Viðgerð í Neslaug
Neslaug verður lokuð miðvikudaginn 27. október vegna viðgerðar
Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps
í Árnesi 20. október, 2021 klukkan 14:00.
Dagskrá
1. Umhverfis- og tæknisvið uppsveita. Breytingar á samþykktum - önnur umræða
Bólusetning gegn inflúensunni hefst mánudaginn 25. október á Heilsugæslunni í Laugarási.
Athugið að Sóttvarnarlæknir mælist til að eftirtaldir áhættuhópar njóti forgangs við inflúensubólusetningar.
Frá 25. október til 8. nóvember geta því einungis eftirfarandi áhættuhópar pantað tíma í flensusprautu:
Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) óska eftir tilnefningu til samfélags- og hvatningarverðlauna á sviði menningarmála á Suðurlandi.
Um er að ræða samfélagslega viðurkenningu sem Samtök sunnlenskra sveitarfélaga mun veita formlega á ársþingi sínu í október 2021.
Tilnefningar skal senda á netfangið menningarverdlaun@sass.is eigi síðar en mánudaginn 18. október nk.
Tilkynning frá Rarik:
Rafmagnslaust verður í Árnesi og nágrenni frá kl. 00.10 - 00.15 aðfaranótt fimmtudags 14 .október vegna vinnu við háspennu.
Rafmagnslaust verður í hluta af Gnúpverjahrepp frá kl. 13 - 16 fimmtudaginn 14. október vegna vinnu við háspennukerfi.
Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK, Suðurlandi í síma 5289890 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof
Umhverfisstofnun hélt í haust opinn íbúafund í Árnesi vegna gerðar stjórnunar-og verndaráætlunar fyrir landslagsverndarsvæði í Þjórsárdal.
Umhverfisstofnun þakkar fyrir góðar umfræður á íbúafundinum, sjónarmiðin sem komu fram á fundunum munu nýtast vel við gerð áætlananna.
Hér fyrir neðan má finna tengil á samantekt frá fundinum:
Á fundi sveitarstjórnar í mars sl. var ákveðið að hætta að bora fyrir svokölluðum Hörputurnum fyrir lífrænt sorp, þar sem aðferðin telst ekki lengur sem viðurkennd jarðgerð á lífrænum úrgangi. Til stóð að vinna að lausn innan sveitar í samvinu við Skaftholt, en því miður gekk sú lausn ekki upp. Hægt og illa hefur svo gengið að finna aðra lausn á málinu þó ýmsar hugmyndir séu uppi.
Samkvæmt 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru kynntar tillögur aðalskipulagsbreytinga vegna eftirfarandi skipulagsáætlana:
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 10. ágúst 2021 að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017 – 2029. Í breytingunni felst að skilgreint er nýtt íbúðarsvæði sem verður um 12 ha fyrir 8 lóðir auk þess sem frístundasvæði F42 stækkar sem nemur um 3 ha með möguleika á 4 lóðum til viðbótar
Það er með öllu óheimilt að vera með hunda inni á leiksvæði leikskólans í Brautarholti.
Kvartanir hafa borist vegna hundaeigenda sem fara inn á leiksvæðið með hundana sína þar sem þeim er jafnvel sleppt lausum.
Vinsamlegast virðið það að þetta er leiksvæði barna og starfssvæði leiksskólanns í Brautarholti.