Fréttir

Aldursforsetinn 100 ára í dag - Árnað heilla

Guðbjörg Eiríksdóttir í Steinsholti er 100 ára í dag 22 apríl. Hún er vel ern miðað við aldur og býr enn í sínu eigin húsi og unir hag sínum vel. Guðbjörg hefur allt sitt líf búið í Steinsholti. Hún hélt lengi heimili með bræðrum sínum Jóni og Sveini og rak með þeim myndarbú, en þeir eru báðir  látnir. 

Nýr starfsmaður

Bjarni Jónsson hefur verið ráðinn forstöðumaður þjónustustöðvar Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Hann mun hefja störf um næstu mánaðamót Meðal verkefna hans verða umsjón með framkvæmdum á vegum sveitarfélagsins og eignum þess, Hann mun hafa yfirumsjón með sorpþjónustu og vinnuskóla, auk tilfallandi verkefna. Þar meðtalin minniháttar smíða og viðhaldsverkefni. Bjarni er húsasmíðameistari að mennt, með byggingastjóraréttindi. Auk þess hefur hann lokið stjórnunarmenntun frá Endurmenntunarstofnun HÍ. Hann hefur víðtæka reynslu úr sinni iðngrein, auk stjórnunarreynslu. Hann var meðal annars fjármálastjóri hjá Krafti hf um átján ára skeið. Bjarni sextugur að aldri, fæddur 1959 og er Lilja Svavarsdóttir eiginkona hans. Þau eiga þrjú uppkomin börn. Heimili þeirra er í Reykjavík, en þau huga að búferlaflutningum hingað í Skeiða- og Gnúpverjahrepp innan tíðar.

Aðalfundur Afréttarmálafélags Flóa og Skeiða

Aðalfundur Afréttarmálafélags Flóa og Skeiða verður haldinn þriðjudaginn 23. apríl nk í Þingborg.

Fundurinn hefst kl 20:30.

Hefðbundin aðalfundarstörf

Stjórnin

Fundarboð 19. fundar sveitarstjórnar 17 apríl 2019

  

Fundarboð

Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps

í Árnesi  17 apríl, 2019 klukkan 09:00

Dagskrá

Mál til umfjöllunar og afgreiðslu:

1. Aðalskipulag 2017-2029 Viðbrögð við Skipulagsstofnun

Sorpkort 2019 og flokkunarhandbók til sumarhúsaeigenda

Um þessar mundir er verið að senda út til sumarhúsaeigenda í Skeiða- og Gnúpverjahreppi,  sorpkort og flokkunarhandbók ásamt ýmsum upplýsingum um sorpmál og flokkun  í sveitarfélaginu. Meðal annars  í bréfinu er  sumarhúsaeigendum gefinn kostur á að kaupa sér svonefndan "Hörputurn" til afsetningar á lífrænum úrgangi. Kostar hann 20.000,- með niðursetningu sem starfsmenn sveitarfélgasins myndu sjá um að gera. Hægt er að hafa hann í námunda við sumarhúsið og eykur þessi aðferð til muna  flokkun og er afar þægileg en allt of mikið er um að matarúrgangi sé hent í almennt sorp. Rannsóknir sýna það, héðan úr sveitarfélaginu. Flest býli hér eru með svona turn og mjög gott er að dreypa  ensími í þá sem flýtir  verulega fyrir rotnun. 

287 þúsund gestir sóttu viðburði aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands

Út er komin skýrsla afmælisnefndar aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands þar sem m.a. má finna upplýsingar um framkvæmd afmælisársins og yfirlit yfir öll verkefni sem skráð voru á dagskrá afmælisársins.

Helstu niðurstöður:

Meðfylgjandi er skýrsla afmælisnefndar þar sem m.a. er að  finna yfirlit um þau verkefni sem afmælisnefnd var falið samkvæmt þingsályktun sem og yfirlit yfir öll verkefni sem voru skráð á dagskrárvef afmælisársins.  

Opinn fundur GróLindar í Árnessýslu 8. apríl kl. 20:30

Í Brautarholti, þann 8. apríl kl. 20:30 býður Landgræðslan  til kynningar - og samráðsfundar um verkefnið GróLind, mat og vöktun á gróður- og jarðvegsauðlindum Íslands. Á fundinum verður fjallað um aðferðafræði verkerfnisins m.a. ástandsmat, þróun sjálfbærnivísa fyrir landnýtingu, kortlagningu beitilanda, beitaratferli suðfjár ( GPSkindur) og samstarf við landnotendur.

Fundarboð 18. fundar sveitarstjórnar 3. apríl 2019

Boðað er til 18. fundar í sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps í Árnesi  3. apríl, 2019 klukkan 09:00  Dagskrá:

Mál til umfjöllunar og afgreiðslu:

1. Velferðarþjónusta Árnesþings. Sigrún Símonardóttir mætir til fundarins

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL

Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða- og Gnúpverjahreppi, Flóahreppi og Ásahreppi

Aðalskipulagsmál Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynntar skipulagslýsingar fyrir eftirfarandi aðalskipulagsbreytingar: 

Matreiðslumann vantar í 100% starfshlutfall í Flúðaskóla

Matreiðslumann vantar í 100% starfshlutfall frá og með næsta skólaári. Starfið felst í:

Umsóknarfrestur er til 5. apríl.

Nánari upplýsingar gefur Jóhanna Lilja Arnardóttir, skólastjóri í síma 480 6610, netfang: johannalilja@fludaskoli.is