Framúrskarandi árangur í Stóru upplestrarkeppninni
Þjórsárskóli átti tvo nemendur í stóru upplestrarkeppninni; þá Eyþór Inga og Véstein og unnu þeir 1. og 3. sætið í kepnninni sem fram fór þriðjudaginn 25. maí sl. Þátttakendur í Stóru upplestrarkeppninni eru nemenda í Þjórsárskóla, Flúðaskóla, Flóaskóla og Bláskógaskóla í Reykholti og Laugarvatni. Tveir nemendur 7. bekkjar úr hverjum skóla tóku þátt í keppninni. Þar var Eyþór Ingi sem lenti í 1. Sæti og Vésteinn sem lenti í 3. sæti.