Opið hús í Þjóðveldisbænum 1. júlí kl. 11- 16

Þann 1. júlí næstkomandi verður sérstakur miðaldadagur
í Þjóðveldisbænum í Þjórsárdal frá kl. 11 til 16.
Lifandi sýning um daglegt líf á miðöldum á Íslandi.

Silfursmiður mun smíða hringi og galdrahálsmen.
Víkingar sýna vopnfimi sína og kenndir verða fornir leikir.

Sama dag verður opið hús í nýjustu aflstöð Landsvirkjunar, Búrfellsstöð II, sem
er skammt frá Þjóðveldisbænum og því tilvalið að líta þar við í leiðinni

Leikskólakennara vantar í 100% stöðu frá og með 7.ág. n.k.

Leikskólinn Leikholt óskar eftir að ráða leikskólakennara í 100% stöðu frá og með 7. ágúst 2018. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi.  Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem er tilbúinn til að taka þátt og leiða áfram gott faglegt starf í skólanum.

Einnig leitum við að starfsmanni í afleysingar.

Fréttabréf júní komið út

Fréttabréfið lítur nú dagsins ljós  LESA HÉR  og kemur þann 13. júní í póstkassana hjá okkur. Vekjum athygli á auglýsingum um  hátíðarhöldin 17. júní i Árnesi og Uppstepttuhátíðina um næstu helgi ásamt opnu húsi í Búrfellsstöð  og íþróttaæfingum ( bls. 3) og margt annað ber á góma hjá okkur.

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL

Bláskógabyggð, Grímsnes-og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi, Flóahreppi og Ásahreppi Deiliskipulagsmál
Samkvæmt 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar lýsingar fyrir eftirfarandi deiliskipulagsverkefni:

Þjóðhátíðardagurinn 17. júní 2018 í Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Hátíðarhöld í Árnesi á þjóðhátíðardaginn 17. Júní
Kl. 14:00 Skrúðganga
Sprell og leikir
Hefðbundinn koddaslagur í sundlauginni
Þátttakendum er bent á að hafa með sér aukaföt.

Kl. 15:30 Hátíðardagskrá í félagsheimilinu Árnesi.
Sr. Óskar H. Óskarsson flytur hugvekju.
Ávarp fjallkonu.
Hátíðarræða.
Hátíðarkaffi í boði sveitarfélagsins

Uppsprettan 2018 í Árnesi 15. - 16. júní

15. júní.   Myndasýning frá Héraðsskjalasafni Árnesinga: Gömlum ljósmyndum úr byggðarlaginu varpað upp á stóra tjaldið í Árnesi. Starfsmaður leiðir sýningargesti í gegn um

sýninguna og leitast verður við að nafngreina fólk og staði.

Sveitarstjórn 2018-2022

            Boðað er til 1. fundar í sveitarstjórn  Skeiða -og Gnúpverjahrepps

í Árnesi miðvikudaginn 14. júní kl.14:00 2018
Dagskrá:  Mál til umfjöllunar og afgreiðslu:

Skipulagsmál

Fundargerðir

Styrkbeiðnir

Samningar

Mál til kynningar :

     

         Kristófer A Tómasson sveitarstjóri

Kaldavatnslaust verður frá kl. 10 í Árnesveitu og eitthvað fram eftir degi.

Því miður verður kaldavatnslaust frá Árnesveitu kl. 10 í dag  og eitthvað fram eftir degi. Unnið er við tengingar á stofnæð og beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda, en þessi aðgerð er óhjákvæmileg og tekur  vonandi fljótt af.

Fyrsta fasa viðgerð Áfangastaðaáætlunar Suðurlands lokið

Áfangastaðaáætlun Suðurlands er unnin með því markmiði að sameina hagaðila í ferðaþjónustu, móta framtíðarsýn fyrir svæðið í heild sinni og stefnu til að ná henni. Áfangastaðaáætlun er tækifæri fyrir sveitarfélög, ferðamálasamtök, ferðaþjónustufyrirtæki og aðra hagaðila í ferðaþjónustu til að fara fram sameiginlega og í samstarfi til næstu ára og byggja þannig ofan á þá vinnu sem þegar hefur átt sér stað við gerð áfangastaðaáætlunar. 

Skólaslit í Þjórsárskóla

Þjórsárskóla var slitið í dag 31 maí í félagsheimilinu Árnesi. Í ræðu skólastjóra Bolette Hoeg Koch kom fram að skólastarfið hefur gengið vel á skólaárinu, en 47 nemendur hafa stundað nám við skólann í vetur og verða að öllum líkindum jafnmargir næsta vetur. Kennsla fer fram í 1-7 bekk í skólanum. Nemendum hefur heldur fjölgað á síðustu árum. Við skólaslitin söng allur nemendahópurinn nokkur lög undir stjórn Guðmundar Pálssonar tónlistarkennara.