Fréttir

Umhverfisdagur í Árnesi hefst kl. 13:00 þann 9.apríl n.k. 2016

Umhverfisdagur verður haldinn í Árnesi þann 9. apríl n.k. og verður fjölbreytt dagskrá sem hefst  kl. 13:00. þ.a.m. Sýnt verður myndband frá börnunum í Leikholti og einnig munu veggspjöld frá þeim prýða veggina.  Atriði frá Þjórsárskólanemendum. Fyrirlestur um  matarsóun haldinn af Dóru Svavarsdóttur. Erindi frá Landvernd sem Guðundur I. Guðbrandsson heldur. Fuglalíf við Þjórsá haldið af Tómasi G. Gunnarssyni. Kynning á starfi Landbótafélags Gnúpverja. kaffihlé verður  kl. 15:00.  Eftir það koma aðilar frá Gámaþjónustunni og Íslenska gámafélaginu og halda fyrirlestra og umræðuhópar  verða um sorpflokkun.  Íbúar og aðrir eru hvattir til að koma  og taka þátt  og fara yfir flokkunarmál hér í sveitarfélagainu og almennt. 

Velheppnuð árshátíð Þjórsárskóla þann 11. mars s.l.

Árshátíð Þjórsárskóla var  haldin  föstudagskvöldið 11. mars,  í Félagsheimilinu Árnesi, kl. 20:00.  Halla Guðmundsdóttir leikkona samdi og leikstýrði verki sem helgað var  indíánum og  landnemum í Vesturheimi og  skyggnst  var inn í líf þeirra.  Gleði skein úr hverju andliti leikenda og áhorfenda en allir nemendur tóku þátt í sýningunni ásamt kennurum og starfsfólki. 

Sorphirðudagatal 2016

Sorphirðudagatalið var eitthvað á reiki  en hér birtist nýjasta útgáfan.

Fréttabréf janúar 2016 komið út

Fréttabréf janúar  er komið út.  Lesið hér.  Ýmsar auglýsingar og fréttir að venju t.d auglýsing um umsóknarfrest í Atvinnuppbyggingarsjóð Skeiða- og Gnúpverjahrepps,   um aðalfund Hestamannafélagsins Smára, helgihaldið vetur vor og sumar, reiðnámskeið fyrir börn og unglinga o.fl.  kíkið á það.   Gleðilegt nýár.

Núverandi nafn sveitarfélagsins heldur velli

Kjörfundi um kosningu um nafn á sveitarfélagið sem borið hefur heitið Skeiða- og Gnúpverjahreppur er lokið og liggja úrslit fyrir. Á kjörskrá voru 397. Atkvæði greiddu 209 eða 52,6 % af þeim sem voru á kjörskrá. Atkvæði féllu á þann vega að 111 kusu nafnið Skeiða- og Gnúpverjahreppur það eru 53,11 % greiddra atkvæða. 45 kusu Þjórsárhrepp það gera 21,53 %, 40 kusu Þjórsársveit eða 19,14 %, 8 kusu Þjórsárbyggð. Eystribyggð fékk 2 atkvæði. Þjórsárbakkar og Eystri hreppur fengu sitt atkvæðið hvort. Einn seðill var ógildur. Það er því ljóst að sveitarfélagið Skeiða- og Gnúpverjahreppur mun ekki skipta um nafn að svo stöddu. Sveitarstjóri.

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL

Bláskógabyggð, Grímsnes-og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi, Flóahreppi og Ásahreppi   Aðalskipulagsmál

Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing fyrir eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu: 

Nýárskveðja og opnunartími skrifstofu

Skrifstofa sveitarfélagsins í Árnesi verður lokuð á gamlársdag og  opnað aftur  þann 4. janúar 2016 kl. 09:00 og þá opið með venjubundnum hætti. Ef neyðartilvik koma upp er sími sveitarstjóra 861-7150.  -  Bestu óskir um farsæld á nýju ári og þökk fyrir samskiptin á árinu 2015.

Sveitarstjórn  og starfsfólk Skeiða - og Gnúpverjahrepps.

Akstur Strætó yfir jól og áramót 2015-2016

Kosning hafin utan kjörfundar um nafn sveitarfélagsins

Kosning er nú hafin, utan kjörfundar, um nafn á sveitarfélagið, á opnunartíma skrifstofu sveitarfélagsins í Árnesi (mánud.—fimmtud. kl. 09-12 og 13-15 og föstud. kl. 09-12)og stendur hún  frá 15. desember til og með föstud. 8. janúar 2016. Kjörskrá liggur frammi á skrifstofunni á sama tíma. Kjörfundur verður laugardaginn 9. janúar 2016 kl.10 -18 í Bókasafninu  í Brautarholti. Sömu reglur gilda um þessar kosningar og þegar kosið er til sveitarstjórnar.

Íbúafundur um samfélagsleg áhrif virkjana í Þjórsá, 12. desember 2015 - skráning

Ekki tókst að halda íbúafund um samfélagsleg áhrif virkjana síðasta laugardag vegna veðurs. Nýr fundartími er kl 11:00-14:00 á laugardaginn næstkomandi, þann 12. desember. Fundurinn verður haldinn í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. Til fundarins boðar faghópur III, sem meta á samfélagsleg áhrif virkjanakosta í þriðja áfanga verndar- og orkunýtingaráætlunar (sjá www.ramma.is). Íbúum Ásahrepps, Flóahrepps, Rangárþings ytra og Skeiða- og Gnúpverjahrepps er boðið til fundarins og stefnt er að því að ræða ýmis samfélagsleg áhrif virkjana.