Ný slökkvistöð tekin í notkun við Árnes
Föstudagurinn 19 janúar var merkur dagur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, en ný slökkvistöð þá tekin í notkun við Árnes.
Föstudagurinn 19 janúar var merkur dagur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, en ný slökkvistöð þá tekin í notkun við Árnes.
Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi miðvikudaginn 24. janúar 2018 kl. 14:00.
Mál til umfjöllunar og afgreiðslu:
1. Markaðsstofa Suðurlands. Dagný Jóhannsdóttir mætir til fundarins.
2. Erindi frá Björgunarsveitinni Sigurgeir – kaup á húsnæði
Fjölskyldumessa sem átti að vera í Ólafsvallakirkju 21. janúar kl. 11:00 fellur niður vegna veikinda prestsins en dægurlagamessa í Hrunakirkju kl. 20:30 verður haldin með eða án prests.
Fréttabréfið er komið út lesa hér í því er ýmis konar fróðleikur, fréttir og auglýsingar. Tveir íbúafundir eru framundan annar um skipulagsmáli í Árnesi 1. feb. og hinn um Almannavarnarmál í Brautarholti 6. feb. Auglýsing um Þorrablót og Baðstofukvöld er á bls 9. og meðf. eru réttar upplýsingar um höfuðbók reiknings fyrir greiðslu á miðum á Þorrablótið. Kt:280678-2019 Reikningsnúmer: 0152-05-10038. Munið að senda kvittun á netfangið: jorundurtadeo@gmail.com
AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL
Bláskógabyggð, Grímsnes-og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi, Flóahreppi og Ásahreppi
Samkvæmt 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu:
Sveitarstjórn samþykkir að allir grunnskólanemendur og framhaldsskólanemendur frá 6 ára til og með 18 ára geti notið styrks sem nemur allt að 60.000.- kr. á árinu 2018 til að stunda íþrótta, æskulýðs eða menningarstarf. Með umsókn þarf að fylgja frumrit kvittunar um greiðslu frá aðila sem uppfyllir skilyrði að um viðurkennda starfsemi sé að ræða og fagaðilar sjái um þjálfun og /eða menntun
Icelandic Courses in Reyholt January – april 2018 Elementary Icelandic Course – Part 1 – 60 lessons. (15 evenings)
For beginners. Organiser: Fræðslunetið. The center of adult education in southern Iceland.
Tutor: Agla Þyri Kristjánsdóttir Place:
Primary School Bláskógaskóli in Reykholt
Time: Mondays and Wednesdays at 18:00 –20:40 pm, beginning from 29th January until 19th Mach.
Skrifstofa sveitarfélagsins er lokuð 27. desember að öðru leyti eru venjubundinn opnunartími frá 09-12 og 13- 15. Gleðilega hátíð.
Leikskólinn Leikholt óskar eftir að ráða leikskólakennara í 60% stöðu með möguleika á breyttu starfshlutfalli. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 29. janúar 2018 eða eftir samkomulagi. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem er tilbúinn til að taka þátt og leiða áfram gott faglegt starf í skólanum. Staðan er inn á yngri deildinni Heklu (1 árs til 2ja ára).