Tilhögun þjónustu í sveitarfélaginu þar til annað verður ákveðið
Eins og kunnugt er hafa sóttvarnarráðstafanir í landinu vegna Kórónuveirufaraldursins verið hertar. Eftir föngum verður tekið mið af því í starfsemi Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Skrifstofa sveitarfélagsins verður opin með hefðbundnum hætti. Þeir sem eiga erindi á skrifstofuna eru samt sem áður hvattir til að nota tölvupóst skeidgnup@skeidgnup.is eða síma 486-6100 í samskiptum við skrifstofuna frekar en heimsókn.