Lífshlaupið 2019 hófst 6. febrúar! Allir með!

Við hjá Íþrótta og Ólympíusambandi Íslands ( ÍSÍ) viljum vekja athygli ykkar á að skráning er hafin í Lífshlaupið, heilsu og hvatningarverkefni sem ræst verður í 12. sinn miðvikudaginn 6. febrúar næstkomandi.

UPPBYGGINGARSJÓÐUR SUÐURLANDS AUGLÝSIR EFTIR UMSÓKNUM

Sjóðurinn hefur það hlutverk að veita verkefnastyrki á sviði nýsköpunar og menningar á Suðurlandi. Markmið Uppbyggingarsjóðs Suðurlands:

Að styðja við verkefni sem efla fjölbreytileika atvinnulífs og jákvæða samfélagsþróun á Suðurlandi

Að efla menningarstarfsemi og listsköpun á Suðurlandi

Að styðja við atvinnuskapandi og/eða framleiðniaukandi verkefni á Suðurlandi

Fundarboð 14. fundar sveitarstjórnar 06. febrúar 2019

             Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi miðvikudaginn 6.febrúar 2019  kl. 09:00.

Dagskrá:   Mál til umfjöllunar og afgreiðslu :

1.     Beislun vindorku. Stefán K. Sveinbjörnsson verkefnisstjóri hjá Landsvirkjun mætir til fundar.

2.     Sultartangastöð aflaukning. Beiðni um umsögn.

Stefnt að útflutningi sorps frá Suðurlandi til brennslu

Sveitarfélög á Suðurlandi áforma að senda sorp frá svæðinu utan til brennslu í evrópskum sorpbrennslustöðvum í framhaldi af þeirri ákvörðun SORPU að hætta að taka við sunnlensku sorpi til urðunar í Álfsnesi. Samhliða þessu eru aðgerðir hafnar til að auka flokkun úrgangs á upprunastað til að tryggja að auðlindir í úrganginum nýtist sem best.

Íbúð í Árneshverfi laus til leigu

Bugðugerði 7a í Árneshverfi er til langtíma leigu. Lesa hér Um er að ræða snyrtilega 2ja herbergja íbúð í viðarklæddu parhúsi. Íbúðin er staðsett í Árnesi og er laus til langtímaleigu. Íbúðin skiptist í forstofu, samliggjandi stofu og eldhús með flísum á gólfi, svefnherbergi með fataskáp, baðherbergi með baðkari og flísum á gólfi. Leigusali fer fram á tveggja mánaða tryggingu, meðmæli frá fyrri leigusala, lánshæfismati frá Credit Info og staðfestingu á reglulegum tekjum. Rafmagn og hiti greiðist af leigutaka. Gæludýr og reykingar eru ekki leyfð inni í íbúðinni. Endilega hafðu samband ef þú hefur áhuga á að skoða íbúðina. 

Fundarboð 13. fundar sveitarstjórnar 23. janúar 2019

               Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi miðvikudaginn 23. janúar 2019  kl. 09:00. Dagskrá:

             Mál til umfjöllunar og afgreiðslu :

1.     Beislun vindorku. Stefán K. Sveinbjörnsson verkefnisstjóri hjá Landsvirkjun mætir til fundar.

Fréttabréf janúar er komið út

Fréttabréf janúar 2019 er komið út  LESA HÉR Þorrablótsauglýsingin, spilakvöld á Brautarholti og margt fleira.

Mannamót 2019 í Kórnum fimmtudaginn 17. janúar 2019

Við vildum minna ykkur á Mannamót 2019, sem haldin á morgun, fimmtudaginn 17. janúar, í Kórnum Kópavogi. Mannamót markaðsstofanna er kynningarvettvangur ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni og tækifæri til að koma á fundum fagaðila í greininni. Tilgangurinn er að kynna landsbyggðarfyrirtæki fyrir ferðaþjónustuaðilum sem staðsettir eru á höfuðborgarsvæðinu.

Fundur um endurheimt votlendis í Árnesi 15. janúar kl. 20:00

Votlendissjóðurinn og Skeiða- og Gnúpverjahreppur efna til fundar í Árnesi um endurheimt votlendis þriðjudaginn 15. janúar kl. 20.00. Björgvin Skafti Bjarnason, oddviti opnar fundinn.

Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Votlendissjóðsins, kynnir starfsemi hans.

Erindi:

Dr. Hreinn Óskarsson, sviðsstjóri Skógræktarinnar.

Síðasti skiladagur efnis í Fréttabréf Skeið/Gnúp er 11. janúar

Nú styttist í útgáfu janúarblaðsins og vil ég minna á að síðasti dagur til að skila inn efni í blaðið er föstudagurinn 11. janúar nk. 

 

Sem fyrr fögnum við greinum, tilkynningum, auglýsingum og öðru spennandi efni sem á heima í okkar samfélagi.