Land undir urðunarstað á Suðurlandi

                       Sorpstöð Suðurlands bs. óskar eftir landi undir urðunarstað til kaups eða leigu. Æskileg staðsetning er á svæðinu frá Hellisheiði í vestri að Jökulsá á Sólheimasandi í austri. Æskilegt er að landið sé vel                               staðsett gagnvart samgöngum á landi og dreifikerfi raforku, en fjarri vatnsverndar- og  útivistarsvæðum. Lágmarksstærð lands er 30 ha. Á staðnum yrði tekið við almennum úrgangi til urðunar, þó ekki                                   lífrænum úrgangi. Áætlaður rekstrartími er 30 ár en leigutími að lágmarki 60 ár ef um leigu yrði að ræða.                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                       Áhugasamir hafi samband við Stefán Gíslason hjá Umhverfisráðgjöf Íslands ehf. í síma 862 0538 eða á stefan@umis.is í síðasta lagi fimmtudaginn 20. desember nk. Hann veitir einnig allar nánari upplýsingar.

11. fundur sveitarstjórnar í Árnesi miðvikudag. 5. des. kl. 09:00

             Boðað er til 11. fundar í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi miðvikudaginn 5. des. 2018   kl. 09:00

             Mál til umfjöllunar og afgreiðslu :

Mál til kynningar :

Kristófer A Tómasson sveitarstjóri

Reglur um þátttökukostnað sveitarfélagsins á kaupum námsmanna á strætókortum.

Strætókort. Samþykkt samhljóða að styrkur til framhalds- og háskólanema til kaupa á strætókortum verði kr. 28.600 fyrir hvern einstakling.  Skólaárið 2018- 2019. Skilyrði fyrir styrkveitingu er staðfesting viðkomandi skóla um námsvist. 

Reglur um þátttökukostnað sveitarfélagsins á kaupum námsmanna á strætókortum.

Internetið liggur niðri vegna viðgerða í Gnúpverjahreppi

Vegna bilunar í ljósleiðara við Leiti í Gnúpverjahreppi, verða eftirtaldir bæir netlausir part úr degi, fimmtudaginn 22. nóv. Rofið varir í allt að 4 klukkustundir á hvern notanda. Vinna hefst kl. 10 og viðgerð lýkur kl 19.   Eftirtaldir bæir + allir sumarbústaðir með netþjónustu í námunda við þessa bæi.

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL

Bláskógabyggð, Grímsnes-og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi, Flóahreppi og Ásahreppi

Aðalskipulagsmál

Samkvæmt 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt niðurstaða sveitarstjórnar varðandi eftirfarandi aðalskipulagsmál : 

10. sveitarstjórnarfundur boðaður miðvd. 21. nóv. kl. 09:00

                  Boðað er til 10. fundar í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi miðvikud. 21. nóv.2018  kl. 09:00.

                         Mál til umfjöllunar og afgreiðslu:

Fundargerðir :

Mál til umsagnar :

Mál til kynningar :

Kristófer A Tómasson sveitarstjóri

Rafmagnslaust í Skeiða- og Gnúpverjahreppi 8.11.2018

Rafmagnslaust verður í Geldingarholti að Kálfhaga og frá Árnesi að Löngudælaholti upp með Kálfá í Skeiða-og Gnúpverjahreppi þann 08.11.2018 frá kl 10:00 og fram eftir degi vegna tengivinnu á háspennu.  Hægt er að sjá kort af svæði inn á RARIK.IS undir tilkynningar.
Einnig verður rafmagnslaust verður á Suðurbraut, Knarrarholti að Skaftholti og Þjórsárholti  í Skeiða- og Gnúpverjarhreppi þann 08.11.2018 frá kl 14:30 og fram eftir degi vegna tengivinnu á háspennu. Hægt er að sjá kort af svæði inn á RARIK.IS undir tilkynningar.

Veiðiréttur í Fossá í Þjórsárdal til leigu.

Veiðiréttur í Fossá í Þjórsárdal er til leigu, óskað er eftir tilboðum. Leigutímabilið er frá  2019 til 2022 að báðum árum meðtöldum. Leigutaka verður skylt að selja veiðileyfi til almennings. Upplýsingar veita Kristófer sveitarstjóri í síma 486-6100 eða 861-7150 netfang : kristofer@skeidgnup.is   og Trausti Jóhannsson skógræktinni í síma 470-2080 netfang:  trausti@skogur.is .  Tilboðum skal skila á skrifstofu Skeiða- og Gnúpverjahrepps eigi síðar en  kl 16:00 12. nóvember næstkomandi. Tilboðin verða opnuð eftir kl 16:00 sama dag.

Boðað til 9. sveitarstjórnarfundar 7. nóvember í Árnesi kl. 09:00

Mál til umfjöllunar og afgreiðslu :

Fundargerðir

Annað

Mál til kynningar :

Kristófer A Tómasson sveitarstjóri

Deildarstjóri og leikskólakennari óskast í Bláskógabyggð

Leikskólinn Álfaborg i Bláskógabyggð auglýsir eftir deildarstjóra í 100% stöðu, í tímabundna ráðningu, frá 1. desember 2018 með möguleika á fastráðningu vegna stækkunar leikskólans. Einnig óskast leikskólakennari í 100% stöðu í ótímabundna ráðningu, sá þarf að geta hafið störf sem fyrst. Einnig kemur til greina að ráða í hlutastarf. Í leikskólanum starfar samstillt, glaðlynt og metnaðarfullt starfsfólk og mikil áhersla er lögð á góðan starfsanda og vellíðan barna. Auk þess er mikil og góð samvinna á milli leikskólans og grunnskólans Bláskógaskóla í Reykholti. Álfaborg er 2ja deilda leikskóli og er staðsettur til bráðabirgða í tveimur húsum í Reykholti, Biskupstungum, þ. á m. með aðalaðsetur í Bláskógaskóla. Nýtt húsnæði leikskóla er í smíðum og er áætlað að taka það í notkun haustið 2019.