Fréttir

Fundargerð 46. sveitarstjórnarfundar

46. sveitarstjórnarfundur Skeiða- og Gnúpverjahrepps var haldinn  í dag 02. september kl. 16:00.  Á honum voru tekin til afgreiðslu og kynningar 23 mál. Fundargerðin er hér meðfylgjandi LESA HÉR

Boðað er til 46. sveitarstjórnarfundar í Árnesi 2. sept. kl. 16:00

Boðað er til 46. fundar í sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps
í Árnesi 2. september, 2020 klukkan 16:00.

Dagskrá:
1. Rekstraruppgjör, janúar - júní 2020
2. Frestun fasteignagjalda
3. Beiðni sveitarstj. ráðherra vegna fasteignask.álagningar 2021
4. Stöng í Þjórsárdal - Deiliskipulag
5. Stöng - Umsókn um framkvæmdaleyfi
6. 200. fundur skipulagsnefndar
7. Afgreiðslur byggingafulltrúa 20-125
8. Altus lögmenn - v br á dsk í Áshildarmýri
9. Trúnaðarmál
10. Brunavarnir í hjólhýsabyggð ( Þjórsárdalur)
11. Bréf Umboðsmanns barna um ungmennaráð
12. 14. fundur stjórnar Bergrisans 03.03.2020
13. 15. fundur stjórnar Bergrisans 01.04.2020
14. 16. fundur stjórnar Bergrisans
15. 19. fundur stjórnar Bergrisans
16. Heilbrigðisnefnd 206. fundur 18.8.2020
17. Fundargerðir stjórnar UTU nr. 78-79
18. 12. fundargerð Afréttarmálanefdar undirrituð 13.08.2020
19. Afréttamálanefnd - fjallferð og réttir
20. Samstarfsyfirlýsing Landlæknis og SKOGN. Heilsueflandi samfélag
21. Seyrumál

 

Rafmagnsbilun er í gangi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Rafmagnsbilun er í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.  Rafmagnslaust verður frá Ásaskóla að Laxárdal og Hlíð frá kl 14:30 til kl 15:00 á meðan viðgerð stendur. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Suðurlandi í síma 528 9890 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof

Starfskraf vantar í 65% starf í Þjórsárskóla í eins árs afleysingu

Starfskraft  vantar í Þjórsárskóla í 65 % hlutastarf í afleysingu til eins árs. Starfið felst í stuðningsaðild við barn annars vegar  og við gæslu, hins vegar. Umsóknarfrestur er til 7. september og viðkomandi þarf að geta hafið störf 27. september n.k.

Upplýsingar gefur skólastjóri, Bolette, í síma 486-6051  eða með netfangi  bolette @thjorsarskoli.is

Frá Afréttarmálafélagi Gnúpv. Fjallferð 2020

Sandleit

Guðmundur Árnason Fjallkóngur, Þjórsárholt

Ari Björn Thorarensen Eystra Geldingarholt

Ingvar Þrándarson, Þrándarholt

Jóhanna Höeg Sigurðardóttir Hæll 1

Ágúst Guðmundsson Trúss

Norðurleit

Sigurður Loftsson Steinsholt

Hrafnhildur Jóhanna Björg Sigurðardóttir Háholt

Jón Bragi Bergmann Háholt

Afgreiðslutími á skrifstofu embættisins að Dalbraut 12 á Laugarvatni er frá kl. 9.00 til 12.00 alla virka daga.

Síma- og viðtalstímar skipulagsfulltrúa, byggingarfulltrúa og aðstoðarmanna þeirra er milli klukkan 9.00 og 12.00 á mánudögum, þriðjudögum, fimmtudögum og föstudögum. Mælst er til þess að fundir séu bókaðir fyrirfram með því að hringja á símatíma í síma 480-5550.

Miðvikudagar verða líkt og áður fráteknir fyrir fundi skipulagsnefndar og afgreiðslufundi byggingarfulltrúa og viðtals- og símatími því ekki á þessum dögum.

45. sveitarstjórnarfundur 19. 08. 2020 í Árnesi kl.16:00

Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps
í Árnesi 19. ágúst, 2020 klukkan 16:00.

Dagskrá

Fróðleikur og leiðbeiningar um náttúruvá og almannavarnir

Eins og skýrt hefur verið frá á samfélagsmiðlum eru einhver umbrot í Grímsvötnum. Meðfylgjandi eru linkar á síður  þar sem fróðleik og upplýsingar er að finna um ýmsa þætti náttúruvár sem hugsanlega gæti orðið í framhaldi af þessum umbrotum. Einnig eru upplýsingar um Covit-19 sem fólk þarf að hafa í huga við allar aðstæður sem upp geta komið.

Nýr starfsmaður á skrifstofu - fulltrúi

Hrönn Jónsdóttir, í  Háholti,  hefur verið ráðin í starf fulltrúa á skrifstofu Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Hrönn er með BSc próf í ferðamálafræði frá Háskóla Íslands og hefur stundað nám í búvísindum við Landbúnaðarháskólann. Hún er fagmenntaður leiðsögumaður. Hrönn hefur fjölbreytta reynslu af skrifstofustörfum, leiðbeinandastörfum og ýmsum félagsstörfum.

Neslaug verður að hafa lokað frá 14-18 í dag en opið frá 18 -22

 Í dag  12. ágúst, er sérstakur dagur í Neslaug því vegna óviðráðanlegra  orsaka getum við ekki opnað fyrr en kl.18:00   en við höfum opið til kl.22:00 að sjálfsögðu. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem  af þessu gætu hlotist. En sem sagt þá verður einungis opið frá kl. 18: 22:00 í báðum laugum sveitarfélagsins í dag. Dagurin á morgun verður vonandi miklu betri.