Nýr miðlunartankur kaldavatnsveitu tekinn í notkun 20.11.2020

Föstudaginn 20. nóvember var nýr miðlunartankur í Árnes kaldavatnsveitu  tekinn í notkun.  Með þessari aðgerð ætti öryggi vatnsbúskapar veitunnar að verða mun betra en það hefur verið og er það vel!

Fundarboð 51. fundar sveitarstjórnar 25. nóvember 2020

51. sveitarstjórnarfundur- Fundarboð  Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps í Árnesi eða í Teams fjarfundabúnaði ef þörf gerist. 25 nóvember, 2020 klukkan 16:00.

Dagskrá:

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL

Ásahreppur, Flóahreppur, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur og Skeiða-og Gnúpverjahreppur.

Aðalskipulagsmál Samkvæmt 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru kynntar skipulagslýsingar eftirfarandi skipulagsáætlana.

Sérstakur íþrótta- og tómstundastyrkur vegna Covid-19

Opnað hefur verið fyrir umsóknir á sérstökum íþrótta- og tómstundastyrkjum fyrir börn sem búa á tekjulægri heimilum þar sem markmiðið er að jafna tækifæri þeirra til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Styrkirnir koma til viðbótar hefðbundnum íþrótta- og tómstundastyrkjum sveitarfélaga. Alls verður um 900 milljónum króna varið í verkefnið árin 2020 og 2021 en Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, kynnti aðgerðina í vor og er hún hluti af aðgerðapakka sem ætlað er að veita mótvægi vegna þeirra áhrifa sem Covid-19 faraldurinn hefur haft á afkomu efnaminni heimila í landinu. Í framhaldinu verður ráðist í vitundavakningu í samstarfi við menntamálaráðuneytið, sveitarfélög, Íþróttasamband Íslands og Ungmennafélag Íslands.

Sveitarstjórnarfundi frestað

51. sveitarstjórnarfundi sem halda átti þann 18. nóvember hefur verið frestað til 25. nóvember kl. 16.00. Engu að síður verður sveitarstjórn með vinnufund þann 18. þar sem farið er í vinnu við fjárhagsáætlun.

Fréttabréf nóvember komið á vefinn

Nóvemberfréttabréf Skeiða- og Gnúpverjahrepps er komið á vefinn, hægt er að lesa það hér ! Uppfullt af fréttum, fróðleik og andlegri næringu!

Skipulags-og Umhverfismatsdagurinn 2020

Skipulags- og umhverfismatsdagurinn 2020 Rými fyrir mannlíf og samtal Vefráðstefna 13.nóvember nk. 

Ljósleiðari í sundur við Þrándarholt

Ljósleiðarinn er í sundur við Þrándarholt svo netsamband frá Vodafone liggur niðri. Viðgerðarmenn eru á leiðinni en reikna má með að netlaust verði eitthvað fram eftir degi en vonandi tekur viðgerð ekki langan tíma. Mælum því með góðum göngutúr á meðan í okkar Heilsueflandi sveitarfélagi.

Viðgerð á kaldavatnslögn Árnesveitu

Athugið! Viðgerð á kaldavatnslögn Árnesveitu stendur yfir. Af þeim sökum er hugsanlegt að vatnslaust verði í stuttan tíma í dag.

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL

Nýjustu auglýsingu um skipulagsmál Uppsveitanna og Ásahrepps  er að finna hér   nú eru auglýst mál  í Ásahreppi, Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshrepp og Skeiða- og Gnúpverjahreppi.