Rétt sorphirðudagatal komið á vefinn
Nýtt sorphirðudagatal fyrir árið 2021 er komið hingað á heimasíðuna undir Þjónusta - Sorpmál (Hér)
Nýtt sorphirðudagatal fyrir árið 2021 er komið hingað á heimasíðuna undir Þjónusta - Sorpmál (Hér)
Boðað er til 53. fundar sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps í Árnesi 13. janúar 2021
Dagskrá
Mál til umfjöllunar og afgreiðslu:
1. Trúnaðarmál
2. Leikholt- ráðstafanir vegna myglu
3. Þjónusta í leikholti
Félagsþjónustan í Laugarási óskar eftir félagsráðgjafa
Félagsráðgjafi óskast til starfa hjá Félagsþjónustunni í Laugarási. Um er að ræða 100% starf sem er laust nú þegar. Starfið býður uppá tækifæri til þátttöku í faglegu þróunarstarfi auk þess sem áhersla er lögð á möguleika starfsfólks til að styrkja sig faglega á þessum vettvangi.
Skrifstofa Skeiða- og Gnúpverjahrepps verður lokuð föstudaginn 26. febrúar v. styttingu vinnuvikunnar.
Einhverjar "truflanir" gætu orðið á rennsli kalda vatnsins á starfssvæði Kaldavatnsveitu Árness á morgun fimmtudaginn 25. febrúar eftir hádegi. Einhver leki virðist vera að há veitunni og stendur yfir leit að lekanum. Allar vísbendingar um leka eða skemmdir sem gætu valdið minnkandi þrýstingi eru vel þegnar.