Gleði og glaumur á Uppsprettunni
Byggðahátíðin Uppsprettan var haldin í Skeiða – og Gnúpverjahreppihelgin 18. -19. júní s.l. Meðal atriða voru leikhópurinn Lotta, pöbbakvöld með Magga Kjartans, handverkssýningin ,,Bjástrað á bæjunum“ , myndgáta og ratleikur auk hoppukastala og klifurveggs. Auk þess var heimsmeistaramótinu í fótboltanum gerð skil á stóra tjaldinu á laugardeginum.