75. sveitarstjórnarfundur

75. sveitarstjórnarfundur

Fundarboð

Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps

í Árnesi  16. febrúar, 2022 klukkan 14:00.

Skipulagsauglýsing 9. febrúar 2022

Eftirfarandi er skipulagsauglýsing sem birtist í dag, 9. febrúar 2022 í Dagskránni, Fréttablaðinu og Lögbirtingarblaðinu. Auglýsinguna í heild sinni og fylgigögn með hverju máli fyrir sig er að finna á heimasíðu Umhverfis- og Tæknisviðs Uppsveitanna:  https://www.utu.is/skipulagsauglysing-sem-birtist-9-februar-2022/

Skrifstofan lokuð fyrir hádegi fimmtudaginn 10. febrúar

Af óviðráðanlegum orsökum verður skrifstofa Skeiða- og Gnúpverjahrepps í Árnesi, lokuð fyrir hádegi fimmtudaginn 10. febrúar. Eftir ófærð og óveður síðustu daga eru starfsstúlkur sveitarfélagsins orðnar nokkuð sjóaðar í fjarvinnu, síminn er opinn og við reynum eftir fremsta megni að svara bæði símtölum og tölvupóstum eins fljótt og vel og hægt er. Skrifstofan verður svo opin eftir hádegi eins og venjulega. 

Óveðurslokun

Í ljósi slæmrar veðurspár fyrir morgundaginn, mánudaginn 7. febrúar, fellur niður kennsla í Þjórsárskóla, Leikskólinn Leikholt verður lokaður og ekki er gert ráð fyrir að opið verði á skrifstofu sveitarfélagsins. 

Við biðlum til fólks að huga að lausamunum og öðru sem fokið getur.

Atvinna í áhaldahúsi Hrunamannahrepps

Hrunamannahreppur óskar eftir starfsmanni í 100% starf í áhaldahúsi Hrunamannahrepps. Meginstarfið felst í akstri og umsjón hreinsibifreiðar auk tengdra verkefna vegna hreinsunar á seyru í Uppsveitum og síðan almenn störf á vegum áhaldahússins. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi meirapróf og hafi reynslu vegna skráningar upplýsinga í tölvukerfi og meðferð vinnutækja.  Laun og ráðningarkjör eru skv. kjarasamningum Félags opinberra starfsmanna og nánara samkomulagi. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Allar nánari upplýsingar gefur sveitarstjóri Hrunamannahrepps í síma 480 6600 eða jon@fludir.is. Umsóknum skal skila á skrifstofu Hrunamannahrepps í síðasta lagi 18. febrúar n.k.

Stuðningsfulltrúi óskast

Flúðaskóli auglýsir eftir stuðningsfulltrúa í 50 – 70 % a.m.k. til 1. júní 2022.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Starfið felur í sér að aðstoða nemendur við nám og önnur fjölbreytt verkefni sem til falla í skólastarfi. 

Umsækjendur þurfa að sýna fram á hreint sakavottorð

Umsóknir sendist á Kolbrúnu Haraldsdóttur, deildarstjóri stoðþjónustu, kolbrun@fludaskoli.is