Sveitarstjórnarkosningar í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Sveitarstjórnarkosningar í Skeiða- og Gnúpverjahreppi fara fram laugardaginn
26. maí 2018. - Kosið verður í Félagsheimilinu Árnesi.
Kjörfundur hefst kl. 10.00 og lýkur kl. 22.00.
Kjósendur eru minntir á að hafa meðferðis persónuskilríki með mynd og
framvísa ef óskað er.
Atkvæði verða talin á sama stað, strax að kjörfundi loknum.

Athugið að hægt er að kjósa utan kjörfundar á öllum sýsluskrifstofum
landsins.  
Sýsluskrifstofan á Selfossi, Hörðuvöllum 1,   er opin virka daga frá kl. 9.00 til 15.00. 

Tenging nýrrar aflstöðvar við Búrfell undirbúin

Landsnet: Föstudaginn 4. maí setti Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets endurbætt tengivirki fyrirtækisins við Búrfellsvirkjun í gang að viðstöddum hópi gesta. Með því var Landsnet að tengja inn á flutningskerfi Íslands nýja vatnsaflsvirkjun við Búrfell. Landsvirkjun er að ljúka við byggingu hennar. Verður hún gangsett seinnipartinn í júní. Ekki var þörf á að byggja nýtt tengivirki, það sem fyrir var til staðar í Búrfelli dugar til þess brúks en stjórnbúnaður var endurnýjaður engu að síður. Umrætt tengivirki er í raun helsta þungamiðja flutningskerfis raforku í landinu. Rafmagnið sem verður til í virkjunum í Þjórsá, alls um 400 MW, fer þar inn. Þaðan fer það út á fimm háspennulínur. Margir aðilar komu að þessu verkefni sem var að sögn Guðmundar býsna flókið viðfangsefni. Mikið lán var með starfsmönnum verkefnisins og blessunarlega urðu engin slys á fólki. Tíma- og kostnaðaráætlun stóðst. Fyrir gangsetninguna var haldin kynning á verkefninu í félagsheimilinu í Árnesi.

Frá Kjörstjórn um móttöku framboðslista.

Laugardaginn 5. maí rennur út frestur til að skila inn framboðslistum til sveitarstjórnarkosninga.

Kjörstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps tekur á móti framboðslistum í Árnesi kl 11:00 - 12:00 laugardaginn 5. maí

Sveitarstjóri. 

Flokkunarhandbók úrgangs fyrir Skeiða-og Gnúpverjahrepp

 Ný flokkunarhandbók fyrir  úrgang í Skeiða- og Gnúpverjahreppi er komin út og má LESA HÉR. Tilgangur þessarar útgáfu er að halda íbúum upplýstum um gang mála varðandi þá flokkun sem er ætlast til að íbúar framkvæmi. Það er ljóst með því að flokka sorpið vel minnkum við rúmmál þess úrgangs sem fer til urðunar  auk þess að stuðla að aukinni endurvinnslu t.d. á appír, pappa málmum ofl. 

Síðasti skiladagur efnis í maí Fréttabréf er 6. maí

Munið að skila inn efni á sunnudaginn  6. maí í Fréttabréfið  á kidda@skeidgnup.is  svo að ég geti komið því út sem fyrst.  Nú er vorið að koma og  látið mig vita  ef nýr sveitungi hefur fæðst. Hestamannafréttir eru vel þegnar og alls kyns fréttir og auglýsingar.  Meðf. er apríl Fréttabréfið  LESA HÉR  þar er margt að venju.  Kveðja.  Khg

Vatni hleypt á nýjan frárennslisskurð í Búrfelli

Fyrir hönd Landsvirkjunar vil ég upplýsa ykkur um að nú er komið að þeim áfanga í  framkvæmdum við stækkun Búrfellsvirkjunar að vatni verður hleypt á nýjan frárennslisskurð. Í framhaldi af því verður stífla sem nú skilur skurðinn frá farvegi Fossár fjarlægð. Sú aðgerð að fjarlægja stífluna mun hafa í för með sér að eitthvert grugg mun berast út í Fossá og síðan í Þjórsá þann skamma tíma sem sá verkþáttur stendur (áætlað 3-5 dagar). Í grófum dráttum mun flæðing frárennslisskurðar ganga fyrir sig með eftirfarandi hætti:

Sveitarstjórnarfundur nr. 60 boðaður 02. maí í Árnesi kl.14:00

            

Boðað er til 60. fundar í sveitarstjórn
Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi miðvikudaginn
2. maí  2018  kl. 14:00. 

             Mál til umfjöllunar og afgreiðslu :

Fundargerðir

Annað

 Mál til kynningar :

Kristófer A Tómasson sveitarstjóri

Laus staða kennara í Þjórsárskóla.

Grunnskólakennara vantar í Þjórsárskóla
Kennslugreinar eru íþróttir í 1-7 bekk 9 kennslustundir ( sund ekki meðtalið)
Stærðfræði, náttúrufræði og samfélagsfræði í 1-2 bekk. 11. Kennslustundir.
Gerð er krafa um grunnskólakennaramenntun og lipurð
í mannlegum samskiptum.
Um er að ræða 75 % staða frá 1 ágúst nk.

59. sveitarstjórnarfundur boðaður 18. apríl í Árnesi kl. 14:00

            Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi miðvikudag 18. apríl 2018                           kl. 14:00.

             Mál til umfjöllunar og afgreiðslu :

 Mál til kynningar :

Kristófer A Tómasson sveitarstjóri

Hugmyndasamkeppni um nýtingu varmaorku á Suðurlandi.

Orka náttúrunnar, Samtök sunnlenskra sveitarfélaga og
Nýsköpunarmiðstöð Íslands efna til
hugmyndasamkeppni um nýtingu varmaorku á Suðurlandi.
Tilgangur samkeppninnar er að fá fram hugmyndir um nýtingu varmaorku sem finnst víða á Suðurlandi og
býður upp á fleiri tækifæri en nýtt eru í dag. Markmiðið er að nýta betur verðmætin sem eru í orkunni, auka
fjölbreytni í atvinnulífi með umhverfismál að leiðarljósi og vinna að nýsköpun í orkutengdri starfsemi.
Um er að ræða almenna hugmyndasamkeppni og hún er öllum opin. Hugmyndir verða áfram eign þeirra sem
skila inn tillögum. Ekki er gerð krafa um að hugmyndir verði framkvæmdar.

Heildarupphæð verðlauna er 3.000.000 kr. og verða fyrstu verðlaun að lágmarki 1.500.000 kr.
Tillögum skal skila með tölvupósti á netfangið samkeppni@sass.is eigi síðar en þriðjudaginn 17. apríl 2018.

Ítarlegri upplýsingar má finna á slóðinni www.sass.is/hugmyndasamkeppni