75. sveitarstjórnarfundur
75. sveitarstjórnarfundur
Fundarboð
Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps
í Árnesi 16. febrúar, 2022 klukkan 14:00.
75. sveitarstjórnarfundur
Fundarboð
Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps
í Árnesi 16. febrúar, 2022 klukkan 14:00.
Eftirfarandi er skipulagsauglýsing sem birtist í dag, 9. febrúar 2022 í Dagskránni, Fréttablaðinu og Lögbirtingarblaðinu. Auglýsinguna í heild sinni og fylgigögn með hverju máli fyrir sig er að finna á heimasíðu Umhverfis- og Tæknisviðs Uppsveitanna: https://www.utu.is/skipulagsauglysing-sem-birtist-9-februar-2022/
Í ljósi slæmrar veðurspár fyrir morgundaginn, mánudaginn 7. febrúar, fellur niður kennsla í Þjórsárskóla, Leikskólinn Leikholt verður lokaður og ekki er gert ráð fyrir að opið verði á skrifstofu sveitarfélagsins.
Við biðlum til fólks að huga að lausamunum og öðru sem fokið getur.
Hrunamannahreppur óskar eftir starfsmanni í 100% starf í áhaldahúsi Hrunamannahrepps. Meginstarfið felst í akstri og umsjón hreinsibifreiðar auk tengdra verkefna vegna hreinsunar á seyru í Uppsveitum og síðan almenn störf á vegum áhaldahússins. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi meirapróf og hafi reynslu vegna skráningar upplýsinga í tölvukerfi og meðferð vinnutækja. Laun og ráðningarkjör eru skv. kjarasamningum Félags opinberra starfsmanna og nánara samkomulagi. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Allar nánari upplýsingar gefur sveitarstjóri Hrunamannahrepps í síma 480 6600 eða jon@fludir.is. Umsóknum skal skila á skrifstofu Hrunamannahrepps í síðasta lagi 18. febrúar n.k.
Flúðaskóli auglýsir eftir stuðningsfulltrúa í 50 – 70 % a.m.k. til 1. júní 2022.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Starfið felur í sér að aðstoða nemendur við nám og önnur fjölbreytt verkefni sem til falla í skólastarfi.
Umsækjendur þurfa að sýna fram á hreint sakavottorð
Umsóknir sendist á Kolbrúnu Haraldsdóttur, deildarstjóri stoðþjónustu, kolbrun@fludaskoli.is
Alla fimmtudaga núna í febrúar verður boðið uppá morgunopnun í Neslaug. Sundlaugin opnar kl. 06.50 og er opin til 10.00 og boðið uppá létta heilsuhressingu eftir sundið.
Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra landsmanna. Markmið þess er að hvetja landsmenn til þess að fara eftir ráðleggingum Embættis landlæknis um hreyfingu hvort sem er í frítíma, vinnu, skóla eða við val á ferðamáta. Í ráðleggingunum segir að börn og unglingar ættu að hreyfa sig í minnst 60 mínútur daglega og fullorðnir ættu að stunda miðlungserfiða hreyfingu í minnst 30 mínútur daglega.
Eins og ávallt hvetjum við alla landsmenn til þess að taka þátt í Lífshlaupinu og skapa skemmtilega stemningu og auka félagsandann á vinnustaðnum/í skólanum. Það er gaman að geta fylgst með sinni hreyfingu og jafnframt tekið þátt í þessari skemmtilegu landskeppni.
Lífshlaupið skiptist í fjóra keppnisflokka:
Um er að ræða 50% starf skólaliða við Þjórsárskóla í Árnesi.
Helstu verkefni og ábyrgð skólaliða: stuðningur inni í bekk.
Umsóknarfrestur er til 4. febrúar nk.
Nánari upplýsinga veitir Bolette Höeg Koch skólastjóri í síma 8959660 eða netfanginu: Bolette@thjorsarskoli.is
Sú erfiða ákvörðun var tekin, hér á skrifstofunni, að gefa ekki út Gauk fyrir janúarmánuð. Allnokkrar ástæður liggja þar að baki, aðallega er það vegna mikilla anna hér á skrifstofunni, en einnig spilar fréttaleysi inní, búið að aflýsa þorrablóti og almenn covid lægð yfir landinu.
Bláskógabyggð, Flóahreppur, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur og Skeiða- og Gnúpverjahreppur Samkvæmt 30. og 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur aðalskipulagsbreytinga og skipulagslýsingar eftirfarandi skipulagsáætlana:
https://www.utu.is/skipulagsauglysing-sem-birtist-19-januar-2022/