Bjarni Ásbjörnsson ráðinn sveitarstjóri tímabundið
Bjarni Hlynur Ásbjörnsson tók tímabundið við starfi sveitarstjóra Skeiða- og Gnúpverjahrepps um síðustu mánaðamót, mun hann gegna starfinu til 1. október næstkomandi. Kristófer Tómasson veðrur í leyfi á sama tíma. Bjarni hefur víðtæka starfsreynslu. Hann hefur rekið sitt eigið fyrirtæki frá árinu 2004 á sviði ráðgjafar í upplýsingatækni, rekstrar og stefnumótunar. Auk þess hefur Bjarni starfað hjá Atvinnuþróunarfélagi Suðurlands og sem framkvæmdastjóri tveggja nýsköpunar fyrirtækja. Hann var einnig kerfisstjóri Sláturfélags Suðurlands um langt árabil.