Rafmagnsleysi fimmtudaginn 14. október

Tilkynning frá Rarik:

Rafmagnslaust verður í Árnesi og nágrenni frá kl. 00.10 - 00.15 aðfaranótt fimmtudags 14 .október vegna vinnu  við háspennu. 

Rafmagnslaust verður í hluta af Gnúpverjahrepp frá kl. 13 - 16 fimmtudaginn 14. október vegna vinnu við háspennukerfi.

Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK, Suðurlandi í síma 5289890 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof

Óskað eftir tilnefningum til hvatningaverðlauna á sviði menningarmála á Suðurlandi

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS)  óska eftir tilnefningu til samfélags- og hvatningarverðlauna á sviði menningarmála á Suðurlandi.

Um er að ræða samfélagslega viðurkenningu sem Samtök sunnlenskra sveitarfélaga mun veita formlega á ársþingi sínu í október 2021. 

Tilnefningar skal senda á netfangið menningarverdlaun@sass.is eigi síðar en mánudaginn 18. október nk.

Hörputurnar fyrir lífrænt sorp

Á fundi sveitarstjórnar í mars sl. var ákveðið að hætta að bora fyrir svokölluðum Hörputurnum fyrir lífrænt sorp, þar sem aðferðin telst ekki lengur sem viðurkennd jarðgerð á lífrænum úrgangi. Til stóð að vinna að lausn innan sveitar í samvinu við Skaftholt, en því miður gekk sú lausn ekki upp. Hægt og illa hefur svo gengið að finna aðra lausn á málinu þó ýmsar hugmyndir séu uppi.

Auglýsing um skipulagsmál

Samkvæmt 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru kynntar tillögur aðalskipulagsbreytinga vegna eftirfarandi skipulagsáætlana:

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 10. ágúst 2021 að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017 – 2029. Í breytingunni felst að skilgreint er nýtt íbúðarsvæði sem verður um 12 ha fyrir 8 lóðir auk þess sem frístundasvæði F42 stækkar sem nemur um 3 ha með möguleika á 4 lóðum til viðbótar

Til áréttingar !

Það er með öllu óheimilt að vera með hunda inni á leiksvæði leikskólans í Brautarholti. 

Kvartanir hafa borist vegna hundaeigenda sem fara inn á leiksvæðið með hundana sína þar sem þeim er jafnvel sleppt lausum. 

Vinsamlegast virðið það að þetta er leiksvæði barna og starfssvæði leiksskólanns í Brautarholti.

Sprikl fyrir alla í Brautarholti - námskeið á næstunni

Elin Moqvist á Húsatóftum hefur undanfarið boðið uppá svokallað sprikl í Brautarholti -almenna líkamsræktar tíma sem ættu að henta öllum. Framundan eru nokkur ný námskeið og má sjá tímasetningar á þeim hér fyrir neðan:

     - Þriðjudaginn 5. október og fimmtudaginn 7. október verða prufutímar í sprikli í boði fyrir karla – unga sem aldna . Tíminn byrjar kl. 20.10 – 21.00 og verður í salnum í Brautarholti.

Sundleikfimi eldri borgara

Eyþór sundlaugarvörður vill minna á að sundleikfimi eldri borgara byrjar í Skeiðalaug í dag kl. 16.30 - hvetjum alla eldri borgara í Skeiða- og Gnúpverjahrepp til að mæta.

Aðstoðarmatráð vantar í mötuneyti Flúðaskóla

Um er að ræða 70% starfshlutfall. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Laun samkvæmt kjarasamningi launanefndar sveitarfélaga og Bárunnar. Umsóknarfrestur er til og með 12. október.

Upplýsingar veitir Jóhanna Lilja Arnardóttir skólastjóri, johannalilja@fludaskoli.is.

Kjörsókn í Skeiða- og Gnúpverjahrepp

Kjörfundi í  alþingiskosningum 25. september í Skeiða- og Gnúpverjahrepp lauk kl. 22.00.
Kjörsókn var 70 % á kjörstað og 14% kusu utan kjörfundar. Samtals kjörsókn er því 84,2%
 
412 voru á kjörskrá.
 

Kvenfélag Skeiðahrepps gaf Leikholti veglega gjöf

Kvenfélag Skeiðahrepps færði leikskólanum Leikholti eldstæði og fullt af fylgihlutum að gjöf þann 8. september sl.

Nú verður leikur einn hjá þeim að njóta enn frekar útiveru og skemmtilegra stunda þar sem hægt er að kveikja eld og baka lummur, poppa, hita kakó eða elda hádegismatinn úti. Meðfylgjandi eru myndir af krökkunum í Leikholti að prufa eldhúsið.