Réttarball í Árensi 11. september kl. 22:00 -02:00
Réttarball verður haldið í Árnesi föstudaginn 11. september. Húsið opnar kl. 22:00 - 02:00. 20 ára aldurstakmark. 2.500,- kr inn.
Réttarball verður haldið í Árnesi föstudaginn 11. september. Húsið opnar kl. 22:00 - 02:00. 20 ára aldurstakmark. 2.500,- kr inn.
Vetraropnun frá 1. sept. - 1. nóv. 2015 - Skeiðalaug
Nú hefur Fréttabréf ágústmánaðar litið dagsins ljós eftir sumarfríið og heilmikið að LESA HÉR Á bls. 2 eru auglýsingar frá Afréttarmálafélögunum, bls. 6 Nýja heimasíðan, bls.7 Framkvæmd kosninga um nýtt nafn bls.8 Frá umhverfisnefnd bls. 9 Hrunaprestakall, messuplan bls. 12 & 13 aðsendar greinar bls.14. 17. fundargerð sveitarsjórnar og margt fleira.
Uppsveitahringurinn verður haldinn í Reykholti laugardaginn 15. ágúst. Þátttakendur verða ræstir sem hér segir: Kl. 10.00 - 46 km keppnishjólreiðahópur leggur af stað og endar í Reykholti Kl. 10:30 - 10 km keppnishlauparar leggja af stað frá Flúðum og enda í Reykholti Kl. 10:30 - 10 km hjólreiðahópur leggur af stað frá Flúðum og endar í Reykholti Kl. 13:00 - Krakkahlaup á íþróttavellinum 400 metrar Kl. 13:30—Verðlaunaafhending og frábær skemmtidagskrá—Tvær úr Tungunum.
Nú lítur dagsins ljós nýr vefur sveitarfélagsins. www.skeidgnup.is Markmiðið með honum er að gefa notendum greinargóðar upplýsingar um starfsemi sveitarfélagsins og ýmsan fróðleik.
17. fundur í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi - Fundargerð
Dagskrá:
Mál til umfjöllunar :
Hvammsvirkjun. Umhverfismat-framkvæmdaleyfi.
Fasteignamat á vindmyllum
Framkvæmdir við Bugðugerði / Hamragerði
Álagningarskrá einstaklinga um opinber gjöld 2015 mun liggja frammi á skrifstofu sveitarfélgasins þegar opnað verður eftir sumarfrí þann 04. ágúst n.k. og er hún til skoðunar á skrifstofunni til 07. ágúst lögum samkvæmt. Álagningar og innheimtuseðlar eru aðgengilegir á þjónustuvef ríkisskattstjóra rsk.is og skattur.is
Afrétturinn opnar 10. júlí til upprekstrar. Æskilegt er að flutningur fjárins fari fram á fleiri en færri dögum svo það nái að dreifa sér um afréttinn en bunkist ekki á lítið svæði fyrstu dagana. Heilmikið hefur gerst í gróðurfarinu síðustu daga. Gróður er orðinn prýðilegur í Skúmstungum og á fremsta hluta afréttarins. Er hærra dregur er gróður mun minni og er t.d. Starkaðsverið rétt að byrja að taka við sér. Snjór er víða í giljum og slökkum þegar hærra dregur og er m.a. vænn skafl yfir veginn innst á Langöldu og annar minni við Blautukvísl. Ekki hefur enn verið farið innar á afréttinn til að kanna aðstæður.
Skrifstofa sveitarfélagsins verður lokuð vegna sumarleyfa frá og með 6. júlí og vinna hefst aftur þriðjudaginn 4. ágúst n.k.
Frumkvöðladagur Uppsveitanna verður haldinn fimmtudaginn 12. mars kl. 13:00-17:00.
Dagurinn er haldinn í samstarfi sveitarfélaganna í Uppsveitum Árnessýslu
og markmiðið er að stuðla að nýsköpun og eflingu atvinnutækifæra á svæðinu.