Fréttir

Endurnýjun Hörputurna - lokafrestur til að panta

Eins og áður hefur verið auglýst ákvað sveitarstjórn að leyfa "einn umgang enn" af  endurnýjun Hörputurna. Starfsmenn Strá ehf. hafa verið á fleygiferð um sveitina að bora holur og listinn fer að styttast. Ef fólk vill tryggja sér endurnýjun á holu fyrir veturinn biðjum við um að pantanir þar um berist fyrir mánudaginn 8. nóvember nk.

Skeiða- og Gnúpverjahreppur auglýsir lausar lóðir í Árnesi

Heiðargerði 1: Lóðin er 1792 mað stærð og er skipulögð fyrir raðhús með 3 íbúðum.

Hamragerði 1: Lóðin er rúmlega 1000 m2 að stærð og er skipulögð fyrir parhús.

Hamragerði 3 og 5: Lóðirnar eru rúmlega 1000 mog á þeim má byggja einbýli á einni hæð ásamt bílskúr. 

Skipulagsauglýsing 3. nóvember 2021

Kílhraun land L191805, Áshildarvegur 2-26 - Aðalskipulagsbreyting - Úr frístundabyggð í íbúðabyggð

Sveitarstjórn Skeiða -og Gnúpverjahrepps samþykktir á fundi sínum þann 20. október 2021 að auglýsa tillögu aðalskipulagsbreytingar sem tekur til Áshildarvegar 2-26 í landi Kílhrauns, L181705. Í breytingunni felst að frístundasvæði breytist að hluta til í íbúðarsvæði.

Flensusprauta í Laugarási

Bólusetning gegn inflúensunni hefst mánudaginn 25. október á Heilsugæslunni í Laugarási.

Athugið að Sóttvarnarlæknir mælist til að eftirtaldir áhættuhópar njóti forgangs við inflúensubólusetningar.

Frá 25. október til 8. nóvember geta því einungis eftirfarandi áhættuhópar pantað tíma í flensusprautu:

69. fundur sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepp

Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps

í Árnesi  20. október, 2021 klukkan 14:00.

Dagskrá

1. Umhverfis- og tæknisvið uppsveita. Breytingar á samþykktum - önnur umræða

Óskað eftir tilnefningum til hvatningaverðlauna á sviði menningarmála á Suðurlandi

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS)  óska eftir tilnefningu til samfélags- og hvatningarverðlauna á sviði menningarmála á Suðurlandi.

Um er að ræða samfélagslega viðurkenningu sem Samtök sunnlenskra sveitarfélaga mun veita formlega á ársþingi sínu í október 2021. 

Tilnefningar skal senda á netfangið menningarverdlaun@sass.is eigi síðar en mánudaginn 18. október nk.

Aðstoðarmatráð vantar í mötuneyti Flúðaskóla

Um er að ræða 70% starfshlutfall. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Laun samkvæmt kjarasamningi launanefndar sveitarfélaga og Bárunnar. Umsóknarfrestur er til og með 12. október.

Upplýsingar veitir Jóhanna Lilja Arnardóttir skólastjóri, johannalilja@fludaskoli.is.

Kjörsókn í Skeiða- og Gnúpverjahrepp

Kjörfundi í  alþingiskosningum 25. september í Skeiða- og Gnúpverjahrepp lauk kl. 22.00.
Kjörsókn var 70 % á kjörstað og 14% kusu utan kjörfundar. Samtals kjörsókn er því 84,2%
 
412 voru á kjörskrá.
 

Kvenfélag Skeiðahrepps gaf Leikholti veglega gjöf

Kvenfélag Skeiðahrepps færði leikskólanum Leikholti eldstæði og fullt af fylgihlutum að gjöf þann 8. september sl.

Nú verður leikur einn hjá þeim að njóta enn frekar útiveru og skemmtilegra stunda þar sem hægt er að kveikja eld og baka lummur, poppa, hita kakó eða elda hádegismatinn úti. Meðfylgjandi eru myndir af krökkunum í Leikholti að prufa eldhúsið.

Nýr Gaukur - fullur af fréttum

Þá er kominn Gaukur septembermánaðar - hann má finna hér