Hörputurnar fyrir lífrænt sorp
Á fundi sveitarstjórnar í mars sl. var ákveðið að hætta að bora fyrir svokölluðum Hörputurnum fyrir lífrænt sorp, þar sem aðferðin telst ekki lengur sem viðurkennd jarðgerð á lífrænum úrgangi. Til stóð að vinna að lausn innan sveitar í samvinu við Skaftholt, en því miður gekk sú lausn ekki upp. Hægt og illa hefur svo gengið að finna aðra lausn á málinu þó ýmsar hugmyndir séu uppi.