Rafrænn Gaukur aprílmánaðar

Þá er aprílblað rafræna fréttabréfsins Gauksins tilbúið og má finna hér.

60. fundur sveitarstjórnar 21. apríl 2021

Dagskrá fundarins

1. Yfirlit yfir verkefni heimaþjónustu

2. Ársreikningur 2020 síðari umræða

3. Ársreikningur Hitaveitu Brautarholts

4. Lántaka sveitarfélagsins

5. Viðauki fjárhagsáætlunar 2021

6. Ráðning sveitarstjóra - ferli

Laus staða forstöðumanns Skóla- og velferðaþjónustu Árnesþings

Stjórn Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs. óskar eftir að ráða forstöðumann sem hefur yfirumsjón með og samhæfir störf félagsráðgjafa, deildarstjóra í heimaþjónustu, forstöðumanna þjónustueininga á starfssvæðinu og sérfræðinga skólaþjónustunnar. Allar helstu upplýsingar um starfið, helstu verkefni, menntunar- og hæfniskröfur, umsóknarfrestur og fleira má finna hér.

Næsta tölublað Gauksins

Stefnt er að útgáfu næsta tölublaðs Gauksins í síðasta lagi mánudaginn 19. apríl. Aðsendar greinar, auglýsingar eða annað sem íbúar vilja koma í blaðið má senda á netfangið hronn@skeidgnup.is fyrir föstudagsmorgun 16. apríl nk.  Eins má senda ábendingar eða tillögur ef það er eitthvað sérstakt sem fólk vill sjá í blaðinu. 

Gaskútaþjófar

Borið hefur á því að gaskútum sé stolið í sumarhúsahverfum hér í uppsveitum Árnessýslu og hafa þjófarnir m.a. lagt leið sína hingað í Skeiða- og Gnúpverjahrepp. Við hvetjum því alla sem geta  til að ganga vel frá gaskútum þegar bústaðir eða heimili eru mannlaus og allir hvattir til að hafa augun hjá sér ef vart verður við dularfullar mannaferðir. 

Enn af vatnsmálum í Árneshverfi

Lokað verður fyrir kaldavatnið hjá þeim sem notast við kaldavatnsveitu Árness. Lokunin verður næstkomandi nótt, aðfararnótt þriðjudags 13. apríl. Lokað verður kl. 21.00 og opnað aftur kl. 6.30 í fyrramálið. 

Vonast er til að vandamálið verði leyst í þetta sinn.

Nánari upplýsingar veitir Björn sími 893-4426 

59. fundur sveitarstjórnar 14. apríl 2021

59. fundur 14. apríl 2021

Fundarboð

Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps

í Árnesi  14 apríl, 2021 klukkan 16:00.

Auglýst eftir umsjónarmanni og starfsmönnum vinnuskóla sumarið 2021

Auglýsing eftir umsjónarmanni vinnuskóla:

Skeiða- og Gnúpverjahreppur óskar eftir umsjónarmanni með vinnuskóla sveitarfélagsins og önnur tilfallandi verkefni. Ráðningartími er frá og með 1 júní til og með 20. ágúst 2021.

Helstu verkefni:

Umsjón og verkstjórn í vinnuskóla ungmenna.

Auglýst er eftir húsnæði fyrir Héraðsskjalasafn Árnesinga

Héraðsnefnd Árnesinga bs. Óskar eftir tilboðum í verkið: Héraðsskjalasafn Árnesinga – húsnæði. Verkið felst í útvegun á framtíðarhúsnæði fyrir Héraðsskjalasafn Árnesinga. Um er að ræða um það bil 700m2 húsnæði miðsvæðis á Selfossi, nýtt eða notað sem þarf að henta sérstaklega þörfum héraðsskjalsafnsins samkvæmt nánari útlistun í útboðsgögnum.  Verklok eru á haustmánuðum árið 2022. Útboðsgögn verða afhent á rafrænu formi frá og með fimmtudeginum 8. apríl 2021. Þeir sem hyggjast gera tilboð í verkið skulu hafa samband við Guðmund Hjaltason á skrifstofu Eflu á Suðurlandi með tölvupósti í netfangið gudmundur.hjaltason@efla.is og gefa upp nafn, heimilisfang, síma og netfang og fá í kjölfarið útboðsgögnin send í tölvupósti. Tilboðum skal skila á skrifstofu Eflu að Austurvegi 1-5 á Selfossi fyrir kl. 11.00 fimmtudaginn 22. apríl 2021 og verða þau opnuð þar að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

Ekki lengur tekið gjald fyrir járnarusl á gámasvæðum sveitarfélagsins

Ákveðið hefur verið að hætta að taka gjald fyrir járnarusl sem komið er með á gámasvæðin í Árnesi og Brautarholti. Ástæðan fyrir því að gjald hefur verið tekið hingað til er að í samningum við Íslenska Gámafélagið er lagt gjald á þessa þjónustu þeirra þ.e. að sækja járn hingað. Nú hefur hinsvegar verið samið við Furu ehf í Hafnarfirði um að sækja járnið á gámasvæðin endurgjaldslaust.