Gámasvæðin opin á sama tíma og verið hefur

Engar breytingar eru á opnunartíma gámasvæðanna. Opið í Árnesi:
Þriðjudaga  kl. 14 - 16
Laugardaga kl. 10- 12
BRAUTARHOLT
Miðvikudaga kl. 14- 16
Laugardaga  kl. 13 - 15

Beðist er velvirðingar á ranglega skráðum tíma,  að hluta, á Klippikortinu sem sent hefur verið á heimilin í sveitarfélaginu.

Uppsprettan 2018 - haldin 16. júní

Laugardaginn 16. júní verður byggðarhátíðin Uppspretta haldin  í Árnesi.  Dagskráin verður fjölbreytt og skemmtileg að vanda og er undirbúningur í fullum gangi. Leikhópurinn Lotta verður á sínum stað,  sem og Brokk og skokk ásamt leiktækjum  og rétt er að vekja athygli á því að þennan dag verður fyrsti landsleikur Íslands í Hm í fótbolta og verður honum varpað á stóra tjaldið í Árnesi.  Fleira verður til skemmtunar sem kynnt verður nánar síðar.

Starfskraftur óskast við Félagslega heimaþjónustu

Velferðþjónusta Árnesþings óskar eftir starfsfólki til starfa við félagslega heimaþjónustu í Uppsveitum og Flóa. 

Helstu verkefni og ábyrgðarsvið:

Helstu hæfniskröfur:

Umsækjandi þarf að hafa bíl til umráða. Greitt  er samkv. kjarasamningum FOSS.

Umsóknarfrestur er til 25.apríl nk.

58. sveitarstjórnarfundur boðaður 5. apríl 2018 kl. 14:00

             Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi 5. apríl 2018 kl. 14:00.

             Mál til umfjöllunar og afgreiðslu :

Fundargerðir

Umsagnir - styrkir

Samningar

Gleðilega páska

Starfsfólk Skrifstofu Skeiða- og Gnúpverjahrepps færir íbúum Skeiða- og Gnúpverjahrepps sem og öðrum bestu óskir um friðsæla og gleðilega páskahátíð.

Umhverfissjóður Íslenskra Fjallaleiðsögumanna

Umhverfiðssjóðður Íslenskra Fjallaleiðsögumanna veitir styrki á tveggja ára fresti. Sjóðnum er ætlað að úthluta styrkjum til verkefna sem stuðla að verndun náttúru Íslands.  Fyrirtæki, einstaklingar, eignarhaldsfélög, félagasamtök, sveitarfélög og opinberar stofnanir geta fengið framlög frá sjóðnum. Umsóknaraðilar geta einnig verið samstarf nokkurra aðila. 

Hvernig höfum við áhrif á samfélag okkar? 24. mars kl. 15:00

Opinn fundur til að hvetja til þátttöku í sveitarstjórnarmálum verður haldinn í Félagsheimilinu Árnesi laugardaginn 24. mars kl. 15:00

             Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti Hrunamannahrepps.

             Matthildur María Guðmundsdóttir, verkfræðingur.

Allir velkomnir, sérstaklega ungt fólk.

www.facebook.com/gjalp

Atvinnustefna 2017-2019

Atvinnustefna Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2019 sem  unnin  var af Atvinnu- og samgöngumálanefnd sveitarfélgsins er  HÉR  - Í henni  gefur að líta  markaða stefnu í atvinnumálum  í sveitarfélaginu fyrir þrjú ár.

Ávarp oddvita. 

Fréttabréf mars komið út.

Fréttabréf mars er komið út LESA HÉR.  Það er stútfullt af fréttum og auglýsingum um  ýmis konar  viðburði sem lesa þarf  vandlega. 

Viðbragðsáætlun Almannavarna -samfélagsleg áföll

Samþykkt hefur verið Viðbragðsáætlun Almannavarna  LESA HÉR sem unnin var  af Víði Reynissyni, hjá Almannavörnum á Suðurlandi , Lögregstjóranum á Suðurlandi  og sveitarfélaginu. Greint hefur verið hvers konar samfélagsleg áföll  geta hent íbúa sveitarfélagsins og unnin hafa verið langtímaviðbrögð sveitarfélagsins Skeiða- og Gnúpverjahrepps við þeim.