. 13 - 16 verða þeir sem eru að koma frá Búrfelli og ofar að vera á eftir fjárrekstri frá Fossárbrú og að Ásólfsstöðum en komast þá framhjá  frá  ca kl. 16– 18:30 en úr því er engan veginn hægt að fara fram úr  fyrr en við Fossnes um kl. 21:00. (Hjáleið er þó fær niður Landsveit með því  að fara yfir Þjórsá við Sultartanga.) 11. sept. Skaftholtsréttir.  Vegur lokaður frá Fossnesi að Skaftholtsréttum frá kl. 07:30 —12  ( hjáleið fær um Löngudælaholt, gamla þjóðveginn.) Kl. 16—20 lokaður vegur frá Árnesi að Reykjaréttum en tafir ef ekið er frá Reykjaréttum  í Árnes. Hjáleið Landsveit um Þjórsárbrú við Sultartanga.  12. sept. Reykjaréttir.  Tafir geta orðið á  vegi nr. 30 Skeiðavegi frá kl. 13 og eitthvað fram eftir degi vegna fjárrekstra bænda úr Reykjaréttum.

Seinni ferð STRÆTÓ fellur niður 11. sept. úr Árnesi

Seinni ferð Strætó  kl.16:22   Árnes -  Sandlækjarholt  - Árnes.  LEIÐ 76  fellur því miður niður  föstudaginn 11. sept vegna fárreksturs  á vegi nr. 32  Þjórsárdalsvegi.

Fréttabréf september 2015 komið út

Fréttabréf september  er komið út  lesið hér  þar eru auglýsingar um dansleiki, tónleika, Yoga, leikifimi og á bls. 3 er auglýsing fyrir ökumenn dagana 10., 11. og 12. september . En þá daga geta orðið verulegar tafið á umferð á  þjóðvegum nr. 30 og 32 Skeiðavegi og þjórsárdalsvegi þessa dag. Einnig auglýst á síðu Vegagerðarinnar og lögreglunnar ásamt auglýsingu í Dagskránni og  hér á heimasíðunni.  Fylgist  vel með því t.d seinnipart fimmtudagsins 10. sept er vegurinn svo að segja lokaður frá Haga  að Fossnesi til kl. 21:00 um kvöldið.

Gámasvæðið í Árnesi flutt

Gámasvæðið við Árnes hefur verið flutt.   Nú stendur það við E– götu vestan Suðurbrautar í  Árnesi. 

Opið eins og áður:  þriðjudaga kl. 14:00 - 16:00   laugardaga  kl.  10:00 - 12:00

Gámasvæðið við Brautarholti er á sínum stað.  þar er opið:

miðvikudaga     kl .  14:00 - 16:00  

laugardaga    kl.   13:00 - 15:00