Starfsfólk óskast í Félagsmiðstöðina Zero
Félagsmiðstöðin Zero óskar eftir starfsfólki til að starfa með forstöðumanni á fimmtudagskvöldum þegar að félagsmiðstöðin er opin.
Umsækjandi verður að vera orðin 18 ára og sýna jákvæðni, sveigjanleika og lipurð í samskiptum. Virk þátttaka ungmenna í félagsstarfi er til þess fallin að auka félagslega hæfni, þroska og jákvæða sjálfsmynd þeirra. Því er mikilvægt að starfsfólk geti skapað andrúmsloft þar sem allir séu boðnir velkomnir í félagsmiðstöðvastarfið á eigin forsendum.