Viðvörun og veðuspá dagsins frá Veðurstofunni
Veðurstofan hefur sent frá sér meðfylgjandi Viðvörun (sjá viðhengi). Veðurspá og viðvörun sjá hér Veðurstofunni, sunnudaginn 6. desember 2015 kl. 12:00 Langt suður í hafi er nú lægð í myndun. Hún dýpkar með eindæmum hratt í nótt og er þrýstingi í miðju hennar spáð 944 mb seint annað kvöld og á hún þá að vera stödd suður af Reykjanesi. Á þeirri stundu verður 1020 mb hæðarhryggur skammt N af Scoresbysundi á austurströnd Grænlands og heldur hann á móti lægðinni. Saman valda þessi tvö veðrakerfi vindstyrk af styrk ofsaveðurs eða fárviðris yfir Íslandi.