Fréttir

Kynning Landsvirkjunar af íbúafundi

Þann 8. mars sl. hélt Landsvirkjun, að frumkvæði sveitarstjórnar, kynningarfund um ýmislegt er tengist Hvammsvirkjun. Kynningu Landsvirkjunar má finna hér. Einnig má finna ýmis gögn um Hvammsvirkjun á vefnum hvammur.landsvirkjun.is

Umsjónaraðili með félagsheimili í Brautarholti

Sveitarfélagið Skeiða-og Gnúpverjahreppur óskar eftir aðila til að sjá um útleigu og umsjón á félagsrými í húsnæði sveitarfélagsins í Brautarholti. Helstu verkefni eru umsjón með útleigu, sam

Íbúafundur um ársreikning sveitarfélagsins

Íbúafundur verður haldinn í Félagsheimilinu Árnesi miðvikudaginn 11.maí nk kl. 20

Dagskrá fundarins:

                                                                                                  Sveitarstjórn

Kjörfundur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi / Polling station in Skeiða- og Gnúpverjahreppur

Kjörstaður verður í Þjórsárskóla í Árnesi                   (english verion below)                                           

Kjörfundur hefst kl. 10.00 og lýkur kl. 22.00 þann 14. maí 2022

Kjósendur eru minntir á að hafa meðferðis persónuskilríki með mynd og framvísa ef þess er óskað.                                                                           

80. sveitarstjórnarfundur

Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps í Árnesi  11 maí, 2022 klukkan 14:00.

Gaukur mánaðarins

Hann er fyrr á ferð en venjulega - svo frambjóðendur fái notið sín fyrir kosningar

Maí Gaukinn má finna hér

Börn í Skeiða-og Gnúpverjahrepp hluti af 7% barna á landinu

Samkvæmt skýrslu BSRB eru einungis 7% barna á landinu sem komast í leikskóla við 12 mánaða aldur, þ.e. þegar fæðingarorlofi foreldra lýkur. Það er gaman að segja frá því að börn hér í sveit séu hluti af þessum litla hóp og komist í leikskóla strax við 12 mánaða aldur sé þess óskað. 

Frétt um skýrslu BSRB má finna hér

Stafræn sveitarfélög - samstarfsverkefni

Stafræn umbreyting snýst um umbætur á þjónustu og vinnulagi með tækninýjungum. Þetta er mjög stórt breytingaverkefni bæði fyrir hið opinbera sem og einkageirann en ávinningurinn er að einfalda líf íbúa og bæta skilvirkni og rekstur. Umbætur með hagnýtingu tækninnar auðvelda íbúum að sækja þjónustu, fækka handtökum starfsmanna, auka gagnsæi og rekjanleika og gefa færi á betri nýtingu upplýsinga og gagna.   

Sameiginlegur framboðsfundur

Sameiginlegur fundur listanna þriggja sem bjóða fram í Skeiða-og Gnúpverjahreppi verður haldinn í Árnesi, þriðjudaginn 10. maí kl. 20.00

Framboðin kynna þar stefnumál sín, fólkið á listanum og svara spurningum úr sal.

Lausar stöður kennara í Flúðaskóla

Nokkrar spennandi stöður kennara eru lausar í Flúðaskóla skólaárið 2022-2023 

Frekari upplýsingar má finna hér fyrir neðan