Skipulags-og Umhverfismatsdagurinn 2020
Skipulags- og umhverfismatsdagurinn 2020 Rými fyrir mannlíf og samtal Vefráðstefna 13.nóvember nk.
Skipulags- og umhverfismatsdagurinn 2020 Rými fyrir mannlíf og samtal Vefráðstefna 13.nóvember nk.
Ljósleiðarinn er í sundur við Þrándarholt svo netsamband frá Vodafone liggur niðri. Viðgerðarmenn eru á leiðinni en reikna má með að netlaust verði eitthvað fram eftir degi en vonandi tekur viðgerð ekki langan tíma. Mælum því með góðum göngutúr á meðan í okkar Heilsueflandi sveitarfélagi.
Athugið! Viðgerð á kaldavatnslögn Árnesveitu stendur yfir. Af þeim sökum er hugsanlegt að vatnslaust verði í stuttan tíma í dag.
Nýjustu auglýsingu um skipulagsmál Uppsveitanna og Ásahrepps er að finna hér nú eru auglýst mál í Ásahreppi, Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshrepp og Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur óskar eftir að ráða starfsmann í áhaldahús
Verkefni
Hæfniskröfur
Um 100 % starf er að ræða. Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Umsóknarfrestur til 6. nóvember næstkomandi.
Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps 4. nóvember, 2020 klukkan 16:00. Fundurinn verður í Teams fjarfundabúnaði
Dagskrá: Mál til afgreiðslu og umfjöllunar
1. Fjárhagsáætlun 2021-2024 umræða
2. Gjaldskrár Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2021
Flúðaskóli auglýsir eftir stuðningsfulltrúa í 50% stöðu skólaárið 2020 - 2021. Starfið felur í sér að aðstoða nemendur við nám og önnur fjölbreytt verkefni sem falla til í skólastarfi. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst og umsækjendur þurfa að hafa hreint sakavottorð. Umsóknir sendist á Kolbrúnu Haraldsdóttur, deildarstjóra stoðþjónustu, kolbrun@fludaskoli.is.
Vakin er athygli sveitarfélaga á því að auglýst hefur verið eftir umsóknum um styrki úr húsafriðunarsjóði vegna ársins 2021, sjá meðfylgjandi auglýsingu. Úr húsafriðunarsjóði eru m.a. veittir styrkir til sveitarfélaga til að vinna tillögur að verndarsvæði í byggð, í samræmi við ákvæði laga nr. 87/2015 og reglugerðar nr. 575/2016 um verndarsvæði í byggð og til verkefna innan verndarsvæða í byggð.
Boðað er til 49. fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps 21. október, 2020 klukkan 16:00. Fundurinn verður haldinn með Teams fjarfundabúnaði.
Mál til umfjöllunar og afgreiðslu:
1. Tilnefning fulltrúa í samstarfsnefnd um verndarsvæði Kerlingarfjalla
Sú staða er komin upp hér í sveitarfélaginu að einstaklingar hafa greinst smitaðir af Kórónuveirunni. Um er að ræða íbúa í hreppnum og einnig fólk sem starfar í hreppnum en er búsett annars staðar. Engin leið er að segja til um hvort fleiri bætist í þann hóp. Nokkrir einstaklingar munu einnig vera í sóttkví. Fullt tilefni er til að bregðast við þessum aðstæðum hvað varðar starfsemi sveitarfélagsins.