AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL

Bláskógabyggð, Flóahreppur, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur og Skeiða- og Gnúpverjahreppur  Samkvæmt 30. og 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur aðalskipulagsbreytinga og skipulagslýsingar eftirfarandi skipulagsáætlana:

https://www.utu.is/skipulagsauglysing-sem-birtist-19-januar-2022/

Laus lóð í Brautarholti

Vallarbraut 11 í Brautarholti er laus til umsókna. Um er að ræða raðhúsalóð á horni Holtabrautar og Vallarbrautar. 

Deiliskipulag Brautarholts má finna hér

Ný klippikort og sorphirðudagatal

Þá er nýtt ár komið með nýjum klippikortum á gámasvæðin. Við höfum sama hátt á og í fyrra, hægt er að nálgast kortin hjá starfsmanninum á gámasvæðunum. Gámasvæðið í Árnesi er opið í dag kl. 14 til 16 og á morgun í Brautarholti kl. 14 til 16. 

Klippikort til sumarhúsaeigenda verða send út á næstu dögum.

Vilt þú verða landvörður?

Landvarðarnámskeið Umhverfisstofnunar verður haldið í febrúar 2022. Námskeiðið er kennt í fjarnámi, fyrir utan eina staðlotu sem jafnframt er vettvangsferð.

Kristín Ósk Jónasdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, sér um námskeiðið, undirbúning o.fl. ásamt kennurum sem koma að helstu þáttum námskeiðsins. Námskeiðið spannar 110 kennslustundir sem raðast niður á 4 vikur á tímabilinu 3. til  27. febrúar 2022.

73. sveitarstjórnarfundur Skeiða- og Gnúpverjahrepps

Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps

í Árnesi  12 janúar, 2022 klukkan 14:00.

Dagskrá

Mál til umræðu

Jólaopnun í sundlaugum í Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Skeiðalaug verður lokuð á þorláksmessukvöld en í staðin verður hún opin á aðfangadag kl. 10 - 14. Boðið verður uppá kaffi, piparkökur og safa og frítt er í sund. Að öðru leiti er opnunartími Skeiðalaugar óbreyttur yfir hátíðar.

Neslaug verður lokuð á jóladag og nýársdag. Annars óbreyttur opnunartími yfir hátíðar. 

Desember Gaukur

Desember Gaukurinn tilbúinn 

Laust starf í Leikholti

Auglýsing eftir starfsmanni í eldhús/ræstingar

Leikskólinn Leikholt auglýsir eftir starfskrafti í eldhús/ræstingar. Um er að ræða 90% starf með vinnutímann 9:00-16:00 (eða 10:00-14:00 og svo þrif eftir lokun), þar sem tekið er á móti matnum sem kemur frá Árnesi, framreitt og gengið frá, einnig er húsið ræst. Laun samkvæmt kjarasamningum. Starfsmaður þarf að geta byrjað að vinna frá og með 3. janúar  2022.

Molar inn í helgina

Íslenska Gámafélagið hefur átt í erfiðleikum með að halda áætlun undanfarið, aðallega vegna færðar. Flestar ferðir sem voru á áætlun í vikunni ættu þó að vera búnar nema græna tunnan í Gnúpverjahrepp, hún verður því miður að bíða fram yfir helgi. Í næstu viku er á dagskrá hjá þeim að sækja rúlluplast í Gnúpverjahrepp - þar sem ferðir þeirra ráðast svona mikið af færð þá getur verið að þeir færi þá ferð til, þeir ætluðu að reyna að muna eftir að láta vita hingað ef dagsetningin breytist frá áætlun og við setjum þá inn tilkynningu.
 
Nú hafa verið settar upp grenndarstöðvar í Árnesi og Brautarholti. Þar er hægt að losa sig við almennt sorp, plast, pappír, gler og málma allan sólarhringinn.
 
Gaukurinn verður gefinn út eftir helgi - ef íbúum liggur eitthvað á hjarta má endilega senda inn greinar, auglýsingar eða annað.
 
Hér í Árnesi er ýmislegt um að vera um helgina, jólamarkaður fá kl. 11 sjá hér fyrir neðan
og jólahuggulegheit annað kvöld, hvort tveggja auglýst nánar á íbúasíðu Skeiða- og Gnúpverjahrepps á facebook.
 
Njótið aðventunnar.

Minnum á tómstundastyrk Skeiða- og Gnúpverjahrepps

Minnum á tómstundastyrk Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Styrkurinn árið 2021 nemur 80.000 kr og ekki er hægt að safna honum upp á milli ára, svo styrk fyrir tómstundum árið 2021 þarf að sækja um fyrir áramót.   Reglugerð um styrkinn má finna hér