Námsgögn verða gjaldfrjáls í Þjórsárskóla næsta vetur.
Ákveðið hefur verið að nemendur Þjórsárskóla þurfi ekki að greiða fyrir hin hefðbundnu námsgögn eins og stílabækur blýanta og annað það er nota þarf við námið komandi vetur.
Ákveðið hefur verið að nemendur Þjórsárskóla þurfi ekki að greiða fyrir hin hefðbundnu námsgögn eins og stílabækur blýanta og annað það er nota þarf við námið komandi vetur.
Næsti sveitarstjórnarfundur verður haldinn 23. ágúst 2017 kl. 14:00. Erindi sem verða tekin fyrir á þeim fundi þurfa að berast fyrir helgina á undan eða 18. ágúst.
Fyrr á árinu voru upplýsingaskiltum komið fyrir við Háafoss og Hjálparfoss í Þjórsárdal. Texti á skiltunum er á ensku og íslensku.
Fundarboð
Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi þriðjudaginn 1 ágúst 2017 kl. 08:00.
Dagskrá:
Mál til umfjöllunar og afgreiðslu :
1. Rauðikambur ehf- Viljayfirlýsing um samning um svæði í þjórsárdal.
2. Stækkun friðlands í Þjórsárverum.
Skrifstofa sveitarfélgasins er opin nú eins og venjulega kl. 09:00 -12:00 og 13:00 - 15:00 mánudaga - fimmtudaga. Einnig er opið á föstudögum kl. 09:00 -12:00. Sími í Áhaldahúsinu er 893-4426 og þar eru teknar pantanir í fjallaskálana Gljúfurleit, Bjarnarlækjarbotna og Tjarnarver til 09. ágúst.-, síminn er 893-4426. Bókanir í Félagsheimilið Árnes eru teknar í síma 486-6044 og bókanir fyrir Félagheimilið Brautarholt í síma 898-9172.
Glöggir lesendur vefs Skeiða- og Gnúpverjahrepps hafa eflaust tekið eftir að fylgigögn vegna þeirra mála sem tekin eru til afgreiðslu á sveitarstjórnarfundum eru nú aðgengileg á vefnum. Þau eru staðsett neðan við hverja fundargerð. Auk þess eru sett þar inn skjöl vgna mála til kynningar.
Gögnin eru sett inn á vefinn í beinu framhaldi af því að fundargerðin er sett þar inn. Þetta á við um öll mál, nema tilkomi að sérstakur trúnaður þurfi að ríkja um mál.
Bláskógabyggð, Grímsnes-og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi, Flóahreppi og Ásahreppi. Aðalskipulagsmál. Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing fyrir eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu:
1. Breyting á aðalskipulagi Flóahrepps í fyrrum Hraungerðishreppi 2003-2015 á spildu úr landi Langholts 1.
Sumarlokun skrifstofu hefst þann 10. júlí og stendur til og með 26. júlí n.k. Sími hjá starfsmanni Áhaldahúss er 893-4426, Ari Einarsson og hann mun einnig taka við bókunum í Glúfurleit, Bjarnalækjarbotna og Tjarnarver þennan tíma, ari@skeidgnup.is og í síma Áháldahússins 893-4426. Ari Thorarensen bókar í Klett og Hallarmúla, arith@simnet.is. Ef önnur erindi eru brýn má hafa samband við oddvita, Björgvin Skafta, 895-8432.
Vinna við aðalskipulag Skeiða- og Gnúpverjahrepps er í gangi og að þeirri vinnu koma sveitarstjórn, Verkfræðistofan Efla ehf á Selfossi og Steinsholt sf, á Hellu. Hér má skoða þau gögn sem eru til staðar í vinnunni og eru íbúar beðnir um að koma með ábendingar eða athugasemdir inn í þá vinnu, "betur sjá augu en auga."
Frá Afréttarmálanefnd Gnúpverjaafréttar og Afréttarmálafélagi Flóa og Skeiða.
Afréttirnir milli Stóru-Laxár og Þjórsár þ.e. Flóa og Skeiðamannaafréttur og Gnúpverjaafréttur opna 27.júní til upprekstrar.