Fréttir

Ný klippikort og sorphirðudagatal

Þá er nýtt ár komið með nýjum klippikortum á gámasvæðin. Við höfum sama hátt á og í fyrra, hægt er að nálgast kortin hjá starfsmanninum á gámasvæðunum. Gámasvæðið í Árnesi er opið í dag kl. 14 til 16 og á morgun í Brautarholti kl. 14 til 16. 

Klippikort til sumarhúsaeigenda verða send út á næstu dögum.

Vilt þú verða landvörður?

Landvarðarnámskeið Umhverfisstofnunar verður haldið í febrúar 2022. Námskeiðið er kennt í fjarnámi, fyrir utan eina staðlotu sem jafnframt er vettvangsferð.

Kristín Ósk Jónasdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, sér um námskeiðið, undirbúning o.fl. ásamt kennurum sem koma að helstu þáttum námskeiðsins. Námskeiðið spannar 110 kennslustundir sem raðast niður á 4 vikur á tímabilinu 3. til  27. febrúar 2022.

73. sveitarstjórnarfundur Skeiða- og Gnúpverjahrepps

Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps

í Árnesi  12 janúar, 2022 klukkan 14:00.

Dagskrá

Mál til umræðu

Desember Gaukur

Desember Gaukurinn tilbúinn 

Laust starf í Leikholti

Auglýsing eftir starfsmanni í eldhús/ræstingar

Leikskólinn Leikholt auglýsir eftir starfskrafti í eldhús/ræstingar. Um er að ræða 90% starf með vinnutímann 9:00-16:00 (eða 10:00-14:00 og svo þrif eftir lokun), þar sem tekið er á móti matnum sem kemur frá Árnesi, framreitt og gengið frá, einnig er húsið ræst. Laun samkvæmt kjarasamningum. Starfsmaður þarf að geta byrjað að vinna frá og með 3. janúar  2022.

Átak gegn kynbundnu ofbeldi

Þann 25. nóvember sl. hófst árlegt alþjóðlegt sextándaga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið hefst þann 25. nóvember sem er alþjóðadagur sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi og lýkur á mannréttindadegi Sameinuðu þjóðanna þann 10. desember. í ár er átakið helgað stafrænu ofbeldi sérstaklega.  Af þessu tilefni blaktir við hún hér fyrir utan skrifstofu Skeiða-og Gnúpverjahrepps, appelsínugulur fáni, sem er litur Soroptimistaklúbbs Suðurlands, en klúbburinn og Skeiða- og Gnúpverjahreppur, ásamt mörgum öðrum stofnunum og sveitarfélögum, eru samstarfsaðilar um Sigurhæðir, þjónustu við þolendur kynbundins ofbeldis á Suðurlandi. 

Rafmagnstruflanir í dag

Rafmagnstruflanir verða í Skeiða- og Gnúpverjahreppi í dag þriðjudaginn 23.11.2021 frá kl 12:30 til kl 16:00 Tvö stutt straumleysi verða vegna tengivinnu við háspennukerfi. Beðist er velvirðingar á stuttum fyrirvara. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Suðurlandi í síma 528 9890 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof

Svæðisskipulag suðurhálendis - Opinn kynningarfundur

Opinn kynningarfundur á vinnu við gerð svæðisskipulagi fyrir Suðurhálendið, verður haldinn miðvikudaginn 24. nóvember

71. fundur sveitarstjórnar

Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps

í Árnesi  17 nóvember, 2021 klukkan 14:00.

Dagskrá

1. Fjárhagsáætlun 2022- Álagningarforsendur 2022

Endurnýjun Hörputurna - lokafrestur til að panta

Eins og áður hefur verið auglýst ákvað sveitarstjórn að leyfa "einn umgang enn" af  endurnýjun Hörputurna. Starfsmenn Strá ehf. hafa verið á fleygiferð um sveitina að bora holur og listinn fer að styttast. Ef fólk vill tryggja sér endurnýjun á holu fyrir veturinn biðjum við um að pantanir þar um berist fyrir mánudaginn 8. nóvember nk.