Enn af vatnsmálum í Árneshverfi

Lokað verður fyrir kaldavatnið hjá þeim sem notast við kaldavatnsveitu Árness. Lokunin verður næstkomandi nótt, aðfararnótt þriðjudags 13. apríl. Lokað verður kl. 21.00 og opnað aftur kl. 6.30 í fyrramálið. 

Vonast er til að vandamálið verði leyst í þetta sinn.

Nánari upplýsingar veitir Björn sími 893-4426 

59. fundur sveitarstjórnar 14. apríl 2021

59. fundur 14. apríl 2021

Fundarboð

Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps

í Árnesi  14 apríl, 2021 klukkan 16:00.

Auglýst eftir umsjónarmanni og starfsmönnum vinnuskóla sumarið 2021

Auglýsing eftir umsjónarmanni vinnuskóla:

Skeiða- og Gnúpverjahreppur óskar eftir umsjónarmanni með vinnuskóla sveitarfélagsins og önnur tilfallandi verkefni. Ráðningartími er frá og með 1 júní til og með 20. ágúst 2021.

Helstu verkefni:

Umsjón og verkstjórn í vinnuskóla ungmenna.

Ekki lengur tekið gjald fyrir járnarusl á gámasvæðum sveitarfélagsins

Ákveðið hefur verið að hætta að taka gjald fyrir járnarusl sem komið er með á gámasvæðin í Árnesi og Brautarholti. Ástæðan fyrir því að gjald hefur verið tekið hingað til er að í samningum við Íslenska Gámafélagið er lagt gjald á þessa þjónustu þeirra þ.e. að sækja járn hingað. Nú hefur hinsvegar verið samið við Furu ehf í Hafnarfirði um að sækja járnið á gámasvæðin endurgjaldslaust. 

Auglýst er eftir húsnæði fyrir Héraðsskjalasafn Árnesinga

Héraðsnefnd Árnesinga bs. Óskar eftir tilboðum í verkið: Héraðsskjalasafn Árnesinga – húsnæði. Verkið felst í útvegun á framtíðarhúsnæði fyrir Héraðsskjalasafn Árnesinga. Um er að ræða um það bil 700m2 húsnæði miðsvæðis á Selfossi, nýtt eða notað sem þarf að henta sérstaklega þörfum héraðsskjalsafnsins samkvæmt nánari útlistun í útboðsgögnum.  Verklok eru á haustmánuðum árið 2022. Útboðsgögn verða afhent á rafrænu formi frá og með fimmtudeginum 8. apríl 2021. Þeir sem hyggjast gera tilboð í verkið skulu hafa samband við Guðmund Hjaltason á skrifstofu Eflu á Suðurlandi með tölvupósti í netfangið gudmundur.hjaltason@efla.is og gefa upp nafn, heimilisfang, síma og netfang og fá í kjölfarið útboðsgögnin send í tölvupósti. Tilboðum skal skila á skrifstofu Eflu að Austurvegi 1-5 á Selfossi fyrir kl. 11.00 fimmtudaginn 22. apríl 2021 og verða þau opnuð þar að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

Lokað fyrir kaldavatnið í Árneshverfi í kvöld

Vegna viðgerða verður lokað fyrir kaldavatnið á Árnessvæði frá kl 21:00 í kvöld 7 apríl til 6:30 í fyrramálið.

Gert er ráð fyrir að loka þurfi aftur fyrir vatnið kl 8:30 í fyrramálið og eitthvað fram eftir degi.

Beðist er velvirðingar á óþægindum sem af þessu geta hlotist.

Nánari upplýsingar veitir Björn Guðbjörnsson í áhaldahúsi. 893-4426 bjorn@skeidgnup.is

Leikskólinn Leikholt leitar að leikskólakennara í 50% starf

Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem er tilbúinn til að taka þátt og leiða áfram gott faglegt starf í skólanum.

Menntun og hæfniskröfur:

Meginverkefni:

Auglýsing um skipulagsmál

Deiliskipulagsmál

Samkvæmt 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga eftirfarandi deiliskipulagsáætlana:

Rafmagnsbilun

Rafmagnsbilun er í gangi í Skeið og Gnúpverjahrepp, hluta af Hrunamannahrepp, verið er að leita að bilun. Ef þú hefur einhverjar upplýsingar sem gætu hjálpað við bilanaleit hafðu þá vinsamlega samband við Svæðisvakt RARIK Suðurlandi í síma 528 9890 Kort af svæði sem talið er vera um að ræða má sjá á www.rarik.is/rof