Fréttir

Gámasvæðið í Brautarholti verður að vera lokað í dag, miðvikud. 23.9.

Gámasvæðið í Brautarholti verður að vera lokað í dag, miðvikudag 23. september, vegna veikinda - því miður. Vonumst til að allt verði eins og venjulega um helgina!

Með kveðju frá skrifstofunni.

Riff í kringum landið 17. - 23. september

Bílabíó í kvöld 21. sept á Hornafirði  og á morgun 22.september  2020  í Reykholti, Bláskógabyggð.

September fréttabréfið komið út

Fréttabréf septembermánaðar er komið út og kemur væntanlega  til okkar, í póstkassana, á morgun.  LESA HÉR

47. sveitarstjórnarfundur 16.09.2020 kl.16:00 - Fundarboð

Boðað er til 47. fundar í sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps í Árnesi  16 september, 2020 klukkan 16:00.

Dagskrá

1. Ársþing SASS 2020

2. Aðalfundur Heilbrigðiseftirlits Suðurlands

Almennt um göngur og réttir vegna COVID-19

Áhersla er lögð á að hver og einn beri ábyrgð á eigin athöfnum og að: „Við erum öll
almannavarnir“
.
 Sveitarstjórn telst vera stjórn fjallskilaumdæmis og ber ábyrgð á framkvæmd gangna og rétta
og ber að tryggja að reglum um sóttvarnir sé fylgt eftir.

 Ef ekki er hægt að tryggja að framkvæmd gangna og rétta sé í samræmi við sóttvarnarreglur
þarf að sækja um undanþágu. Sveitarstjórn ber ábyrgð á því að sækja um slíka undanþágu á
netfangið 
hrn@hrn.isSjá auglýsingu HRN 14. ágúst 2020. 10.gr.
 Vegna fjöldatakmarkana er mælst til þess að gestir komi ekki til réttarstarfa. Því verður fylgt
strangt eftir að við réttarstörf séu ekki fleiri en 200 manns.

 Allir sem taka þátt í göngum og réttum skulu hlaða niður smitrakningarappi almannavarna.
 Vegna smitvarna er mælst til þess að áfengi verði ekki haft um hönd.
 Fjallaskálar/húsnæði sem notað er við göngur eru eingöngu opin fyrir smala og þá sem hafa
hlutverk í göngum/leitum þann tíma sem göngur/leitir standa yfir. Ábyrgðaraðili fjallskila
tryggir í samvinnu við rekstraraðila húsnæðis að svo megi verða

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL

Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppur, Flóahreppur og Skeiða-og Gnúpverjahreppur  Aðalskipulagsmál

Samkvæmt 30. og 40.gr Skipulagslaga nr.123/2010 er kynnt skipulags- og matslýsing eftirfarandi skipulagsáætlana.

Smellu hér til að lesa

Tafir á umferð á þjóðvegum nr. 30 og 32 - 10. 11. og 12. september

Tafir verða á umferð á þjóðvegi  nr. 32, Þjórsárdalsvegi, vegna fjárrekstra fimmtudaginn 10. september, frá Búrfellsvirkjun og að Fossnesi. Frá kl. 11:00 – 21 :00 en hjáleiðir þó færar að hluta. Föstudaginn 11. september  eru einnig tafir á þjóðvegi nr. 32  frá Fossnesi að Skaftholtsréttum kl. 08:00 – 13:00 en hjáleiðir eru þó færar að hluta.

Skaftholtsréttir 2020 - Nýjar upplýsingar vegna COVID-19

Hámarksfjöldi í réttum verður 200 manns, einstaklingar fæddir 2005 og yngri eru undanskilin þeim fjölda en þurfa að vera í fylgd með forráðamönnum. Nöfn þeirra sem mæta í réttir fyrir hvern bæ, bæði fullorðna og börn, þarf að senda á arnorhans @gmail.com fyrir miðvikudaginn 9.september. 

Aðeins þeir sem eru á listanum fá að koma inn á réttarsvæðið. Skilgreint réttarsvæði er innan girðingar sem er í kringum réttirnar sjálfar sem og safngerði Gnúpverja.

Frá Afréttarmálafélagi Flóa- og Skeiða

Vegna óvenjulegs ástands sem nú ríkir á heimsvísu hefur stjórn Afréttarmálafélags Flóa og Skeiða  samþykkt eftirfarandi reglur og tilmæli.

Nýjar áherslur og undanþágur við fjallferðir og nánd í réttum og göngum

Nýjar uppfærslum um göngur og réttir 2020. Helstu uppfærslur eru að Heilbrigðisráðuneytið hefur veitt almenna undanþágu vegna nándar í fjallakomum með skilyrðum. Einnig hefur ráðuneytið veitt almenna undanþágu fyrir fjöldatakmörkunum við réttarstörf. Um slíka undanþágu þarf að sækja til Landssamtaka sauðfjárbænda á netfangið unnsteinn@bondi.is