- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Ungmennum, með lögheimili í Skeiða- og Gnúpverjahreppi sem fædd eru 2005 og 2006 gefst kostur á að starfa í Vinnuskóla sveitarfélagsins í sumar. Vinnuskólinn hefst 8. júní og stendur í 8 vikur eða til og með 30. júlí 2020. Unnið verður fjóra daga í hverri viku, mán.- fim. kl. 08-14. Skylt er þó að taka frí eina viku á tímabilinu. Hámarksfjöldi vinnufólks í einu er átta. Ef fjöldi vinnufólks verður meiri, verður starfstíminn skipulagður með það í huga. Í ágúst gefst þeim kostur sem hafa áhuga, að vinna eftir þörfum og samkomulagi. Heitur matur er framreiddur í hádeginu en koma þarf með nesti í kaffitíma fyrir hádegi.
40. sveitarstjórnarfundur
Fundarboð
Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps
í Teams fjarfundarbúanði 6 maí, 2020 klukkan 16:00.
Eftir almenna lokun fyrir móttöku á skrifstofu Skeiða- og Gnúpverjahrepps frá 16. mars síðastliðnum er komið að því að opna.
Frá og með mánudeginum 4. maí verður skrifstofan opin almenningi. Sami opnunartími gildir og var fyrir 16 mars.
Með bestu óskum um gleðilegt sumar framundan
Sveitarstjóri
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps lagði fram á 12. fundi sínum þann 01. febrúar 2011 samþykkt um fráveitur í sveitarfélgainu. Í 19. grein þeirrar samþykktar er kveðið á um að tæming rotþróa í sveitarfélaginu fari fram á þriggja ára fresti og innheimt sé gjald til að standa undir kostnaði. Þriggja ára gjald á að standa undir einni tæmingu. Sveitinni hefur verið skipt upp í þrjú svæði og verður eitt svæði tekið fyrir á ári sem hér segir:
Á Sumardaginn fyrsta 1970 var Félagsheimilið Árnes vígt og tekið formlega í notkun og er því 50 ára.Margt var um manninn fyrir fimmtíu árum af þessu tilefni og birtist umfjöllun um það í morgunblaðinu Lesa hér. Húsið varð til þess að blómaskeið menningar- og félagslífs Gnúpverjahrepps rann upp því húsið var hið glæsilegasta á alla lund. Leiksvið hússins var það næst stærsta á landinu með 7 metra lofthæð og fullkomnum búningsherbergjum. Leiksvið Þjóðleikhússins var einungis stærra, og kom Þjóðleikhúsið með sýningar og setti upp í Félagsheimilinu. Þar fóru t.d. á kostum Bessi Bjarnason, Gísli Halldórsson og margir fleiri. Félagsheimilið leysti af Ásaskóla sem samkomuhús sveitarinnar. Félagsheimilið Árnes heldur enn stöðu sinni sem samkomuhús, með 360 manns í sæti en þar eru nú einnig skrifstofur sveitarfélagsins, skólamötuneyti fyrir grunn og leikskólann, íþróttir grunnskólans eru kenndar í húsinu og Upplýsingamiðstöðin þjórsárstofa er þar og veitingasla hefur oft verið þar. Leikskýningar eru settar upp af Ungmennafélagi Gnúpverja sem hefur verið duglegt og gefandi í gegnum árin ásamt Kvenfélagi Gnúpverja sem gaf mikið til hússins, sérstaklega á árum áður. þá eru söngæfingar, fundir og alls kyns samkomur einnig haldnar í húsinu. Gleðilegt sumar og kærar þakkir fyrir veturinn sem hefur óneitanlega verið öðruvísi og því miður, mörgum erfiður.
Laust er til umsóknar starf ritara Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita bs. Um framtíðarstarf er að ræða í 100% starfshlutfalli.
Hreppsnefnd Ásahrepps samþykkti á fundi sínum 23.3.2020 að kynna lýsingu fyrir nýtt endurskoðað aðalskipulag Ásahrepps 2020-2032. Ásahreppur er vestasta sveitarfélagið í Rangárvallasýslu. Stærð skipulagssvæðis í byggð er um138 km2 og skipulagssvæði á Holtamannaafrétti er um 2800 km2. Sveitarfélagið er fremur láglent með lágum holtum. Afrétturinn er fremur flatlendur með ávölum bungum. Gróðursæld er á láglendi og má segja að þar sé nær algróið graslendi, mýrlendi og mólendi. Á afréttinum eru lítt gróin svæði sem bera merki uppblásturs og nálægðar við eldfjöll. Ekkert þéttbýli er skilgreint í Ásahreppi. Leiðarljós hreppsnefndar Ásahrepps í aðalskipulagsvinnunni er að skapa góð skilyrði fyrir mannlíf og atvinnulíf til framtíðar og gera búsetu eftirsóknarverða. Þetta verði m.a. útfært með skynsamlegri landnýtingu þar sem stuðlað er að sjálfbærri nýtingu vistkerfa og bindingu kolefnis. Orkuframleiðsla sé vistvæn og stuðlað að grænum samgöngum og útivistarmöguleikum.