Fréttir

Nanna systir sýnd í Árnesi.

            Í félagsheimilinu Árnesi er leikverkið Nanna systir eftir Kjartan Ragnarsson og  Einar Kárason í leikstjórn Arnar Árnasonar sýnt um þessar mundir við góðar undirtektir.

Stórskemmtileg sýning sem enginn ætti að missa af. Valinn einstaklingur er í hverju hlutverki. Frammistaða leikaranna er afbragðsgóð. Það er Leikdeils Ungmennafélags Gnúpverja sem stnedur fyrir sýningunni. Deidin setur upp leikrit annan hvern vetur af miklum myndarskap.

Fundarboð 17. fundar sveitarstjórnar 20. mars 2019 kl. 09:00

                           Boðað er til 17.  fundar í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi miðvikudaginn 20. mars 2019  kl. 09:00.  Dagskrá:

             Mál til umfjöllunar og afgreiðslu :

1.     Landsvirkjun. Georg Pálsson og Olivera Liic frá Búrfellstöð mæta til fundar.

Aðalfundur Landbótafélagas Gnúpverja 19. mars kl. 20:30

Aðalfundur Landbótafélags Gnúpverja verður haldinn þriðjudagskvöldið 19. Mars kl. 20.30 í Þjórsárskóla. Á dagskrá verða hefðbundin aðalfundarstörf auk þess sem fulltrúi frá Landgræðslu Ríkisins kynnir verkefnið GróLind, en það er verkefni sem ætlað er að skila með reglubundnum hætti heildarmati á ástandi gróður- og jarðvegsauðlinda landsins.

Lausar lóðir í Árneshverfi

 Í Áneshverfi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi eru lausar til umsóknar
eftirtaldar einbýlishúsalóðir:
Hamragerði 3 stærð 1.173 m2.
Hamragerði 4 stærð 1.031 m2.
Hamragerði 5 stærð 1.165 m2.
Hamragerði 9 stærð 1.088 m2.
Hamragerði 10 stærð 1.66 m2
Hamragerði 12 stærð 1.074 m2.
Hamragerði 14 stærð 1.156 m2.

Fundarboð 16. fundar sveitarstjórnar 06. mars 2019

Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi miðvikudaginn 6. mars 2019  kl. 09:00. Dagskrá:

             Mál til umfjöllunar og afgreiðslu :

1.     Samþykkt um Skeiða- og Gnúpverjahrepp grein.40. Breyting. Seinni umræða.

2.     Húsnæðisáætlun Skeiða- og Gnúpverjahrepps. 2019-2025.

Fréttabréf febrúar er komið út

Fréttabréfið er komið á vefinn LESA HÉR . Fréttir, auglýsingar og fleira.

Laus staða kennara í Þjórsárskóla.

Laus staða kennara í  Þjórsárskóla. 100% staða í afleysingum frá 18. mars til loka skólaársins. Kennslugreinar eru stærðfræði, náttúrufræði, samfélagsfræði,umsjón, heimilisfræði og útinám.

 Umsóknarfrestur til 25. febrúar 2019. Nánari upplýsingar veitir Bolette Höeg Koch skólastjóri sími 895 9660 netfang : bolette@thjorsarskoli.is

Lífshlaupið 2019 hófst 6. febrúar! Allir með!

Við hjá Íþrótta og Ólympíusambandi Íslands ( ÍSÍ) viljum vekja athygli ykkar á að skráning er hafin í Lífshlaupið, heilsu og hvatningarverkefni sem ræst verður í 12. sinn miðvikudaginn 6. febrúar næstkomandi.

UPPBYGGINGARSJÓÐUR SUÐURLANDS AUGLÝSIR EFTIR UMSÓKNUM

Sjóðurinn hefur það hlutverk að veita verkefnastyrki á sviði nýsköpunar og menningar á Suðurlandi. Markmið Uppbyggingarsjóðs Suðurlands:

Að styðja við verkefni sem efla fjölbreytileika atvinnulífs og jákvæða samfélagsþróun á Suðurlandi

Að efla menningarstarfsemi og listsköpun á Suðurlandi

Að styðja við atvinnuskapandi og/eða framleiðniaukandi verkefni á Suðurlandi

Fundarboð 14. fundar sveitarstjórnar 06. febrúar 2019

             Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi miðvikudaginn 6.febrúar 2019  kl. 09:00.

Dagskrá:   Mál til umfjöllunar og afgreiðslu :

1.     Beislun vindorku. Stefán K. Sveinbjörnsson verkefnisstjóri hjá Landsvirkjun mætir til fundar.

2.     Sultartangastöð aflaukning. Beiðni um umsögn.