Gámasvæðin lokuð laugardaginn 14. september

Gámasvæðin í Árnesi og Brautarholti verða lokuð  laugardaginn 14. september 2019 en fólk getur komið sem eins og venja er með lítilræði í gegnum gönguhliðin.

Tafir á umferð á þjóðvegum nr. 30 og 32

Tafir verða á umferð á þjóðvegi  nr. 32, Þjórsárdalsvegi, vegna fjárrekstra fimmtudaginn 12. september, frá Búrfellsvirkjun og að Fossnesi. Frá kl. 11:00 – 21 :00 en hjáleiðir þó færar að hluta.
Föstudaginn 13. september  eru einnig tafir á þjóðvegi nr. 32  frá Fossnesi að Skaftholtsréttum kl. 08:00 – 13:00 en hjáleið fær að hluta um veg nr. 325
Seinni part 13. september verður Þjórsárdalsvegur  nr. 32 lokaður frá kl. 16:00 – 18:00  frá Bólstað að Sandlækjarholti, hjáleið aðeins fær um Landsveit!
Laugardaginn 14. september gætu orðið smávægilegar tafir á vegi  nr. 30 Skeiðavegi kl. 13:00 og eitthvað fram eftir degi.
Nánari upplýsingar á heimasíðunum
http:// www. skeidgnup.is  - http:// www.vegagerdin.is
og á facebook.com/íbúasíða Skeiða-og Gnúpverjahrepps

Nýjir straumar - tækifæri dreifra byggða

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga, ásamt öðrum landshlutasamtökum og Nýsköpunarmiðstö Íslands standa fyrir ráðstefnu um fjórðu iðnbyltinguna fimmtudaginn 5. september kl. 9 – 13.30. Ráðstefnan ber yfirskriftina Nýjir straumar – tækifæri dreifðra byggða og fjallar um fjórðu iðnbyltinguna. Hún verður haldin samtímis á sex stöðum á landinu, Borgarnesi, Ísafirði, Sauðárkróki, Akureyri, Reyðarfirði og Selfossi.

Fundarboð 27. fundar sveitarstjórnar 4. september 2019

27. fundur Sveitarstjórnar. - Fundarboð
Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps
í Árnesi  4. september, 2019 klukkan 08:30.

Dagskrá

Mál til afgreiðslu og umfjöllunar

11. Fundargerð 6. fundar skólanefndar 03.09. grunnskólamál

12. Fundargerð 6. fundar skólanefndar 03.09. leikskólamál

Fjallskil á Gnúpverjaafrétti 2019

Fjallskilum  fyrir Gnúpverjaafrétt hefur verið úthlutað. þau eru eftirfarandi.

Sandleit:   
Þjórsárholt: fjallkóngur Guðmundur Árnason
Eystra-Geldingaholt, trúss: Ólafur Jónsson
Steinsholt 1: Sigurður Loftsson

Breyttur fundartími sveitarstjórnar

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpuverjahrepps  fundar í fyrstu og þriðju viku mánaðar, á miðvikudadögum, eins og áður en fundirnir byrja kl. 08.30 Fundartímanum hefur verið flýtt um 30 mínútur.

Kaldavatnslaust fram undir hádegi í Árnesveitu

Kaldavatnslaust er í Árnesveitu þessa stundina  sem er vegna bilunar á dælu í  Birkihlíð.  Viðgerð er hafin og ætti henni að ljúka örugglega fyrir hádegi í dag.

Álagningarskrár einstaklinga einungis lagðar fram til skoðunar á Skattstofum

Að gefnu tilefni er rétt að fram komi  að samkvæmt nýlegri ákvörðun ríkisskattstjóra er reglan sú að  álagningarskrár séu einungis lagðar fram á starfsstöðvum embættisins og verði hvorki afhentar til framlagningar eða í öðrum tilgangi. Álagningarskrá einstaklinga 2019 var  lögð fram í dag,  19. ágúst og liggur nú frammi til 2. september 2019 að báðum dögum meðtöldum. Skráin í heild var lögð fram á öllum starfsstöðvum ríkisskattstjóra nema hjá innheimtusviði í Tollhúsinu og er því ekki er lengur hægt að skoða þær á skrifstofun sveitarfélaga.

Skólaakstur í Fjölbrautaskóla Suðurlands hefst 26. ágúst.

Nemendur sem stunda nám í Fjölbrautarskóla Suðurlands geta nýtt sér skólaakstur sem verður í boði  frá Versluninni Árborg og niður á Sandlækjarholt í veg fyrir skólabíl á morgnana og heim aftur að loknum skóla. Mæting í Árborg ekki seinna en  07:20!

Valdimar Jóhannsson  sér um morgunaksturinn og Ari Einarsson seinni partinn.  Einnig geta aðrir sem hafa áhuga á nýtt  sér þessar ferðir.

26. fundarboð sveitarstjórnar 21. ágúst í Árnesi 2019 kl. 09:00

Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi  21. ágúst, 2019 klukkan 09:00.
Mál til afgreiðslu og umfjöllunar:
1. Gaukshöfði - Hugmyndir. Sigrún Guðlaugsdóttir mætir til fundar
2. Fjárhagsmál- Lántaka- viðauki við fjárhagsáætlun
3. Breyting á íbúð í Björnskoti. Vinnugögn - kostnaðaráætlun
4. Skipun fulltrúa í atvinnu- og samgöngunefnd.
5. Skipan varafulltrúa í Skólanefnd.