Fréttir

Síðasta útkall! Holur fyrir lífræna úrganginn fyrir haustið

Nú er síðasta útkall fyrir borun á nýjum holum fyrir lífrænan úrgang í sveitarfélaginu, fyrir veturinn!  Endilega látið Bjarna í Áhaldahúsinu vita strax ef ykkur vantar þessa þjónustu á  bjarni@skeidgnup.is  - Þeir fara af stað í þetta,  í dag, 18. september 2019.

Fundarboð 28. fundar sveitarstjórnar 18.september 2019

Boðaður er 28. sveitarstjórnarfundur Skeiða- og Gnúpverjahrepps
í Árnesi  18. september, 2019 klukkan 08:30.
Dagskrá:

Mál til afgreiðslu og umfjöllunar.

Mál til kynningar

Fréttabréf september 2019 er komið á vefinn

Það er komið út  nytt fréttabréf, september 2019. Þar er gott efni og það er komið á vefinn. Lesa hér

Gefið ykkur stund til að njóta.

Tafir á umferð á þjóðvegum nr. 30 og 32

Tafir verða á umferð á þjóðvegi  nr. 32, Þjórsárdalsvegi, vegna fjárrekstra fimmtudaginn 12. september, frá Búrfellsvirkjun og að Fossnesi. Frá kl. 11:00 – 21 :00 en hjáleiðir þó færar að hluta.
Föstudaginn 13. september  eru einnig tafir á þjóðvegi nr. 32  frá Fossnesi að Skaftholtsréttum kl. 08:00 – 13:00 en hjáleið fær að hluta um veg nr. 325
Seinni part 13. september verður Þjórsárdalsvegur  nr. 32 lokaður frá kl. 16:00 – 18:00  frá Bólstað að Sandlækjarholti, hjáleið aðeins fær um Landsveit!
Laugardaginn 14. september gætu orðið smávægilegar tafir á vegi  nr. 30 Skeiðavegi kl. 13:00 og eitthvað fram eftir degi.
Nánari upplýsingar á heimasíðunum
http:// www. skeidgnup.is  - http:// www.vegagerdin.is
og á facebook.com/íbúasíða Skeiða-og Gnúpverjahrepps

Nýjir straumar - tækifæri dreifra byggða

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga, ásamt öðrum landshlutasamtökum og Nýsköpunarmiðstö Íslands standa fyrir ráðstefnu um fjórðu iðnbyltinguna fimmtudaginn 5. september kl. 9 – 13.30. Ráðstefnan ber yfirskriftina Nýjir straumar – tækifæri dreifðra byggða og fjallar um fjórðu iðnbyltinguna. Hún verður haldin samtímis á sex stöðum á landinu, Borgarnesi, Ísafirði, Sauðárkróki, Akureyri, Reyðarfirði og Selfossi.

Fundarboð 27. fundar sveitarstjórnar 4. september 2019

27. fundur Sveitarstjórnar. - Fundarboð
Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps
í Árnesi  4. september, 2019 klukkan 08:30.

Dagskrá

Mál til afgreiðslu og umfjöllunar

11. Fundargerð 6. fundar skólanefndar 03.09. grunnskólamál

12. Fundargerð 6. fundar skólanefndar 03.09. leikskólamál

26. fundarboð sveitarstjórnar 21. ágúst í Árnesi 2019 kl. 09:00

Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi  21. ágúst, 2019 klukkan 09:00.
Mál til afgreiðslu og umfjöllunar:
1. Gaukshöfði - Hugmyndir. Sigrún Guðlaugsdóttir mætir til fundar
2. Fjárhagsmál- Lántaka- viðauki við fjárhagsáætlun
3. Breyting á íbúð í Björnskoti. Vinnugögn - kostnaðaráætlun
4. Skipun fulltrúa í atvinnu- og samgöngunefnd.
5. Skipan varafulltrúa í Skólanefnd.

Aðalskipulag 2017-2029 auglýsing - Gögn

Skeiða- og Gnúpverjahreppur auglýsti  tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi sveitarfélagsins, þ.e. Aðalskipulag Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2019, samkvæmt 31. gr. skipulagslaga. Athugasemdafresti lauk þann 7. ágúst  en þeir sem hafa áhuga á að frekari upplýsingum, er bent á að hafa samband við skrifstofu skipulagsfulltrúa að Dalbraut 12, 840 Laugarvatni eða á netfangið runar@utu.is .  Fundur verður haldinn bráðlega þar sem athugasemdir verða teknar fyrir og svarað.

Reglur sem gilda í friðlandinu Þjórsárverum

Reglur sem gilda í friðlandinu Þjórsárverum  https://ust.is/library/Skrar/Einstaklingar/Fridlyst-svaedi/Auglysingar/thorsarver_507_1987.pdf  Umhverfisstofnun telur mikilvægt að gestir friðlandsins þekki umgengnisreglur sem þar gilda þar sem um viðkvæmt lífríkissvæði er  ð ræða. Stofnunin leggur áherslu á að fylgt sé reglum sem gilda á svæðinu og óskar hér með eftir að Skeiða og Gnúpverjahrepp komi meðfylgjandi reglugerð áleiðis til hestamanna sem eru í skipulögðum hestaferðum um friðlandið. Í 12. gr. auglýsingar um friðlandið segir m.a. um ferðir á hestum: „Ríðandi mönnum er heimil för um svæðið á hefðbundnum leiðum og afmörkuðum áningastöðum, sbr. kort í viðauka III. Hrossabeit er bönnuð nema í viðurkenndum áningahólfum.“

Áform um friðlýsingu í Þjórsárdal

Svæði í Þjórsárdal 

Umhverfisstofnun ásamt Skeiða- og Gnþúpverjahreppi kynna hér með áform um friðslýsingu svæðis í Þjórsárdal. Svæðið nær meðal annars til Gjárinnar, Háafoss og nágrennis í samræmi við lög nr 60/2013 um náttúruvernd.