Fréttir

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL

Bláskógabyggð, Grímsnes-og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi, Flóahreppi og Ásahreppi.  Aðalskipulagsmál.  Samkvæmt 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu áður en hún verður lögð fram til afgreiðslu í sveitarstjórn: 

Hreinsun rotþróa í sveitarfélaginu 2017- 2019

Þau mistök urðu við útgáfu bæklings sem Tæknisvið Uppsveita gaf út að þar er tilgreint að tæma ætti allar rotþrær í Skeiða-og Gnúpverjahreppi  árið 2017.  Það er því miður ekki rétt og hér er skipulag þessara mála til tveggja ára. En rotþrær eru tæmdar á þriggja ára fresti og beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Árið 2017 verða rotþrær hreinsaðar frá Skarðsbæjum og endað á Austurhlíð, Steinsholtsbæjum og Skaftholti.-  Árið 2018 eru það allar þrær á Skeiðum, Sandlækjarbæjum og endað á Gunnbjarnarholti. Árið 2019 hefst hreinsun við Ásaskóla, Ása, Stóra-Núp og Minna– Núp og endar á Sultartangavirkjun og svo árið 2020  hefst aftur hreinsun á þeim bæjum sem hreinsaðir eru þetta ár ( 2017) o.sfrv.

45 sveitarstjórnarfundur 23. ágúst kl. 14:00 í Árnesi

            Boðað er til fundar í sveitarstjórn

            Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi 23. ágúst 2017     kl. 14:00.   Mál til umfjöllunar og afgreiðslu :                                                                                                                                                                                 

Fréttabréf ágúst komið út

Fréttabréf ágústmánaðar  er komið  út  LESA  HÉR.  Fundargerðir sveitarstjórnar eru komnar aftur og munu verða áfram birtar í Fréttabréfinu. Ýmislegt annað skemmtilegt efni  og auglýsingar og tilkynningar eru í Fréttabréfinu okkar núna.

Samningur um gatnagerð og fráveitu í byggðakjörnunum

 Skrifað var  undir verksamning  11. ágúst 2017 milli Skeiða- og Gnúpverjahrepps  og  verktakafyrirtækisins  Neseyjar ehf.  Um er að ræða verkið   "Árnes, Brautarholt, gatnagerð og fráveita 2017."  Verkið felur í sér malbikun á götum í Árnesi og Brautarholti, gerð gangstétta og steyptra kantsteina. Einnig þarf að setja sandföng og regnvatnsniðurföll sem tengja þarf við núverandi regnvatnslög og jarðvegsskipta þarf hluta vegsniðs. Samningsupphæð samkv. tilboði verktaka er  kr. 126.712.760,-  og verkinu skal lokið 1. október 2018.

Námsgögn verða gjaldfrjáls í Þjórsárskóla næsta vetur.

Ákveðið hefur verið að nemendur Þjórsárskóla þurfi ekki að greiða fyrir hin hefðbundnu námsgögn eins og stílabækur blýanta og annað það er nota þarf við námið komandi vetur.

Næsti sveitarstjórnarfundur verður haldinn 23. ágúst 2017

Næsti sveitarstjórnarfundur verður haldinn 23. ágúst 2017 kl. 14:00. Erindi sem verða tekin fyrir á þeim fundi þurfa að  berast fyrir helgina á undan eða 18. ágúst.

Upplýsingaskilti við Hjálparfoss og Háafoss

Fyrr á árinu voru upplýsingaskiltum komið fyrir við Háafoss og Hjálparfoss í Þjórsárdal. Texti á skiltunum er á ensku og íslensku.

Skrifstofan hefur opnað aftur eftir sumarleyfi starfsmanna

Skrifstofa sveitarfélgasins er opin nú eins og venjulega  kl. 09:00 -12:00 og 13:00 - 15:00 mánudaga  - fimmtudaga. Einnig er opið á föstudögum kl. 09:00 -12:00. Sími í Áhaldahúsinu er 893-4426 og þar eru teknar pantanir í fjallaskálana Gljúfurleit, Bjarnarlækjarbotna og Tjarnarver  til 09. ágúst.-, síminn er 893-4426.   Bókanir í Félagsheimilið Árnes eru teknar  í síma  486-6044 og bókanir fyrir Félagheimilið Brautarholt   í síma 898-9172.

Fylgigöng vegna sveitarstjórnarfunda aðgengileg á vef

Glöggir lesendur vefs Skeiða- og Gnúpverjahrepps hafa eflaust tekið eftir að fylgigögn vegna þeirra mála sem tekin eru til afgreiðslu á sveitarstjórnarfundum eru nú aðgengileg á vefnum. Þau eru staðsett neðan við hverja fundargerð. Auk þess eru sett  þar inn skjöl vgna mála til kynningar. 

Gögnin eru sett inn á vefinn í beinu framhaldi af því að fundargerðin er sett þar inn.  Þetta á við um öll mál, nema tilkomi að sérstakur trúnaður þurfi að ríkja um mál.