Fréttir

Óvissustigi almannavarna lýst yfir vegna hættu á gróðureldum

„Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjóra og slökkviliðsstjóra á Vesturlandi, Höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Suðurlandi hafa ákveðið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna hættu á gróðureldum.

Svæðið sem um er að ræða nær frá Eyjafjöllum að sunnanverðu Snæfellsnesi. Þessi ákvörðun er byggð á því að lítið hefur rignt þessu svæði undanfarið og veðurspá næstu daga sýnir heldur ekki neina úrkomu af ráði.

Minnum á umsóknarfrest um starf í vinnuskóla Sveitarfélagsins

Ungmennum með lögheimili í Skeiða- og Gnúpverjahreppi fædd 2006 og 2007 gefst kostur á að starfa í Vinnuskóla sveitarfélagins í sumar.   Vinnuskólinn hefst 7. júní og stendur í um það bil 9 vikur eða til og með 5. Ágúst.  Unnið verður fjóra daga í hverri viku, mánud.—fimmtud. Kl. 08:00 - 14:00. Skylt er þó að taka frí eina viku á tímabilinu.   Hámarksfjöldi vinnufólks í einu er átta. Ef fjöldi vinnufólks verður meiri, verður starfstíminn skipulagður með það í huga. Í ágúst gefst þeim kostur sem hafa áhuga, að vinna eftir samkomulagi.  Heitur matur er framreiddur í hádeginu en koma þarf með nesti í kaffitíma fyrir hádegi. Umsóknarfrestur er til 15. maí. Skráning fer fram hjá Hrönn Jónsdóttur á skrifstofu, netfang hronn@skeidgnup.is sími 486-6100

61. fundur Sveitarstjórnar 5. maí 2021

Árnesi, 30 apríl, 2021

61. Sveitarstjórnarfundur

Fundarboð

Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps

í Árnesi  5 maí, 2021 klukkan 16:00.

Almenningur beðinn um að láta vita af dauðum fuglum

Matvælastofnun vekur athygli á að stofnunin óskar eftir tilkynningum ef villtir dauðir fuglar finnast, nema augljóst sé að þeir hafi drepist af slysförum. Tilgangurinn er að skima þá fyrir fuglaflensu og fylgjast þannig með mögulegri útbreiðslu hennar meðal farfugla hérlendis. Best er að tilkynna með því að skrá ábendingu á vef stofnunarinnar, en líka er hægt að hringja í síma 530-4800 á opnunartíma eða senda tölvupóst á netfangið mast@mast.is. Sjá einnig frétt okkar um aukið viðbúnaðarstig. Vinsamlega miðlið þessu áfram meðal starfsmanna sveitarfélagsins. https://www.mast.is/is/um-mast/frettir/frettir/aukid-vidbunadarstig-vegna-fuglaflensu

Gámasvæðið lokað 1. maí

Gámasvæði Skeiða- og Gnúpverjahrepps í Árnesi og Brautarholti verða lokuð laugardaginn 1. maí sem er frídagur verkafólks.  Góða helgi.

Flúðaskóli auglýsir lausar stöður

Í Flúðaskóla verða um 100 nemendur næsta skólaár. Við skólann starfa áhugasamir og metnaðarfullir starfsmenn. Gildi skólans er virðing-vitneskja. Lögð er áhersla á að skapa námsumhverfi þar sem allir eru virkir, öllum líði vel og allir læri að bera virðingu fyrir sjálfum sér, öðrum og umhverfi sínu

Laus til umsóknar eru störf :

Grunnskólakennarar óskast í Þjórsárskóla

Grunnskólakennarar í Þjórsárskóla

Lausar eru 2,5 stöður kennara í  Þjórsárskóla. Tvær 100% og ein 50%

Umsjónarkennsla á yngri stigi. Kennslugreinar eru stærðfræði, náttúrufræði, samfélagsfræði, ART, heimilsfræði, enska og íþróttir í 1.-7. bekk ( ekki sund), útinám, textíl í 1.-7. og Íslenska á miðstigi.

Lokun fyrir kaldavatnið í Árneshverfi

Enn eina ferðina þarf að loka fyrir kaldavatnið hjá Árnesveitu. Lokað verður fyrir vatnið kl. 21:30 +o kvöld, 20. apríl og verður lokað til kl. 6:30 í fyrramálið en einnig gætu komið til styttri lokana á morgun, en þá stendur til að hleypa á vatni á nýja lögn.

Rafrænn Gaukur aprílmánaðar

Þá er aprílblað rafræna fréttabréfsins Gauksins tilbúið og má finna hér.

60. fundur sveitarstjórnar 21. apríl 2021

Dagskrá fundarins

1. Yfirlit yfir verkefni heimaþjónustu

2. Ársreikningur 2020 síðari umræða

3. Ársreikningur Hitaveitu Brautarholts

4. Lántaka sveitarfélagsins

5. Viðauki fjárhagsáætlunar 2021

6. Ráðning sveitarstjóra - ferli