Lausar lóðir

Lausar lóðir í Árneshverfi

Skeiða og Gnúpverjahreppur auglýsir lausar lóðir í Árneshverfi, Skeiða og Gnúpverjahrepp:

Hamragerði 1,3 og 5: Lóðirnar eru allar rúmlega 1000 m2 og á þeim má byggja einbýli á einni hæð ásamt bílskúr. 

Júní Gaukur

Loksins loksins er Gaukur júnímánaðar mættur - hann má finna hér

63. fundur Sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps

Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps

í Árnesi  9 júní, 2021 klukkan 14:00.

Dagskrá

1. Fjárhagsáætlun - viðauki

Velferðarþjónusta Árnesþings óskar eftir sumarstarfsmanni

Velferðarþjónusta Árnesþings í Laugarásióskar eftir starfsmanni við félagslega heimaþjónustu.

Um er að ræða afleysingastarf  í 3 mánuði og viðkomandi þarf að geta byrjað sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgðarsvið:

Helstu hæfniskröfur:

Nánari upplýsingar veitir Sigrún Símonardóttir í síma 480-1180 eða sendið fyrirspurn í tölvupósti á sigrun@laugaras.is

17. júní í Skeiða og Gnúpverjahrepp

Hátíðardagskrá 17. júní verður að þessu sinni í Árnesi. Dagskráin hefst kl.12.30 með hinum hefðbundna koddaslag í Neslaug þar sem allir íbúar geta fengið að spreyta sig á drumbnum. Að loknum slag verður boðið uppá hátíðardagskrá í félagsheimilinu, fjallkonan verður á sínum stað, hátíðarræða og fleira skemmtilegt. Kaffiveitingar verða til sölu eftir hátíðardagskrána á sveitarfélagsafslætti. Vonumst til að sjá sem flesta!

Vorhreingerning í Skeiða og Gnúpverjahrepp

Eins og undanfarin ár hvetur sveitarfélagið til hreinsunarátaks í byrjun sumars. Frá 1 júní og til 19. júní verður ekki tekið gjald fyrir afsetningu á flokkuðu sorpi á gámasvæðum sveitarfélagsins. Við hvetjum alla í Skeiða -og Gnúpverjahrepp til að taka til hendinni, ganga meðfram vegum eins og hver og einn treystir sér og hreinsa og fegra umhverfið.  

63. sveitarstjórnarfundi Skeiða og Gnúpverjahrepps frestað

63. fundi sveitarstjórnar Skeiða og Gnúpverjahrepps sem halda átti miðvikudaginn 2. júní hefur verið frestað um viku eða til miðvikudagsins 9. júní nk. 

Rof á ljósleiðarasambandi milli Árness og Brautarholts

Um þessar mundir er unnið að uppfærslu búnaðar við ljósleiðara í Árnesi og Brautarholti. Sú uppfærsla gerir Vodafone kleift að bjóða notendum 1Gb ljósleiðaratengingar en núverandi búnaður býður aðeins upp á 100 MB tengingar. 

Framúrskarandi árangur í Stóru upplestrarkeppninni

Þjórsárskóli átti tvo nemendur í stóru upplestrarkeppninni; þá Eyþór Inga og Véstein og unnu þeir 1. og 3. sætið í kepnninni sem fram fór þriðjudaginn 25. maí sl. Þátttakendur í Stóru upplestrarkeppninni eru nemenda í Þjórsárskóla, Flúðaskóla, Flóaskóla og Bláskógaskóla í Reykholti og Laugarvatni. Tveir nemendur 7. bekkjar úr hverjum skóla tóku þátt í keppninni. Þar var Eyþór Ingi sem lenti í 1. Sæti og Vésteinn sem lenti í 3. sæti.

62. fundur sveitarstjórnar 19. maí 2021

62. Sveitarstjórnarfundur

Fundarboð

Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjarhrepps

í Árnesi 19. maí 2021 kl. 16.00

Dagskrá

Fundargerðir til kynningar:

Mál til kynningar:

Fundir framundan