Leikskólakennara vantar í Leikholt
Leikskólinn Leikholt óskar eftir að ráða leikskólakennara í 77,5% stöðu með möguleika á breyttu starfshlutfalli. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem er tilbúinn til að taka þátt og leiða áfram gott faglegt starf í skólanum. Staðan er afleysingarstaða ásamt föstum tímum inn á yngri deildinni (1 árs til 2ja ára).