Laus staða íþrótta- og tómstundafulltrúa og Verkefnastjóra Heilsueflandi samfélags
Sveitarfélögin Hrunamannahreppur, Bláskógabyggð og Skeiða- og Gnúpverjahreppur leita að jákvæðum og áhugasömum einstaklingi til starfa fyrir sveitarfélögin sem íþrótta- og tómstundafulltrúi og verkefnastjóri heilsueflandi verkefna sveitarfélaganna, sem öll eru Heilsueflandi samfélög skv. samningum við Landlæknisembættið. Viðkomandi þarf að vera mjög fær í mannlegum samskiptum, tilbúinn að fást við ólík verkefni, skipulagður, lausnamiðaður og sjálfstæður í vinnubrögðum.