59. fundur sveitarstjórnar 14. apríl 2021
59. fundur 14. apríl 2021
Fundarboð
Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps
í Árnesi 14 apríl, 2021 klukkan 16:00.
59. fundur 14. apríl 2021
Fundarboð
Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps
í Árnesi 14 apríl, 2021 klukkan 16:00.
Auglýsing eftir umsjónarmanni vinnuskóla:
Skeiða- og Gnúpverjahreppur óskar eftir umsjónarmanni með vinnuskóla sveitarfélagsins og önnur tilfallandi verkefni. Ráðningartími er frá og með 1 júní til og með 20. ágúst 2021.
Helstu verkefni:
Umsjón og verkstjórn í vinnuskóla ungmenna.
Héraðsnefnd Árnesinga bs. Óskar eftir tilboðum í verkið: Héraðsskjalasafn Árnesinga – húsnæði. Verkið felst í útvegun á framtíðarhúsnæði fyrir Héraðsskjalasafn Árnesinga. Um er að ræða um það bil 700m2 húsnæði miðsvæðis á Selfossi, nýtt eða notað sem þarf að henta sérstaklega þörfum héraðsskjalsafnsins samkvæmt nánari útlistun í útboðsgögnum. Verklok eru á haustmánuðum árið 2022. Útboðsgögn verða afhent á rafrænu formi frá og með fimmtudeginum 8. apríl 2021. Þeir sem hyggjast gera tilboð í verkið skulu hafa samband við Guðmund Hjaltason á skrifstofu Eflu á Suðurlandi með tölvupósti í netfangið gudmundur.hjaltason@efla.is og gefa upp nafn, heimilisfang, síma og netfang og fá í kjölfarið útboðsgögnin send í tölvupósti. Tilboðum skal skila á skrifstofu Eflu að Austurvegi 1-5 á Selfossi fyrir kl. 11.00 fimmtudaginn 22. apríl 2021 og verða þau opnuð þar að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.
Ákveðið hefur verið að hætta að taka gjald fyrir járnarusl sem komið er með á gámasvæðin í Árnesi og Brautarholti. Ástæðan fyrir því að gjald hefur verið tekið hingað til er að í samningum við Íslenska Gámafélagið er lagt gjald á þessa þjónustu þeirra þ.e. að sækja járn hingað. Nú hefur hinsvegar verið samið við Furu ehf í Hafnarfirði um að sækja járnið á gámasvæðin endurgjaldslaust.
Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem er tilbúinn til að taka þátt og leiða áfram gott faglegt starf í skólanum.
Menntun og hæfniskröfur:
Meginverkefni:
Deiliskipulagsmál
Samkvæmt 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga eftirfarandi deiliskipulagsáætlana:
Þessa dagana hefur borið á vandamáli með kaldavatnsöflun á Árnessvæðinu. Vatnið er lagt frá lind í Lækjarbrekku og er forðabúrstankar í landi Hamra skammt ofan við Árneshverfið. EInhversstaðar er leki sem verið að að leita að.
Næstkomandi mánudag 29. mars og þriðjudag 30. mars verður unnið að viðgerðum. Á þeim dögum má búast við að skrúfa þurfi fyrir lögnina af þessum sökum. Það getur orðið af og til eða jafnvel samfellt á bilinu kl 8 -16:00.
Í samræmi við reglugerð nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit m.s.br., eru starfsleyfisskilyrði til kynningar hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands (HSL) að Austurvegi 65 á Selfossi:
Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum tóku í gildi hertar sóttvarnareglugerðir á miðnætti. Sundlaugarnar okkar eru því lokaðar, Grunnskólinn kominn í snemmbúið páskafrí, 7. bekkur sem var í skólabúðunum á Reykjum er á leiðinni heim og ýmsum viðburðum sem halda átti hér í Árnesi hefur verið aflýst eða frestað. Nákvæmar leiðbeiningar um þær reglur sem eru í gildi og hversu lengi þær gilda má finna hér.
Gaukurinn - hlaut flest atkvæði sem nafn á rafrænu fréttabréfi og hér er kominn Gaukur marsmánaðar.